24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Abbas er að leita fjárstuðnings Rússlands. Í staðinn hjálpar hann til við að bæta ímynd Rússlands með því að fallast á friðarviðræður. Alexei Malashenko, Carnegiemiðstöðinni í Moskvu. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, er nú í þriggja daga heimsókn í Moskvu. Er talið að hann muni ræða við rússneska ráðamenn um skipulagningu við- ræðna um frið í Mið-Aust- urlöndum, sem Rússar hafa gefið til kynna að þeir vilji halda í júní. Yrðu þær viðræður í beinu fram- haldi af fundi deiluaðila í Anna- polis í nóvember síðastliðnum. Rússland er einn meðlima Mið- Austurlandakvartettsins, hóps sem leitast við að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Að auki eiga þar sæti Bandaríkin, Evrópusam- bandið og Sameinuðu þjóðirnar. Ísraelar hafa lagst gegn því að Hamas-samtökin eigi aðild að friðarviðræðum, og hafa þrír meðlima kvartettsins fallist á þá kröfu. Heimsókn Abbas til Rúss- lands kyndir undir því að Rússar skjóti ekki fyrir það loku að rödd Hamas fái að heyrast. Sergei Vershinin, deildarstjóri í rússneska utanríkisráðuneytinu, segir svo ekki vera. „Það er ekki til umræðu að bjóða Hamas á fund í Moskvu,“ hefur Interfax eftir Vershinin. aij Hornsteinn að friðarvið- ræðum Nýlentur Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, lenti í Moskvu í gær. Hann hyggst ræða friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs við rússneska ráðamenn í dag. Barnalán ljóna Þriggja vikna ljónshúnarnir tóku á móti ljósmyndurum í Kronesirkusinum í Freising í suðurhluta Þýskalands. Konungleg þingsetning Spænska konungsfjölskyldan virðir fyrir sér heiðursvörð hersins fyrir utan þinghúsið í Madríd í athöfn sem haldin var vegna setningar nýs þings. Beðið eftir strætó Stjórnvöld Sameinuðu arabísku furstadæmanna lýstu í gær yfir áhyggjum sínum af félagslegum afleiðingum þess að vera með of stóra hópa fólks af erlendum uppruna innan landsins. Barnalán Belga Bakari mætti glaður í bragði með tertu handa nýfæddri prinsessu. Matthildur, eiginkona Filippusar krónprins Belgíu, ól dótturina Elenóru í gær. AFP

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.