24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 31
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 31
SLYS Á BÖRNUM
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Samhliða því að snjór hverfur af
götum og veturinn hörfar undan
vorinu fjölgar börnum að leik jafnt í
görðum sem á almennum leiksvæð-
um. Þó að útivera og hreyfing geri
börnum almennt gott er mikilvægt
að huga að örygginu því annars er
hætt við að illa fari. Sigrún A. Þor-
steinsdóttir, sviðsstjóri slysavarna-
sviðs Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, segir að slys sem tengjast
trampólínum séu algeng sem og
slys sem tengjast reiðhjólum, hjóla-
brettum, línuskautum og öðrum
slíkum tækjum. Hún mælir með
því að fólk fari eftir leiðbeiningum
framleiðenda og noti þann örygg-
isbúnað sem mælt er með.
Öryggisnetið mikilvægt
„Það þarf að vera hlíf yfir gorm-
unum og öryggisnet í kringum
trampólínið. Maður kaupir yfirleitt
öryggisnetið sér og því miður eru
margir sem spara sér þann kostn-
að,“ segir Sigrún. „Það skiptir mjög
miklu máli að vera ekki með tram-
pólínið nálægt hlutum sem krakkar
geta dottið á svo sem húsveggjum
eða stórum steinum. Maður verður
líka að reyna að hafa stjórn á því
hversu margir nota trampólínið í
einu. Það verða svo mörg slys þegar
margir eru að hoppa í einu,“ segir
Sigrún.
Koma misvel undan vetri
Slysavarnafélagið gerir reglulega
úttekt á opinberum leiksvæðum.
„Það er mjög mismunandi hvernig
leiksvæði koma undan vetri. Und-
irlagið er orðið mjög dapurlegt á
mörgum stöðum og mikið af
stórum steinum, grjóti, flöskum og
rusli á leiksvæðinu sem krakkar
geta meitt sig á,“ segir Sigrún og
bætir við að leiktæki séu oft illa leik-
in eftir veturinn. „Maður sér jafnvel
nagla standa niður úr húsum sem
standa á leiksvæðum. Oft eru þetta
hlutir sem þarf ekki mikið til að lag-
færa,“ segir Sigrún að lokum.
Huga þarf að öryggi og ástandi leiksvæða eftir veturinn
Leiksvæðið búið
undir sumarið
Trampólín Að hoppa á
trampólíni er góð og holl
hreyfing en mikilvægt er að
hafa öryggismálin í lagi.
Huga þarf reglulega að
öryggi og ástandi leik-
tækja, ekki síst nú þeg-
ar sumarið er á næsta
leiti og börn leika sér í
auknum mæli utandyra.
Oft þarf ekki að gera
mikið til að draga úr
hættu á slysum.
➤ Algengast er að slys á börn-um á aldrinum 1-4 ára eigi sér
stað inni á heimilinu.
➤ Eldri börn slasa sig aftur ámóti frekar utandyra og þá
gjarnan í leikjum og íþrótt-
um.
Senn fyllast götur á ný af börnum á reiðhjólum, hlaupahjólum, línu-
skautum, hjólabrettum og öðrum farartækjum. Þó að þau bjóði upp á
góða hreyfingu og útiveru er skynsamlegt að huga að örygginu áður en
lagt er í hann, til dæmis með því að setja upp hlífðarhjálm og hlífar.
Slíkur búnaður getur dregið úr áverkum og jafnvel komið í veg fyrir
slys.
Á þessum árstíma er víða mikið af smásteinum á gangstéttum og
göngustígum eftir veturinn. Þeir sem eru á hlaupahjólum, hjólaskóm
og línuskautum þurfa sérstaklega að gæta sín á þeim enda auka þeir
líkurnar á að þeir detti og meiði sig.
Hjólin dregin úr geymslunni
Þegar leiktæki eru yfirfarin er
sérstaklega mikilvægt að athuga
ástand slitflata og annarra hluta
þeirra sem eru undir miklu álagi.
Þannig ættu menn að skoða efstu
hlekki í rólum sem og þá sem eru
næstir setunni og legur í vegasölt-
um þar sem mestur núningur er.
Gott er að huga að ryði og öðru
sliti og ganga úr skugga um að
hvergi skagi oddhvassir hlutir út.
Farið yfir leik-
tækin að vori
Mannræktarsamtökin Art of Living standa fyrir kynningardögum á
öndunartækni í Rósinni, Bolholti 4, 4. hæð. Kynningin fer fram föstu-
daginn 18. apríl kl. 19-22, laugardaginn 19. apríl kl. 09-11 og sunnu-
daginn 20. apríl kl. 10-12. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kostnaður er 6.000 kr. fyrir alla tímana en 2.500 kr. fyrir einn dag.
Vikuna 22. apríl til 26. apríl standa samtökin síðan fyrir sex daga önd-
unarnámskeiði. Námskeiðunum er ætlað að hreinsa hugann, losa um
streitu, auka skerpuna og auka gleði og ánægju.
Kynning á öndunartækni
Full búð af
sumarvörum
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið alla daga 11.00-22.00
Rýmingarsala!
Verslunin flytur í nýtt og enn
glæsilegra húsnæði
25-40% afsláttur af völdum vörum
Allt á að seljast
Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is