24 stundir - 17.04.2008, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Sérstaklega á ég von á að Rússarnir
og Úsbekarnir eigi eftir að reynast
okkur erfiðir andstæðingar enda firna-
sterkir glímukappar.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Fyrsta heimsmeistaramótið í ís-
lenskri glímu verður haldið í Dan-
mörku dagana 10. og 11. ágúst, og
hafa keppendur frá 10 þjóðlöndum
í þremur heimsálfum þegar boðað
þátttöku sína. Auk Íslands taka þátt
glímukappar frá Kamerún, Dan-
mörku, Hollandi, Kirgistan, Níger,
Rússlandi, Svíþjóð, Úsbekistan og
Þýskalandi.
Lárus Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Glímusambands Ís-
lands, segist eiga von á harðri
keppni enda frambærilegir glímu-
menn frá öllum löndunum. „Sér-
staklega á ég von á að Rússarnir og
Úsbekarnir eigi eftir að reynast
okkur erfiðir andstæðingar enda
firnasterkir glímukappar. Þeir eru
þjálfaðir í beltaglímu sem er ekki
ósvipuð íslensku glímunni, og hið
sama gildir um keppendur frá hin-
um löndunum. Á Norðurlöndum
er þó slatti af fólki sem hefur æft ís-
lenska glímu frá grunni og náð
góðum tökum á henni,“ segir hann
og bætir því við að stefnan sé að
senda þrjá íslenska keppendur í
hverjum þyngdarflokki hjá báðum
kynjum.
Glíman í útrás
Keppendur frá 10 þjóðlöndum mæta til leiks á fyrsta heims-
meistaramótinu í íslenskri glímu í Danmörku í sumar
Íslensk glíma Frá al-
þjóðlegu glímumóti í
Þróttarhúsinu við Laug-
ardal síðasta haust.
Stefnt á toppinn
Í kvennaflokki er keppt í þremur
þyngdarflokkum og í karlaflokki
sex, þannig að í heildina má gera
ráð fyrir að 27 keppendur fari til
Danmerkur og keppi fyrir Íslands
hönd. „Það er ekki komið á hreint
hverjir það verða sem fara enda er
hér mikill fjöldi sterkra glímu-
kappa í öllum flokkum. Vitaskuld
stefnum við að því að ná bestum
árangri allra þjóða á þessu fyrsta
heimsmeistaramóti í íslenskri
glímu, en það er þó alls ekkert gefið
í þeim efnum,“ segir hann.
Glíman fari sem víðast
Draumurinn er að sjálfsögðu sá
að íslenska glíman nái fótfestu í
sem allra flestum löndum. „Við
höfum verið að kynna hana í
nokkrum Evrópulöndum og feng-
ið góðar viðtökur. Peningar eru
auðvitað af skornum skammti en
við stefnum að því að reyna að fara
sem víðast.“
Þær Ragna Ingólfsdóttir og
Tinna Helgadóttir komust
báðar áfram í 2. umferð í ein-
liðaleik á Evrópumótinu í
badminton í Danmörku í gær.
Þá komust Helgi Jóhannesson
og Tinna Helgadóttir í 3. um-
ferð í tvenndarleik.
Hnitspilarar
áfram á EM
Innkaupastjóri Real Madrid,gamla kempan PredragMijatovic, segir það
ómögulegt að
lokka Cris-
tiano Ronaldo
til liðsins. Mi-
jatovic hafði
vonast til að
Ronaldo yrði
andlit liðsins, líkt og Zidane
hafi verið á sínum tíma. „Það
virðist ekki vera raunhæft að fá
hann, því miður.“
Spænski landsliðsmaðurinnDavid Villa, sem skorarmörkin
fyrir Valencia á
Spáni, segist
helst vilja fara
til Arsenal fari
hann á annað
borð til Eng-
lands. „Þeir spila frábæran
einnar snertingar fótbolta með
hröðum skyndisóknum, maður
hlýtur að hrífast af slíku.“
Miðvallarleikmaður Hamborg-
ar, Hollendingurinn Rafael Van
der Vaart, vonast til að fara frá
liðinu í sumar,
en Chelsea er
talið vilja fá
leikmanninn í
sínar raðir. „Ég
vildi helst fá
þessi mál á
hreint sem fyrst. Ég er metn-
aðarfullur og vil fá tækifæri til
að vinna titla.“
Besti kylfingur heims, Tiger
Woods, mun ekki fá neina
fugla á næstunni, nema þá í
kvöldmat. Verður hann frá
keppni í um sex vikur sökum
meiðsla á hné, en hann gekkst
undir aðgerð síðastliðinn
þriðjudag og þarf góðan tíma
til að jafna sig.
Tiger meiddur
SKEYTIN INN
Vallý s.510 3728
Böddi s.510 3726
atvinna@24stundir.is
PANTAÐU GOTT PLÁSS Í TÍMA
ATVINNUBLAÐ