24 stundir


24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 28

24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir Aðalfundur 2008 Aðalfundur Félags bókagerðarmanna verður haldinn á Grand Hótel v/Sigtún laugardaginn 19. apríl kl. 10:00. Reikningar, fundargerðir, tillögur um lagabreytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu FBM frá og með 10. apríl 2008. Boðinn verður morgunverður milli kl. 9:00 og 10:00 og einnig matur í fundarhléi. Reykjavík, 29. mars 2008, Stjórn Félags bókagerðarmanna In g u n n Þr ái n sd ó tt ir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is „Gott er að vera búinn að áætla magn þannig að allir fái örugglega nóg. Það borgar sig að setjast niður í smástund og skrifa matseðilinn og ekki gleyma meðlætinu. Sem dæmi þá eru 400 g af kjöti á mann örugglega nóg, ein og hálf bökuð kartafla, 60-80 g af salati og 40 g af grilldressingum,“ segir Arinbjörn. Gas eða kol? Spurningin um gasgrill eða ko- lagrill kemur alltaf upp á vorin en að sögn Arinbjörns er þetta spurn- ing um þægindi. „Það er alltaf ákveðin stemning að grilla á kolag- rilli og vissulega er ákveðið bragð af matnum vegna kolanna. Hins veg- ar fylgir þessu ákveðið bras sem gott er að losna við með því að nota gasgrillin. Þau eru fljót að hitna og frágangur eftir grillið er mun minni. Þegar kemur að því að setja matinn á grillið er hitinn aðal- atriðið. Grillið þarf að hita mjög vel áður en kjötið er sett á til þess að koma í veg fyrir að það festist við grindurnar. Þegar kveikt er á grillinu er gott að loka því og leyfa því að hitna í 10-15 mínútur þann- ig að grindurnar og steinkolin séu orðin vel heit. Ef grillmaturinn er settur á um leið og kveikt er á grill- inu soðnar hann frekar en grillast og það tekur í heildina lengri tíma. Eins er gott að loka heitu grillinu í fimm mínútur þegar búið er að grilla. Þá er mun auðveldara að þrífa grindurnar,“ segir Arinbjörn. Alltaf hægt að grilla Gasgrillin hafa gert það að verk- um að hægt er að grilla nánast allt árið um kring. „Ef kalt er í veðri tekur það grillið lengri tíma að hitna og það nær kannski ekki þeim hita sem til þarf svo best verði á kosið. Hins vegar eru grillin í dag flest það öflug að það á að vera hægt að grilla í nánast hvaða veðri sem er. Grillin eru því ekki vanda- málið, frekar að manneskjan við grillið sé ekki tilbúin að standa yfir grillinu í skítakulda,“ segir Arin- björn að lokum. Grillveislan heppnast best ef gætt er að undirbúningnum Mikilvægt að hita grillið mjög vel Grillveislur eru alltaf sér- staklega skemmtilegar en ýmislegt þarf að hafa í huga áður en gestum er boðið að setjast við mat- arborðið. Greifinn á Ak- ureyri hefur um árabil rekið grillþjónustu og Ar- inbjörn Þórarinsson, einn af eigendum Greifans, segir að mikilvægast sé að gæta að magninu. Grillari Arinbjörn rekur grillþjónustu Greifans en þar grilla sérfræðingarnir. ➤ Grillþjónusta Greifans gefurmöguleika á að halda veislur næstum hvar sem er. ➤ Hægt er að setja upp slíkarveislur í tengslum við ráð- stefnur, fundi, hvataferðir eða nánast af hvaða tilefni sem er. ➤ Nánari upplýsingar áwww.greifinn.is. GREIFINN Allir góðir grillarar þurfa nýjar og ferskar uppskriftir til að heilla matargesti. Þessar uppskriftir er að finna á vefsíðunni www.noatun.is. Grillaður sinnepsgljáður lax 800 g lax, laxaflak, beinhreinsað með roði pipar, nýmalaður 3 msk. púðursykur 2 msk. Dijon-sinnep 2 msk. sojasósa 1,5 msk. rauðvínsedik eða bal- samedik Leiðbeiningar: Laxinum er skipt í fjögur stykki og þau krydduð með dálitlum pip- ar. Púðursykri, sinnepi og sojasósu blandað saman og laxinn pensl- aður með gljáanum. Laxastykkin grilluð í 3-4 mínútur á hvorri hlið (fyrst með roðhliðina upp), pensluð aftur og snúið. Laxinn er grillaður þar til hann er eldaður í gegn en þá færður á fat. Edik hrært saman við það sem eftir er af gljá- anum og dreypt yfir laxinn. Grilluð T-bone steik T-bone steikur (2x600 g) salt pipar Leiðbeiningar: Takið kjötið úr kæli minnst þremur tímum áður en það er grillað, því þannig næst jafnari steiking. Skerið í gegnum sinina á kjötinu á tveimur stöðum (hægt er að biðja um það í kjötborði Nóa- túns). Hitið grillið mjög vel og grillið kjötið í 3 mínútur á hvorri hlið á mesta hita. Lækkið þá hitann og grillið áfram í 5-7 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Berið steikurnar fram með kaldri Nóatúns-villisveppasósu, fersku salati og bökuðum Duches- kartöflum. iris@24stundir.is Girnilegar grilluppskriftir Grillaður lax og gómsæt steik Internetið er ómissandi í nútímasamfélagi enda er þar hægt að fá svör við flestum spurningum sem á okkur brenna. Grillarar geta til dæmis fengið nær endalausar hugmyndir að grillréttum með því einu að fara á google.is. Sláið grilluppskriftir í leitarvél- ina. Einnig er gott að leita undir „grillmatur“ og „barbeque recipes“. Grillað með Google VORIÐGRILLIÐ lifsstill@24stundir.is a Það er alltaf ákveðin stemning að grilla á kolagrilli og vissulega er ákveðið bragð af matnum vegna kolanna.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.