24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 27
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Fyrstu þrjár umferðirnar keppir
Daníel með aðstoðaröku-
manninum Ísaki Guðjónssyni, en
þeir hafa nú lokið tveimur umferð-
um af sjö. Í fjórðu umferð í lok maí
mun Ásta, yngri systir Daníels, síð-
an taka við sæti Ísaks og keyra við
hlið bróður síns það sem eftir lifir
árs. Hún var aðeins 16 ára
þegar hún settist fyrst í aðstoðar-
ökumannssætið og segir Daníel
hana fædda í hlutverkið.
Í fimmta sæti
„Við ákváðum að taka þátt í
bresku meistarakeppninni þetta ár-
ið og sleppa því að vera með á Ís-
landsmeistaramótinu þar sem við
höfðum þegar unnið það tvö ár í
röð. Í fyrstu umferðinni úti gekk
glimrandi vel þar til bilun dæmdi
okkur úr leik. Í annarri umferð
lentum við hins vegar í fimmta sæti
og fengum stig en það eru síðan
stigahæstu ökumennirnir sem sigra
í lok ársins,“ segir Daníel. Keppn-
irnar eru haldnar í Englandi og Ír-
landi en Daníel segir helsta muninn
á slíkri keppni þar og hér vera þann
að samkeppnin og fjöldi keppenda
sé tífalt það sem hann hefur vanist
hér heima. Þá sé öll umgjörð og ut-
anumhald mótsins stórt í sniðum
og nærri jafn margir komi til að
horfa á rall og enska boltann.
Líkamlegt form mikilvægt
„Maður nær árangri með því að
vera einbeittur og sýna fram á
hraða. Rall er íþrótt og við erum
íþróttafólk og tökum okkur alvar-
lega en það er dálítið erfitt að láta
taka sig alvarlega í mótorsporti hér
á landi þar sem það er ekki sérlega
hátt skrifað. Að keyra í rallbíl er í
raun eins og að vera ber í kokteil-
hristara og því höldum við okkur í
feiknagóðu líkamlegu formi. Það
hefur mikið að segja þar sem akst-
urinn er mjög erfiður fyrir hendur,
háls og herðar. Eins segi ég að í
raun geti ekkert komið fyrir mann
ef líkaminn er í góðu formi því
maður er með allan öryggisbúnað
sem til þarf en skaði getur hlotist af
því að hendast um í bílnum ef lík-
aminn er veikburða. Almennur agi
í neyslu er líka mikilvægur og síðan
liggur maður yfir vídeó með tækni-
æfingum,“ segir Daníel um und-
irbúning fyrir keppni. En hann seg-
ir helsta ókostinn við íþróttina
miðað við margar aðrar vera þann
að æfingin fari að mestu leyti fram í
keppni.
Lögreglan skilningsrík
Aðstæður ytra eru allt öðruvísi
en íslensku ökumennirnir eiga að
venjast og læra þarf að keyra mjóa
vegi með trjám þar sem útsýnið er
lítið sem ekkert. Þá er keppt í mal-
biksralli ytra sem ekki er keppt í hér
á landi og breiddin í allri aksturs-
tækni er því mun meiri. Næsta um-
ferð mótsins nú í byrjun maí verð-
ur malbikskeppni og segist Daníel
ekki eiga von á ævintýralegum ár-
angri þó aldrei sé að vita. Æf-
ingasvæði hér á landi eru af skorn-
um skammti og segir Daníel að
nýlega hafi verið hringt í lögregluna
þar sem þeir félagar voru við æfing-
ar á malbikaðri lóð í Hafnarfirði.
Þó njóti þeir ákveðins skilnings hjá
lögreglunni og til að mynda hafi
annar lögreglumaðurinn sagt með-
an hann skrifaði vettvangsskýrsl-
una að hann væri trommari en
fengi hvergi að æfa sig, lagabókstaf-
inn megi hins vegar ekki brjóta.
Verðlaunin ársstarf
Daníel hefur keyrt í áratug og á
þeim tíma unnið flesta titla sem til
eru hérlendis. Frá árinu 2006 hefur
hann keyrt fjórhjóladrifinn bíl en
fyrir breska meistaramótið keypti
hann nýjan Mitsubishi Lancer EVO
9. Íslenskar áhafnir hafa nokkrum
sinnum keppt erlendis en enginn
tekið þátt í heilli meistarakeppni
áður að því er best er vitað. Verð-
launin í meistaramótinu eru árs-
starf fyrir verksmiðjulið og sam-
keppnin því hörð en Daníel segir
íslenska liðið þegar hafa sýnt akst-
urstækni sem setji liðið í fremstu
röð og mikill metnaður fyrir
keppninni sé fyrir hendi.
Daníel Dittar að bílnum.
Rall eins og að vera ber í kokteilhristara
Reynir mjög
á líkamann
Daníel Sigurðarson hefur
lokið tveimur umferðum
af átta í bresku meist-
arakeppninni. Hann er
einn fárra Íslendinga sem
lagt hafa í víking til að
keppa í rallakstri.
➤ Aksturinn reynir á hendur,háls og herðar og líkamlegt
form því mikilvægt.
➤ Umgjörð og utanumhaldmótsins ytra er mun stærra í
sniðum en gengur og gerist
hérlendis.
RALLAKSTUR
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300
Næsta námskeið byrjar 5. marsNæsta ná skeið byrjar 7. maí