24 stundir - 17.04.2008, Síða 6
TILBOÐ FYRIR ALLA FÉLAGA
Í VILDARKLÚBBI ICELANDAIR
Dagana 16.–18. apríl bjóðum við öllum okkar
félögum 50% afslátt af flugi þegar greitt
er með Vildarpunktum.
Ferðatímabil er til og með 31. desember.
Bókunum lýkur föstudaginn 18. apríl kl. 17:00.
Tilboðið bókast inn á www.vildarklubbur.is.
Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir.
Flugvallarskattar ekki innifaldir.
Evrópa 19.–21.000 Vildarpunktar
Bandaríkin 25.–30.000 Vildarpunktar
Kanada 25.000 Vildarpunktar
* Tilboðið gildir ekki til Barcelona, Mílanó og Madrid.
+ Skilmálar og allar nánari upplýsingar
á www.vildarklubbur.is.
FLUG FYRIR
HELMINGI
FÆRRI
VILDAR-
PUNKTA*
– TAKMARKAÐ
SÆTAFRAMBOÐ
Vildarklúbbur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.IS
IC
E
41980
04
/08
WWW.VILDARKLUBBU
R.IS
Vegna mikils álags á símkerfinu,
bendum við á www.vildarklubbur.is
hefur staðið ókláraður í tugi ára.
Það er talað um að kostnaður við
að kaupa hann og standsetja verði
að lágmarki um 290 til 300 millj-
ónir króna,“ segir Ragnheiður
Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborg-
ar.
Útilokar ekki neitt
Ragnheiður segir að þó tillaga
sjálfstæðismanna hafi verið felld á
síðasta bæjarstjórnarfundi sveitar-
félagsins hafi ekki verið ákveðið að
útiloka kaup á salnum.
„Áður en við ráðumst í svona
fjárfestingu viljum við líta yfir völl-
inn til að sjá hvað hér sé í gangi,
hvað sé til af húsnæði og hvað fólki
finnst vanta. Við viljum gera vel en
það er mjög mikilvægt að þörfinni
sé mætt þegar ráðist verður í jafn
viðamikið verkefni.Við höfum ekki
útilokað kaup á menningarsalnum.“
Að sögn Ragnheiðar mun um-
rædd nefnd RHA skila áliti sínu
fyrir næsta haust.
➤ Heildarstærð húsnæðisins ersamkvæmt fasteignamati
1365 fermetrar.
➤ Stærð salarins er 650 fermetr-ar með sviði og er 300 fer-
metra kjallari undir salnum.
MENNINGARSALURINN
24stundir/Árni Sæberg
Sjálfstæðismenn í Árborg vilja kaupa menningarsal Hótels Sel-
foss Kaup sveitarfélagsins á menningarhúsi er í þarfagreiningu
Salurinn skuli
keyptur strax
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
„Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt
að sveitarfélagið láti gera þarfa-
greiningu fyrir sig áður en ráðist er
í jafn mikla fjárfestingu og menn-
ingarhús vissulega er, en tækifærið
er fyrir hendi við dyrnar hjá bæj-
arstjórninni og það gæti glatast ef
ekki verður brugðist við fljótlega.“
Þetta segir Eyþór Arnalds, odd-
viti sjálfstæðismanna, sem mynda
minnihluta í bæjarstjórn Árborgar.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar lögðu
sjálfstæðismenn fram tillögu um
að gengið yrði til viðræðna við eig-
endur Hótels Selfoss um kaup á
rúmlega þrettán hundruð fermetra
menningarsal hótelsins, sem staðið
hefur ókláraður síðan 1984. Til-
lögu sjálfstæðismanna var hafnað.
„Það hafa verið uppi ýmsar hug-
myndir um nýtingu á salnum og ég
tel að við gætum misst af þessu
tækifæri á meðan við bíðum eftir
að nefnd á Akureyri skili áliti um
menningarhús á Selfossi.“
Bæjarstjórn Árborgar óskaði eft-
ir því á haustdögum að nefnd á
vegum Rannsókna- og þróunar-
miðstöðvar Háskólans á Akureyri
ynni þarfagreiningu á menningar-
húsi í sveitarfélaginu.
Salurinn falur fyrir 90 milljónir
Samkvæmt heimildum 24
stunda er salur Hótels Selfoss falur
fyrir um níutíu milljónir króna
sem myndi verðleggjast sem 66
þúsund krónur á fermetrann. Þá
hafa verið uppi hugmyndir um að
bærinn geti greitt fyrir salinn með
því að fella niður fasteignagjöld af
hótelinu í nokkur ár. Þannig kæm-
ist sveitarfélagið hjá því að taka lán
fyrir menningarsalnum.
„Salurinn er fokheldur og hann
Biðstaða Bæjarstjórn Árborg-
ar útilokar ekki að kaupa menn-
ingarsal Hótels Selfoss þegar
þarfagreining liggur fyrir.
