24 stundir


24 stundir - 26.02.2008, Qupperneq 32

24 stundir - 26.02.2008, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Icelandic for foreigners Framvegis oferuje kursy nauki języka islandzkiego. New courses starting March 3rd. www.framvegis.is / skraning@framvegis.is / 581 4914 LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is a Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að temja nem- endum þann hugsunargang að þeir hafi alltaf þann möguleika að hugsa hlutina upp á nýtt sjálfir og finna nýjar leiðir og nýjar lausnir. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Ég er búin að vera að vinna á þess- um nótum í skólastarfinu frá því upp úr 1990. Nýsköpunarmenntun kom ekki inn í námskrána sem námsgrein fyrr en með aðalnám- skrá 1999 þannig að þetta er frekar ung námsgrein í skólunum,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Mýrdalshrepps. Kol- brún er meðal fyrirlesara á mál- þingi Félags íslenskra kennara í ný- sköpunar- og frumkvöðlamennt sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 29. febrúar. „Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að temja nemendum þann hugsunargang að þeir hafi alltaf þann möguleika að hugsa hlutina upp á nýtt sjálfir og finna nýjar leiðir og nýjar lausnir,“ segir hún. Hugmyndir spretta af þörf Kolbrún bendir á að góðar hug- myndir spretti af þörf og því sé fyrsta skrefið hjá nemendunum að átta sig á því hver þörfin sé. „Það getur verið eitthvað sem krakkarnir hafa rekið sig á heima hjá sér, eitt- hvað sem er óþægilegt eða eitthvað sem þeim finnst vanta,“ segir Kol- brún. Sem dæmi má nefna að nemendur hafa farið í vettvangs- ferð um þorpið sitt og punktað hjá sér hvað sé gott og hvað megi betur fara. Einnig hafa þeir tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda og hugmyndasamkeppni um miðbæ Reykjavíkur. Ekki drepa neitt niður Börn eru frjó í hugsun og því yf- irleitt dugleg við að velta upp hug- myndum og finna lausnir á vanda- málum hversdagsins. „Það er ekkert óleysanlegt og hluti af þess- ari kennslu er að passa að drepa ekkert niður. Það má líka bulla svo- lítið því að þannig koma kannski nýjar lausnir. Þetta snýst um að hugsa út fyrir rammann,“ segir Kolbrún. Auk þess að hvetja börnin til að finna lausnir á vandamálum í um- hverfi sínu er einnig mikilvægt að sýna þeim hvernig hugmynd getur þróast í vöru í raunveruleikanum. „Hér í Vík erum við til dæmis með lítið iðnfyrirtæki, Víkurprjón sem framleiðir sínar eigin vörur og er með verslun líka. Þangað er hægt að fara með krakkana og leiða þá í gegnum allt ferlið frá því að hug- myndin verður til, gegnum fram- leiðsluferlið og út í búð,“ segir Kol- brún að lokum. Frumkvöðla- og nýsköpunarmennt er ört vaxandi námsgrein Læra að hugsa út fyrir rammann Nýsköpunarmenntun snýst fyrst og fremst um að temja nem- endum þann hugs- unargang að þeir geti sjálfir fundið nýjar leið- ir og lausnir á vanda- málum í umhverfi sínu. Fyrst þurfa þeir þó að átta sig á hver þörfin er. Sköpunarkrafturinn virkjaður Nýsköp- unarmenntun snýst öðrum þræði um að sýna nemendum að þeir geti sjálfir fundið nýjar leiðir og lausnir á vandamálum. ➤ Nýsköpunar- og frum-kvöðlamennt á heima á öllum skólastigum. ➤ Hér á landi hafa kennarar íþessum fræðum stofnað með sér Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frum- kvöðlamennt (FÍKNF). NÝSKÖPUNARMENNT „Þetta er þverfaglegur áfangi þar sem vetni er í aðalhlutverki og lokamarkmiðið er að smíða lítinn fjarstýrðan vetnisdrifinn torfæru- bíl,“ segir Ívar Valbergsson, kenn- ari í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Mikil áhersla er lögð á nýsköpun og frumkvöðlamennt í skólanum og er vetnisáfanginn gott dæmi um það. Nemendurnir eru flestir á náttúrufræðibraut og segir Ívar að þá hreinlega þyrsti í verk- nám. „Þetta er svolítill Akkilesar- hæll hjá okkur að við erum að keyra krakka í gegnum náttúru- fræðibraut og þeir komast aldrei í verknámsáfanga,“ segir Ívar og bendir á að það sé góður undir- búningur til dæmis fyrir þá sem hyggja á nám í verkfræði. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er einnig boðið upp á áfanga þar sem nemendur búa til nytjalist svo sem púsluspil og handtöskur og má því segja að þar renni listin saman við tæknina. Í áfanga í vöruhönnun er hugmynd síðan fylgt eftir til afurð- ar. „Þar búum við til dæmis fyrst til kerti. Síðan búum við til kerta- stjaka, umbúðir utan um þetta og jafnvel lógó. Síðan fara nemend- urnir í stórmarkaði og selja kertin sín,“ segir Ívar. Áhersla á nýsköpun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Hanna fjarstýrðan vetnisbíl Mönnun grunnskólanna – flótti úr kennarastétt? er yfirskrift sam- ráðsfundar foreldra og borgaryfir- valda sem fram fara í sal gamla Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1 í dag, þriðjudaginn 26. febrúar, kl. 12. Á fundinn koma Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, Þorgerður Diðriks- dóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, og Ragnar Þorsteins- son fræðslustjóri auk foreldra og fulltrúa SAMFOKs. Foreldrum gefst tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum og sjónarmiðum á fundinum. Þetta er annar fundurinn af fjórum um skólamál í Reykjavík en sá fyrsti fór fram í nóvember. Samráðsfundir foreldra og borgaryfirvalda Mönnun grunnskóla Fundað um skólamál Foreldrar í Reykjavík geta spurt ráðamenn út í skólamál á hádegisfundi í dag. Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar og Urriðaholt ehf. bjóða til kynningar á nið- urstöðum hugmyndavinnu vegna hönnunar á skóla- og íþrótta- mannvirkjum á Urriðaholti í dag. Kynningin fer fram í Jónshúsi á Sjálandi kl. 16-17. Yfirskrift fundarins er „Nýr skóli – ný hugsun.“ Áhersla verður lögð á sjálfbærni og sterk tengsl við náttúruna í hönnun á skóla- og íþróttamann- virkjum á svæðinu. Enn fremur var leitast við í hugmyndavinn- unni að hanna umhverfi barna og unglinga á heildstæðan hátt. Hugmyndavinnunni var stýrt af starfshópi á vegum Garðabæjar og Urriðaholts, í samstarfi við Mark Dudek arkitekt og Önnu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumann kennarabrautar Kennaraháskóla Íslands og munu þau kynna niðurstöðurnar á fundinum í dag. Hönnun skóla á Urriðaholti

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.