24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Stoðtækni skósmiðja ehf. verður tveggja ára í næsta mán- uði en þar er hægt að fá sér- smíðaða skó sem og fara í göngugreiningu. Jón Gestur Ár- mannsson sjúkraskósmiður seg- ist fyrst og fremst sérsmíða skó fyrir fatlaða og þá sem geta ekki keypt sér skó út úr búð. „Yf- irleitt þarf fólk sérsmíðaða skó vegna aflögunar á fótum eða vegna þess að þörf er á sér- stökum stuðningi eða fleira í þeim dúr. Skósmíðin er oft í samvinnu við Tryggingastofnun en við erum með samning við þá. Ég sinni líka skóbreytingum en það er mikið um upphækkun á skóm en þá er fólk með annan fótinn styttri, sem er talsvert al- gengt,“ segir Jón Gestur sem hefur unnið við skósmíðar í 20 ár. „Það eru margir sem þurfa á göngugreiningu að halda áður en þeir kaupa sér skó enda finna margir fyrir óþægindum í baki, hnjám eða öðru. Hér getur það því fengið ráðleggingar um val á skóm og kannað hvort það þurfi á innleggi eða annars konar stuðningi að halda. Í göngu- greiningu skoða ég ökklastöð- una, tek fótstimpil af viðkom- andi en þannig sé ég þungadreifinguna á fótinn auk þess sem viðkomandi gengur á göngubretti og gangan er tekin upp. Síðan eru öll gögnin skoð- uð og þetta er metið út frá því hvernig viðkomandi beitir fót- unum við gang.“ Stoðtækni skósmiðja sérsmíðar skó frá grunni Margir þurfa göngugreiningu Jón Gestur Ármannsson: Það eru margir sem þurfa á göngugreiningu að halda. KYNNING Nú um miðjan vetur er kvef og flensa að ganga úti um allan bæ. Á meðan slíkt leggst á líkamann er mjög mikilvægt að drekka sem allra mest. Það er að segja af vatni og hreinum ávaxtasafa en betra er að sleppa gosi og kaffi. Sumum finnst betra að drekka eitthvað heitt í flensunni en þá er jurtate á borð við piparmintute gott eða bara soðið vatn með hunangi og sítrónu. Piparmintute í flensunni Nálastungur virðast auka lík- urnar á því að kona verði ófrísk, sérstaklega ef nálastungum er beitt rétt áður eða eftir að frjóvgun á sér stað, ef marka má niðurstöður ný- legra rannsókna. Eykur blóðflæði í leginu Í nálastungum er litlum, þunn- um nálum stungið í ákveðna staði eða punkta á líkamanum. Þegar nálastungum er beitt samhliða gervifrjóvgunum er það í þeim til- gangi að auka blóðflæði um legið, slaka á leghálsi og koma í veg fyrir neikvæð áhrif streituhormóna sem geta gert það að verkum að það er erfiðara fyrir fósturvísinn að ná ból- festu. Erica Manheimer, rannsakandi við háskólann í Maryland, gerði allsherjargreiningu á rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum nálastunga á glasafrjóvgun en nið- urstöðurnar voru nýlega birtar í The British Medical Journal. Grein- ingin náði til rannsókna á 1.366 konum í fjórum löndum sem höfðu gengist undir glasafrjóvgun með eða án nálastungu. Helstu nið- urstöðurnar voru þær að líkurnar á því að kona yrði barnshafandi juk- ust um 65% væri nálastungum beitt samhliða meðferðinni. Manheimer tekur þó fram að slíkt sé ekki staðfesting á því að nálastungur auki líkurnar jafnt hjá öllum konum, sérstaklega í ljósi þess að niðurstöður rannsókna á þessu hafa verið mjög mismunandi í gegnum tíðina. „Það lítur þó út fyrir að fjöldi kvenna beri vissulega hag af þessu og því ekki verra að láta á það reyna,“ segir Dr. James Grifo við New York háskóla. „Nálastung- ur skaða að minnsta kosti ekki.“ Auka blóðflæði og draga úr streitu Nálastungum beitt samhliða glasafrjóvgun Þungun Nála- stungur geta auk- ið líkur á þungun. Árvakur/Arnaldur Tíminn er oft óvinur okkar þegar kemur að líkamsrækt. Þeg- ar vinnudeginum er lokið og krakkarnir bíða heima er ekki í boði fyrir alla að skreppa í rækt- ina. Flestar líkamsræktarverslanir bjóða þó, sem betur fer, upp á ýmiss konar líkamsræktardót fyr- ir heimilið. Til dæmis er hægt að kaupa æfingahjól, mismunandi lóð og jafnvel lyftingabekk sem tekur lítið pláss heima fyrir, svo eitt- hvað sé nefnt. Vissara er að hafa sterkt gólfefni undir bekknum. Þeir sem ekki vilja lyfta geta keypt trampólín eða sippuband til að brenna og mottu og teygjur til að nota við styrktaræfingar. DVD-diskar með hinum ýmsu æfingum eru gríðarlega vinsælir í Bretlandi og Bandaríkjunum en þar hefur nánast hver einasta smástjarna gefið út DVD. Þeir bjóða upp á einfalda lausn fyrir þá sem hafa gaman af líflegum æfingum en best er að eiga nokkra diska og nota þá til skipt- is. iris@24stundir.is Líkamsrækt þarf ekki að vera tímafrek Gott að taka á því í stofunni Tímafrekt Erfitt get- ur verið að finna tíma fyrir ræktina Árvakur/Árni Sæberg Össur hf. Orkuhúsið Suðurlandsbraut 34 Sími 515 1300 Nánari upplýsingar: www.ossur.is/unloaderone verkjameðferð án lyfja Unloader® One spelkan veitir nýja möguleika við meðferð á slitgigt í hnjám. Spelkan: • Minnkar álag á slitnum liðum • Minnkar verki • Eykur hreyfifærni Össur_Gigtarfélagsins_AD.indd 1 27.11.2007 13:56:46 Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Aukin orka og sjaldnar kvef 1100 ára reynsla af notkun ætihvannar fær› til nútímans. Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.