24 stundir - 26.02.2008, Síða 25

24 stundir - 26.02.2008, Síða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 25 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Aukefni geta bæði verið gerviefni (nýmynduð á rannsóknarstofu) eða náttúruleg. Þau eru notuð til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika matvæla, svo sem lit, lykt, bragð, útlit geymsluþol og fleira. Dæmi um náttúruleg aukefni eru C- og E-vítamín sem notuð eru sem þráavarnarefni í matvæli og hafa þá E-númer; C-vítamín (askor- bínsýra) og sölt þess bera númerin E300-302 og E-vítamín (tókófe- rólar) hafa númerin E306-309. Meira af náttúrulegum efnum „E-efni eru sett í mat meðal annars til að auka geymsluþol hans og eru yfirleitt sett í til að vernda neytandann og á þann hátt er betra að hafa þau en ekki,“ seg- ir Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði, aðspurð um ágæti e-efna. Þau séu ekki holl sem slík líkt og steinefni og vítamín en góð að þessu leyti. Hins vegar séu í notkun í dag nokkur aukefni (E- efni) þar sem upplýsingar skortir um heilsufarsleg áhrif, en nefnd á vegum matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) vinnur nú að því að kortleggja upplýsingar um auk- efni í matvælum. „Reglugerðir um notkun aukefna í matvælum eru í stöðugri endurskoðun og þegar ný vísindaleg gögn um skaðsemi eða öryggi aukefna í matvælum koma fram er gripið til viðeigandi að- gerða. Til dæmis er nú nefnd að störfum hjá EFSA sem metur nið- urstöður nýlegrar breskrar rann- sóknar um tengsl milli neyslu á tilbúnum litarefnum og hegðunar barna. Framleiðendur leitast í dag við að takmarka notkun á auk- efnum, ekki síst vegna kröfu neyt- enda um náttúrulegan uppruna matvara. Óþol líkt og ofnæmi Óþol gegn aukefnum er vanda- mál sem hrjáir jafnt unga sem aldna, en þó er það aðeins lítill hluti fólks sem verður fyrir slíkum áhrifum. Einkenni af óþoli eru oft þau sömu og einkenni af ofnæmi, en þegar um óþol er að ræða er ekki hægt að mæla breytingar á ónæmiskerfi líkamans eða svörun á sama hátt og þegar ofnæmi er annars vegar. Þar sem E-efnin eða aukefnin eru fjölbreytilegur flokk- ur efnasambanda er alls ekki lík- legt að sami einstaklingur hafi óþol fyrir þeim öllum og reyndar slíkt harla ólíklegt. Inga segir slíkt hið sama gilda fyrir fólk með óþol og ofnæmi, það beri að forðast þau matvæli sem innihaldi óþols- eða ofnæmisvaldinn. Víða Aukefni finnast í ýmis konar matvælum. Reglugerðir í stöðugri endurskoðun Aukefni í matvælum E-efni eða aukefni eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla. ➤ Nú til dags er meira notað afnáttúrulegum aukefnum í matvælum og sum efni hafa verið bönnuð. ➤ Jafnt ungir sem aldnir getafengið óþol við aukefnum en stundum er slíkt tímabundið. AUKEFNI GÖN GUG REIN INGA R INNL EGGJ ASM ÍÐI SÉRSMÍÐAÐIR SKÓR SKÓBREYTINGAR ALMENNAR SKÓVIÐGERÐIR STOÐTÆKNI Jón Gestur Ármannsson Sjúkraskósmiður Lækjargata 34A - Hafnarfjörður 533 1314 - 533 1516 jon@stodtaekni.is - www.stodtaekni.is Fjölþjálfi Infiniti ST950 Glæsilegur hljóðlátur fjölþjálfi frá Infiniti. Segulviðnám. Stór LCD skjár. 19 sjálfvirkar aðgerðir á skjá. 4 púlstengdar aðgerðir. Sterkur stöðugur rammi. Á hjólum, auðvelt að færa til. 49.520 verð áður 61.900 WWW.GAP.IS 4 Vökvarnir og safarnir frá Weleda eru hrein fæðubót, án allra aukaefna Björk räsaft Vatnslosandi birkisafinn losar bjúg og léttir á líkamanum, styður við náttúrulega úthreinsun Slän elexir Orkugefandi þyrniberjasafi er ríkur af járni og C-vítamíni, gefur þér nýjann kraft Havtorn elexir Styrkjandi C-vítamínsafi styrkir mótstöðuafl líkamans, 100% hreinn berjasafi Lífrænt ræktað án aukaefna Apótek, Heilsuverslanir, Barnaverslanir og í Heilsuvörudeildum stórmarkaða. www.weleda.is Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.