24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Án ástar er heimurinn grafhýsi. Robert Browning Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Mikael Torfason rithöfundur hefur stofnað bókaforlagið GKJ útgáfu, en stafir fyrirtækisins eru upphafs- stafir í nöfnum barna hans, Gabrí- els, Kristínar og Jóels. Fyrsta bókin sem hann gefur út er kiljuútgáfa af fyrstu skáldsögu hans Falskur fugl sem vakti töluverða athygli við út- komu árið 1997. Aðrar eldri bæk- ur Mikaels eru síðan væntanlegar í kiljuútgáfum á næsta ári. Í útlegð frá fjölmiðlum Mikael var á sínum tíma rit- stjóri DV og síðar yfirritstjóri tímaritaútgáfunnar Birtings en hefur nú tekið sér frí frá fjölmiðla- störfum. „Ég er í sjálfskipaðri út- legð frá fjölmiðlum. Eins og stað- an er í dag þá hef ég andstyggð á fjölmiðlum og andstyggð á sjálfum mér í fjölmiðlum,“ segir hann. „Þegar ég hætti hjá Birtingi lagðist ég undir feld og hugsaði: Hvernig á ég að sjá fyrir mér? Ég er ekki áskrifandi að starfslaunum rithöf- unda og verð líklega seint. Ég ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti gefið út eigin verk og til að það borgi sig gef ég einnig út nokkur erlend verk og þýði þau sjálfur. Ég er aðdáandi alls konar bóka og finnst vanta góðar viðskipta- bækur á íslensku og þýddi því bók, Warren Buffett-aðferðin, um uppáhaldsmilljarðamæringinn minn, Warren Buffett, þar sem er fjallað um fjárfestingar hans. Hann er forstjóri eins besta hluta- félags í heimi, Berkshire Hat- haway, en borgar sér 600.000 ís- lenskar krónur í laun á mánuði. Íslenskir auðjöfrar mættu taka hann sér til fyrirmyndar. Ég ætla að gefa út fleiri bækur af þessu tagi sem mér þykja gott innlegg í um- ræðuna. Ég ætla sannarlega ekki að fara að yfirbjóða önnur forlög í kapphlaupi um að gefa út annan Flugdrekahlaupara.“ Bók um verðbréfaguttann Mikael er að vinna að skáldsögu sem hann segist vonast til að komi út fyrir næstu jól hjá forlagi hans. „Þessi skáldsaga fjallar um mann sem missir æruna vegna vanrækslu vegna vörsluskatta og fer í sam- félagsþjónustu. Ef falskur fugl er spennubók um ungmenni í fíkni- efnum þá er þetta spennubók um verðbréfaguttann. En allt er þar með mínum hætti. Ég er ekki að endurskrifa The Firm. Ég vil skrifa ögrandi samfélagslegar bækur og fæ bara hugmyndir að þannig bókum,“ segir hann. Falskur fugl mun senn verða að kvikmynd sem Þór Ómar Jónsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson skrifar handrit að. „Eins gaman og ég hef af sjálfum mér þá fannst mér fullmikið að skrifa handritið sjálfur,“ segir Mikael. „Jón Atli er mjög góður vinur minn og ég treysti honum fullkomlega fyrir handritinu. Ég kem ekki nálægt þessari mynd að öðru leyti en því að ég er í klappliðinu.“ 24stundir/Golli Vil skrifa ögrandi bækur Mikael Torfason rithöf- undur hefur stofnað bókaforlag. Ný skáld- saga, spennusaga um verðbréfagutta, er vænt- anleg frá honum fyrir jól og skáldsaga hans, Falsk- ur fugl, er að verða að kvikmynd. ➤ Mikael Torfason hefur sentfrá sér fjórar skáldsögur, Falskur fugl (1997), Saga af stúlku (1998), Heimsins heimskasti pabbi (2000) og Samúel (2002). ➤ Falskur fugl fjallar um hinnsextán ára gamla Arnald Gunnlaugsson sem er illa truflaður á geði. ➤ Árið 2002 leikstýrði Mikaelkvikmyndinni Gemsar eftir eigin handriti. MAÐURINN Mikael Torfason stofnar bókaforlag Mikael Torfason „Ég vil skrifa ögrandi samfélagslegar bækur og fæ bara hugmyndir að þannig bókum.