24 stundir - 17.04.2008, Side 11

24 stundir - 17.04.2008, Side 11
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 11 Nýjar 1 lítra umbúðir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið fyrir mál hins 43 ára Patricks Kennedys, sem sakfelldur var fyrir að nauðga átta ára stjúpdóttur sinni árið 1998. Kennedy var dæmdur til dauða fyrir verknaðinn af dómstól í Louisianaríki. Halda lögfræðingar Kennedys því fram að aftöku skuli ekki beita í málum þar sem fórn- arlambið lifir af. Vísa þeir til ákvörðunar hæstaréttar frá árinu 1977, þar sem kveðið er á um að dauðarefsingar eigi ekki við í nauðgunarmálum. Segja lögfræðingarnir að hið sama hljóti að eiga við þótt börn eigi í hlut. aij Frumburðir bera meginþunga af agaviðurlögum foreldra sinna, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar sem birtist í Economic Journal. Komust vísindamenn að því að yngri börn í fjölskyldu þyrftu mun sjaldnar að þola refsingu en þau elstu. Leiðir þetta til þess að öðru, þriðja og fjórða barni í fjölskyldu hættir til að leiðast af réttri braut þegar aldurinn færist yf- ir. Segja skýrsluhöfundar þau líklegri til að hætta í skóla, neyta áfengis eða eiturlyfja eða eignast börn á tánings- aldri. aij Sex daga opinberri heimsókn Benedikts páfa sextánda til Bandaríkjanna stendur yfir um þessar mundir. Banda- ríkjaforseti, George Bush, tók páfa fagnandi við komuna til landsins. Þetta er fyrsta heimsókn Benedikts til Bandaríkjanna síðan hann varð páfi. Auk þess fagnar hann í ferðinni tvenn- um persónulegum tímamót- um – í gær varð hann 81 árs og á laugardaginn eru 3 ár síð- an hann settist í páfastól. Í til- efni afmælisins þáði páfi há- degisverð með forsetanum. aij Bandaríkin Má drepa barnaníðinga? Agi í fjölskyldum Elstu börnum refsað mest Páfi í Bandaríkjareisu Höfðingjar hittast Andris Piebalgs, sem er æðsti yfirmaður orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, undirstrikaði í vikunni nauðsyn þess að auka hlut kjarnorku í framleiðslu raf- magns til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda í Evrópu. Sagði hann kjarnorkuna aukinheldur til þess fallna að gera álfuna óháðari síhækkandi olíuverði. Piebalgs kom með þessar yfirlýsingar á fundi evrópskra kjarnorkuframleiðenda í Brussel. Hann lagði ríka áherslu á að styrkja þyrfti samstarf Evrópuríkja á sviði öryggis- mála kjarnorkuvera og meðhöndlunar geisla- virks úrgangs. „Við verðum að átta okkur á því að breyt- inga er þörf þegar fyrirséð er að olíuverð verði hátt til framtíðar,“ segir Piebalgs. „Sam- spil framboðs og eftirspurnar í dag leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs.“ Piebalgs segir Evrópusambandið þurfa að búa sig undir umtalsverða fjárfestingu í nýj- um orkuverum á næstu árum, eftir því sem orkunotkun eykst og gömul orkuver úreldast. Telur Piebalgs ennfremur blikur á lofti um að Rússland, sem sér Evrópu fyrir stórum hluta olíu sinnar, hafi náð framleiðsluhá- marki á síðustu árum. Héðan í frá geti því verið að olíuframleiðsla Rússlands dragist saman ár frá ári, sem hljóti að hvetja þjóðir Evrópu til að leita annarra leiða til að tryggja orkuöryggi sitt. Nýútgefnar tölur sýna að útflutningur olíu frá Rússlandi dróst saman um eitt prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Af því tilefni sagði Leóníd Fedún, varaforseti Lukoil, blaðamanni Wall Street Journal að hann óttaðist að sú þróun myndi halda áfram. andresingi@24stundir.is Baráttan gegn hlýnun jarðar gæti krafist aukinnar áherslu á aðra orkugjafa Kallað eftir aukinni kjarnorku í Evrópu

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.