6 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
Atvinnubílstjórar söfnuðust
saman fyrir utan Alþingishúsið síð-
degis í gær til að minna á að þeir
séu ekki hættir andófi gegn háu
eldsneytisverði og efndu til kyrrð-
arstundar eins og einn þeirra kall-
aði mótmælin.
Eins og nafnið gefur til kynna
voru mótmælin afar friðsamleg en
um tíu sendibílar voru fyrir utan
Alþingi þegar mest var.
Lögregla mætti á svæðið þegar
skammt var liðið á mótmælin og
ritaði hjá sér númer bílanna.
Skömmu síðar var sendibílunum
ekið á brott um leið og bílstjórarnir
þeyttu flautur.
Þess má geta að stofnfundur
hagsmunasamtaka flutningabíl-
stjóra verður haldinn á morgun en
þeir hafa unnið að stofnun þeirra
undanfarið. mbl.is
Bílstjórar efndu til kyrrðarstundar
Söfnuðust saman
fyrir utan Alþingi
Á fyrstu 102 dögum þessa
árs voru 6955 ökutæki ný-
skráð hér á landi. Í fyrra
voru 5999 ökutæki ný-
skráð eftir jafn marga
skráningardaga og hefur
því nýskráðum ökutækj-
um fjölgað um 15,9% á
milli ára.
Fyrstu 53 daga ársins
hafði nýskráning öku-
tækja hins vegar aukist
um 46,8% miðað við sama tíma í fyrra og virðist því heldur vera að
draga úr aukningunni, segir á heimasíðu Umferðarstofu.
Sama má sjá í eigendaskiptum ökutækja, því þeim hefur fækkað á milli
ára. Voru skráð eigendaskipti 26402 á fyrstu 102 dögum ársins en
26773 á sama tímabili í fyrra. Þar með hefur orðið 1,4% samdráttur í
eigendaskiptum. Fyrstu 53 daga ársins var þó 2,6% aukning í eig-
endaskiptum miðað við í fyrra. þkþ
Nýskráðum bílum fjölgar
„Ég hélt að þetta væri orðið hallærislegt í dag,
ég hélt að það væri tilfinningin. Ég leyfi mér að
trúa því að þetta séu leifar af fortíðinni,“ segir
Ólafur Rafnsson, forseti Íþróttasambands Ís-
lands, um nektardans á karlakvöldi sem félagar
í Hestamannafélaginu Herði héldu síðastliðna
helgi og 24 stundir sögðu frá á þriðjudag.
„Þeir verða að svara fyrir þetta sjálfir en mér
finnst þetta ekki til fyrirmyndar og þetta er
íþróttahreyfingunni ekki þóknanlegt undir
merkjum hennar,“ segir hann en tekur að öðru
leyti undir orð Líneyjar og Stefáns á þriðjudag.
Hélt að strippið þætti hallærislegt
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
segjast allir sem einn ekki vita hvers
konar fyrirtæki styrktu síðustu
prófkjörsbaráttu þeirra, enda hafi
þeir skipað nefnd til að afla sér fjár
til að geta staðið í baráttunni.
Þetta kemur fram í svörum
borgarfulltrúa við fyrirspurn 24
stunda um hvort þeir hafi þegið
styrki frá byggingarfélögum, verk-
tökum, verkfræðistofum og arki-
tektastofum vegna prófkjörs fyrir
kosningarnar 2006.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokks, segist hafa þeg-
ið styrki frá fyrirtækjum úr áður-
nefndum geirum til að fjármagna
prófkjör fyrir síðustu borgarstjórn-
arkosningar. Hann vildi þó ekki
gefa upp nöfn þeirra, til að draga
þau ekki inn í pólitíska umræðu.
Dagur gefur ekki upp
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, vildi ekki
gefa upplýsingar um hverjir hafi
styrkt síðasta prófkjör hans, þar
sem það átti sér stað fyrir daga laga
um fjármál stjórnmálaflokka og
ekki sé hefð fyrir slíkri upplýsinga-
gjöf.
Aðrir borgarfulltrúar Samfylk-
ingar segjast ekki hafa þegið fé frá
umræddum fyrirtækjum og sama
gildir um báða borgarfulltrúa
Vinstri grænna.
Samkvæmt lögum um fjármál
stjórnmálasamtaka og frambjóð-
enda frá því í desember 2006 skulu
frambjóðendur tilkynna Ríkisend-
urskoðun um nöfn allra lögaðila
sem veita framlög til kosningabar-
áttu þeirra. Hámarksstyrkur er 300
þúsund krónur.
hlynur@24stundir.is
Spurt um styrki frá byggingariðnaðinum
Vita ekki hverjir
styrktu prófkjörin