24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Allir fimm starfsmenn fiski- mjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi fengu uppsagnarbréf í gær. Er ástæðan sú að ekki hefur náðst sá árangur í rekstrinum sem vonast var til, að sögn Eggerts Guð- mundssonar forstjóra. Ekki er verið að leggja niður rekstur verksmiðjunnar á Akranesi því ráðnir verða fjórir starfsmenn í stað þeirra sem sagt hefur verið upp. „Þetta er bara svona í fyrir- tækjum, það þarf stundum að breyta til,“ segir Eggert. „Það er óhætt að segja að sá fantaskapur sem forsvarsmenn HB Granda sýna okkur Skagamönnum ætli engan endi að taka,“ segir Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á heima- síðu félagsins. þkþ Skipta út öllum starfsmönnum Uppsagnir hjá verksmiðju HB Granda Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Elías Jón Guðjónsson „Það er greinilega kominn upp mjög alvarlegur brestur innan meirihlutans í borgarstjórn,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar í borgarstjórn, um nei- kvæð ummæli Ólafs F. Magnús- sonar borgarstjóra um vinningstillögu um skipulagningu Vatnsmýrarinnar á íbúafundum í Hlíðahverfi, Laugardal og mið- borginni um helgina. Klúður í uppsiglingu „Það jaðrar við, ef þessi tillaga fer ekki að hætta að trufla skipu- lagsvinnu hér í borginni, að það geti verið í uppsiglingu skipulags- klúður sem hefði alvarlegar afleið- ingar fyrir framtíðarþróun og upp- byggingu í Vatnsmýrinni, hvort sem við erum hlynnt því að flug- völlurinn verði þar áfram eða ekki,“ sagði Ólafur á íbúafundi í miðborginni og bætti því við að hann sem borgarstjóri hafi meira að segja um það hvernig staðið verði að uppbyggingu í Vatnsmýr- inni en verðlaunahöfundarnir. Talar gegn eigin tillögu „Hann lagði þrjá stóra íbúafundi undir það að tala gegn því sem hann sjálfur lagði til að yrði unnið, og tala gegn samstarfsfólki sínu í borgarstjórn,“ segir Björk Vil- helmsdóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, og vísar til þess að stýrihópur til að vinna að skipu- lagningu Vatnsmýrarinnar á grundvelli vinningstillögunnar hafi verið skipaður að tillögu Ólafs. Mistúlkaður Ólafur segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að ekki sé rétt að túlka orð sín á íbúafund- unum sem svo að hann hafi skipt um skoðun varðandi verðlaunatil- löguna þó að hann telji brýnt að laga hana að ákveðnu leyti „Það liggur fyrir og er ekkert nýtt að ég hef talið að framtíðarþróun Vatns- mýrarinnar eigi ekki að fela í sér flutning flugvallar, eins og verð- launatillagan gerir ráð fyrir,“ segir hann. Sjálfstæðismenn styðja tillögu Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa, eins og aðrir borgarfulltrúar, lýst yfir ánægju með vinningstil- löguna. Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, segir afstöðu borgarfulltrúa flokksins ekki hafa breyst í þessum efnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður stýrihóps um skipulag Vatnsmýrarinnar, segir gagnrýni Ólafs á vinningstillöguna hafa legið lengi fyrir og að hún hafi ekki af- gerandi áhrif á starf hópsins, enda sé innan hans verið að skoða þá þætti sem borgarstjórinn gagnrýn- ir. „Tillagan inniheldur kosti og galla og helstu kostir hennar eru hversu sveigjanleg hún er.“ Borgarstjóri einangraður  Borgarstjóri er einn á báti í andstöðu við skipulag Vatnsmýrar  Gagnrýnin ekki ný af nálinni segir Hanna Birna Kristjánsdóttir ➤ Vinningstillagan var valin úrhópi 136 hugmynda um fram- tíðarskipulag Vatnsmýr- arinnar og var kynnt almenn- ingi 14. febrúar. ➤ Á grundvelli hennar hefurstýrihópur unnið að framtíð- arskipulagningu svæðisins. VINNINGSTILLAGAN 24stundir/Ómar Einangraður Ólafur F. Magnússon er einn á báti í borg- arstjórn. Endurupptökubeiðni þeirra Sigrúnar Stef- ánsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar um að Úr- skurðarnefnd um upplýs- ingamál taki á ný fyrir synjun Ríkisútvarpsins um birtingu ráðning- arsamninga þeirra hefur verið hafnað af Úrskurð- arnefnd um upplýsinga- mál. Ríkisútvarpið hefur hingað til neitað að láta umræddar upplýsingar í té en ritstjóri Vísis kærði synjunina til nefndarinnar sem úrskurðaði að RÚV væri skylt að láta upplýsingarnar af hendi. Lögmaður Sigrúnar og Þórhalls fór þá fram á endurupptöku á málinu á þeirri forsendu að samningarnir nytu verndar samkvæmt lögum um persónuvernd. Úrskurðarnefndin hafnaði umræddri endurupptökubeiðni og telur Sigrúnu og Þórhall ekki aðila að málinu. RÚV upplýsi um laun Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði um 5-7% í lágvöruverðsversl- ununum milli 2. og 4. vikunnar í apríl. Mest hækkaði verð vöru- körfunnar í Bónus um 7,1%, í Nettó nam hækkunin 6,6%, í Kaskó 5,7% og í Krónunni 5,4%. ASÍ segir, að mun minni breyt- ingar hafi orðið á verði vörukörf- unnar í öðrum verslunarkeðjum en þar hækkaði karfan um 0,5-1% á sama tímabili. Vörukarfan 5-7% dýrari Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var verð á kúplingsdiskasetti í Toyota Yaris ár- gerð 2005. Í settinu er pressa, diskur og lega. Það fundust 5 verslanir sem áttu settið til og verðmunur var tæp 43%. Toyota-umboðið var með hæsta verð en Fálkinn var með lægsta verð. Ekki er heimilt að vitna í verðkönnun þessa í auglýsingum. 43% munur á kúplingunni Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Kúplingsdiskur í Toyota Yaris árg. 2005 Verslun Verð Verðmunur Fálkinn 22.793 Poulsen 26.600 16,7 % Stilling 27.500 20,7 % N1 28.753 26,1 % Toyota 32.518 42,7 % Óskum eftir að kaupa sumarbústað, fokheldan eða fullbúinn, tilbúinn til fluttninga gegn staðgreiðslu uppl í síma 840-6100

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.