24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 7 Alicante 14 Barcelona 15 Berlín 7 Las Palmas 20 Dublin 8 Frankfurt 7 Glasgow 9 Brussel 7 Hamborg 6 Helsinki 3 Kaupmannahöfn 7 London 10 Madrid 19 Mílanó 16 Montreal 8 Lúxemborg 7 New York 9 Nuuk 0 Orlando 16 Osló 8 Genf 5 París 11 Mallorca 15 Stokkhólmur 6 Þórshöfn 6 Léttir til suðvestanlands. Hiti 3 til 12 stig yfir daginn en búast má við næturfrosti norðaustan til. VEÐRIÐ Í DAG 8 7 3 8 5 Léttir til Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður en smáskúrir á stöku stað sunnan til á landinu. Hætt við þokulofti við sjávarsíðuna. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Suðvesturlandi, en víða næturfrost inn til landsins. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 6 1 5 5 Smáskúrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra hefur falið tveimur fyrrverandi hæstaréttardómurum að fara yfir gögn er varða sprengju- árás sem íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir í Kjúklingastræti í Kabúl í október 2004 og skulu þeir skila skýrslu um málið á komandi sumri. Tvær konur létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Íslenska ríkið hefur ekki greitt bætur til ættingja þeirra sem létust né heldur til þeirra sem særðust í árásinni. Þetta kom fram í svari Ingibjargar við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, um málið. Ekki hefðu verið taldar forsendur til þess að greiða bætur þar eð árásin hafi verið gerð á íslensku friðar- gæsluliðana og manntjón ekki ver- ið af þeirra völdum. Ingibjörg er nýlega komin heim úr ferð til Afganistans. Í kjölfar ferðarinnar hafa skapast nokkrar umræður um starf friðargæslunnar í Afganistan. Ingibjörg segir ástæðu þess að hún hafi ákveðið að fá álit á atburðunum í Kabúl vera þá að ýmsir virðist telja að ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu. „Þetta mál er ítrekað tekið upp í umræðu um störf friðargæslunnar og það er von mín að með þessu getum við metið atvikin svo að haf- ið sé yfir allan vafa að framganga og viðbrögð utanríkisráðuneytisins hafi verið á þann hátt sem þau gátu best orðið.“ freyr@24stundir.is Utanríkisráðherra lætur rannsaka árás á friðargæsluliða í Kabúl Kjúklingastrætisárás könnuð Heimkoma Friðargæslulið- arnir við heimkomuna. „Okkur hafa borist ábendingar um einelti með myndavélarsímum á þessum stöðum þar sem þeir full- orðnu sjá ekki til, á salernum og í sturtuklefum þar sem þolandinn er hvað mest berskjaldaður,“ segir Björk Einisdóttir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla. „Við hvetjum skólayfirvöld til að fylgjast vel með hvað gerist á þess- um stöðum og sömuleiðis foreldra til að ræða við börnin sín um alvar- leika þessara mála.“ Björk telur að víða þurfi að huga betur að aðstöðu nemenda í skólum landsins til að gæta þess að þeir verði ekki fyrir einelti á stöðum eins og salernum. „Grunnskólalögin kveða á um að skólahúsnæðið skuli vera öruggt og það gildir það sama um þessi mál.“ aegir@24stundir.is Einelti með myndavélarfarsímum Þrífst þar sem full- orðnir sjá ekki til Alþjóðahúsið hefur auglýst eftir nýju húsnæði. Að sögn Helgu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa er Alþjóðahúsið fyrir nokkru búið að sprengja núver- andi húsnæði, á Hverfisgötu 18, utan af sér. „Starfsemi Alþjóðahússins hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og starfsmönnum fer sífellt fjölg- andi,“ segir Helga. Ekki hefur enn fundist nýtt húsnæði, en Helga segir stefnt að því að hið nýja húsnæði verði í miðbænum líkt og hið gamla. „Það skiptir okkur miklu að vera miðsvæðis, t.d. til að vera í færi við helstu strætóleiðir.