“ En það breytir því ekki, að sýn- ingin er buguð af þessu skelfilega handriti. Það er ekki nógu fyndið, það er ekki nógu beitt, það er ekki nógu bitastætt. Of mikið er treyst á að áhorfendur séu komnir til að upplifa nostalgíu, að þeim dugi að sjá gamlar týpur af tíkall- asímum til að fara ánægðir heim. Niðurstaðan er tæpast boðleg. Samt hefur sýningin sér margt til málsvarnar. Það kemur vel út að blanda saman þekktum lögum við frumsamin – þannig fá áhorfendur að heyra lög sem þeir þekkja, án þess þó að hafa það á tilfinning- unni að sýningin sé sliguð af því að þurfa að falla að gömlum smellum. Vissulega er sorglegt að ekki sé hljómsveit á sviðinu, en ekki verð- ur á allt kosið og upp á tónlistina er ekkert að klaga, þó að diskóið falli óneitanlega betur að söng- leikjaforminu en pönkið. Leikararnir standa sig líka vel. Þórir Sæmundsson hefur sterka nærveru og góða söngrödd, og Vig- dís Hrefna Pálsdóttir gefur honum lítið eftir. Sigurður Hrannar Hjalta- son er einnig lunkinn við að draga upp skoplegu hlið pönksins án þess þó að glata nokkru í einlægni. Gæsahúðin sprettur fram þegar upphafstónarnir í Ástin er diskó, lífið er pönk hljóma í stóra saln- um í Þjóðleikhúsinu. Pallíett- uklæddir dansarar liðast um svið- ið og salurinn hrífst með. Öll hin fögru fyrirheit um sýninguna virðast ætla að rætast, það stefnir í skemmtilegt kvöld, enda er góð- ur söngleikur einhver magnaðasta afurð leiklistarinnar. Svo byrjar sagan og draumurinn er úti. Nú fór Þjóðleikhúsið ekki dult með það í kynningu á verkinu að virtur rithöfundur skrifaði hand- ritið. Hvað veldur því að handhafi íslensku bókmenntaverðlaunanna sendir frá sér svona afurð? Látum vera að plottið sé þvælt – það er hægt að gera ýmislegt skemmti- legt við þvælt plott, en hér er að litlu sem engu leyti moðað úr þeim efnivið sem er til staðar. En þeir sem aldrei komu inn á Hollywood hafa lítið að sækja í Þjóðleikhúsið – þeim dugir að kaupa geisladiskinn. Hey, manstu …? Eintóm nostalgía Fyrirheitin sem eru gefin í titlinum verða að engu. Leikstjóri: Gunnar Helgason Höfundur: Hallgrímur Helgason Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd: Frosti Friðriksson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Dansar: Birna Björnsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir Leikarar: Axel Árnason, Ásgrímur Geir Logason, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Esther Talía Casey, Ívar Helgason, Kjartan Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sara Marti Guðmundsdóttir, Selma Björns- dóttir, Sigurður Hrannar Hjalta- son, Sverrir Þór Sverrisson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorleifur Einarsson, Þórir Sæmundsson, Þröstur Leó Gunnarsson Dansarar: Eva Dögg Ingimarsdóttir, Heiða Björk Ingimars- dóttir, María Leifsdóttir. Ástin er diskó, lífið er pönk í Þjóðleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Í HNOTSKURN Handritið er skelfing, annað ágætt. Elleftu útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskól- ans verða haldnir í kvöld. Þá heldur Geirþrúður Ása fiðlu- leikari tónleika í Salnum í Kópavogi kl. 20.00. Á efnis- skrá eru verk eftir Mozart, Grieg, Ravel og Pablo de Sara- sate. Geirþrúður Ása hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Tón- listarháskólans í Gautaborg, Ungfóníu og verið kons- ertmeistari hljómsveitar Tón- listarskólans í Reykjavík. Hún hefur verið konsertmeistari í tveimur síðustu verkefnum óperustúdíós Íslensku óp- erunnar. Efnilegur listamaður Fimmtudaginn 8. maí opnar Jón Ingi Sigurmundsson mál- verkasýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka. Gallerí Gónhóll er nýtt gallerí, sem verður til húsa í gamla hraðfrystihúsinu við Eyrargötu. Sýning Jóns Inga nefnist Milli fjalls og fjöru, en myndefnið er víðs vegar að af landinu, þó mest af Suðurlandi. Milli fjalls og fjöru AFMÆLI Í DAG Orson Welles leikari, 1915 Tony Blair forsætisráðherra, 1953 George Clooney leikari, 1961

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.