“ Café Cultura, sem hýst er á sama stað og starfsemi Alþjóðahússins, mun ekki flytja með starfseminni, enda er rekstur Culturu óðháður rekstri Alþjóðahússins. Helga segir ekki ákveðið hvort kaffihús verður í nýja húsnæðinu. hos Alþjóðahúsið í heimilisleit Tími nagladekkjanna á þessum vetri er liðinn. Frá og með deg- inum í gær er óheimilt að aka um á negldum dekkjum og búast má við því að lögreglan fari að sekta menn upp úr mánaðamótum. Ekki var þó merkjanleg aukning hjá hjólbarðaþjónustum í gær að sögn starfsmanna. fr Undan með nagladekkin Samninganefnd Icelandair ætlar að svara því á fundi hjá rík- issáttasemjara í dag hvort léð verði máls á því að semja við Fé- lag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, til skemmri tíma en til 30. nóvember 2010 eins og lagt var upp með, að því er Örnólfur Jónsson, formaður samninga- nefndar flugmanna, greinir frá. Flugmenn vilja skammtíma- samning fram á næsta vor vegna óvissunnar í þjóðfélaginu. Á fé- lagsfundi FÍA í síðustu viku var lagt til við samninganefnd félags- ins að hún hæfi undirbúning að verkfalli flugmanna. ibs Funda á ný hjá ríkissáttasemjara Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Í Reykjavík eru um 550 biðstöðvar fyrir strætisvagna og eru strætó- skýli á um 350 þeirra. Þar með bíða farþegar án skjóls fyrir veðri og vindum á um 200 biðstöðvum. Strætóskýli borgarinnar tilheyra þremur aðilum. Reykjavíkurborg sér um kaup á rauðu og gráu skýl- unum en viðhald og rekstur þeirra er í höndum Strætó bs. Þeir síð- arnefndu ráða jafnframt miklu um staðsetningu skýlanna. AFA JCDecaux sér svo um við- hald og rekstur auglýsingaskýlanna svokölluðu og semur um staðsetn- ingu þeirra við Reykjavíkurborg. Farþegum mismunað „Við röðum skýlunum auðvitað eftir farþegafjölda en spurningin snýst um það hvort mismuna eigi farþegum eftir því hvort þeir taka strætó á mikið eða lítið notaðri biðstöð. Okkur líður ekki vel með að mismuna farþegum á þennan hátt, sérstaklega ekki eins og veð- urfarið er hér á landi og myndum heldur vilja að skýli væru á öllum stöðvum,“ segir Einar Kristjáns- son, sviðsstjóri þjónustusviðs Strætó bs. Ætlar að fjölga skýlunum Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri, sem verið hefur talsmaður betra aðgengis í strætó og lægri gjalda, segir sjálfsagt að fjölga strætóskýlum borgarinnar. „Það er augljóst að ef við ætlum að bæta aðgengi að strætó þurfum við bæði að auka tíðni ferða og bæta aðgengi farþega. Við í meirihlutanum leggjum mikla áherslu á að efla vistvænar samgöngur og því tilheyrir að fjölga strætóskýlum. Svo að já, við ætlum okkur að gera þetta,“ segir hann. Ólafur tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér þetta mál og ætli að skoða hvort nú þegar sé unnið að fjölgun skýla í borginni. Jafnframt segist hann ekki vita hve- nær skýlunum verður fjölgað. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Ekkert skýli á 200 biðstöðvum  Strætó bs. líður ekki vel með að mismuna farþegum í íslenskri veðráttu  „Sjálfsagður hlutur að fjölga skýlum,“ segir borgarstjóri Veður Fólk bíður eftir strætó í íslensku vetrarveðri ➤ Í borginni eru um 140 rauðskýli og um 70 rauð skýli. Rekstur þeirra er á ábyrgð Strætó bs. ➤ Jafnframt eru um 140 grænskýli sem kölluð eru auglýs- ingaskýli. Þau eru í umsjá AFA JCDecaux. Um þau samdi borgin við AFA árið 1998 til tuttugu ára. STRÆTÓSKÝLI STUTT ● Eldsneyti Eldsneytisverð hefur hækkað hér á landi síð- ustu daga. Lítrinn af bensíni hefur hækkað um tvær krón- ur hjá flestum olíufélögum og er algengt verð 149,60 krón- ur. Verð á dísilolíu hefur hækkað um eina krónu og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 159,50 krónur. ● Sinubruni Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins barst til- kynning um sinubruna í Grafarvogi í gær. Einn bíll var sendur á vettvang, og hafði töluverður reykur myndast vegna brunans. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.