24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 31
MENNING
menning@24stundir.is a
Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar myndir er
hátíðinni ætlað að vera vettvangur fyrir kvik-
myndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir
til að hittast og skiptast á skoðunum.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari
Víkurfrétta, vann til þrennra að-
alverðlauna í alþjóðlegu PX3-ljós-
myndakeppninni í París síðastlið-
inn föstudag. Ellert sigraði í flokki
atvinnumanna í náttúruljós-
myndun fyrir myndaröð sína Co-
lors of the Nature sem sýnir nátt-
úrufegurð á fyrirhuguðum
virkjunarsvæðum í Krýsuvík.
Einnig hlaut hann fyrstu verðlaun
í flokknum Nature-Earth fyrir
þessa sömu myndaröð. Þá hlaut
hann fyrstu verðlaun fyrir
myndaröð sína af glitskýjum yfir
Íslandi í flokknum Nature-Sky.
Alls var keppt í fjórum greinum
náttúruljósmyndunar í atvinnu-
mannaflokknum.
Þess má geta að Ellert hlaut
heiðursviðurkenningu fyrir glit-
skýjaseríuna við veitingu Interna-
tional Photography Awards-verð-
launanna á síðasta ári þar sem
hann hlaut alls þrjár heiðursvið-
urkenningar fyrir náttúruljós-
myndun í flokki atvinnumanna.
Eitt settið af þeirri myndröð er í
eigu Listasafns Reykjanesbæjar.
Vinningsmyndirnar úr PX3-
keppninni verða settar upp á sýn-
ingu í 13 Sévigné Gallery í París.
Samhliða sýningunni verður gefin
út vegleg ljósmyndabók. Í dóm-
nefndinni voru 17 manns en hana
skipa meðal annars galleríeigend-
ur og sýningarstjórar frá New
York, París og Ítalíu auk mynd-
stjóra frá tímaritum á borð við
TIME og Digital Photographer.
Þrenn verðlaun í alþjóðlegri ljósmyndakeppni
Skjaldborg, hátíð íslenskra
heimildamynda, verður haldin í
annað sinn á Patreksfirði um
næstu helgi, hvítasunnuhelgina 9.
til 12. maí. Auk þess að frumsýna
nýjar íslenskar myndir er hátíð-
inni ætlað að vera vettvangur fyr-
ir kvikmyndagerðarfólk og
áhugamenn um heimildamyndir
til að hittast og skiptast á skoð-
unum. Í lok hátíðarinnar verður
besta heimildamyndin á Skjald-
borg 2008 valin af áhorfendum.
Sýndar verða rúmlega tuttugu
myndir yfir helgina og má þar
meðal annars nefna Kjötborg eftir
Helgu Rakel og Huldu Rós þar
sem sjónum er beint að lífi og
störfum síðasta kaupmannsins á
horninu og samskiptum hans við
viðskiptavinina, Chequered flags
of our fathers eftir Árna Magn-
ússon sem fjallar um feðgana
Andy og Albert Carter og háleita
drauma föðurins um að koma
fjögurra ára syni sínum í Form-
úlu 1, og The Great Northern
Document eftir Heimi Sverrisson
sem segir frá hljómsveitinni
Mínus í Los Angeles við upp-
tökur á plötunni The Great
Northern Whale Kill.
Skjaldborg um
hvítasunnuhelgina
Vortónleikar Kórs Bústaða-
kirkju og einsöngvara verða
haldnir annað kvöld, mið-
vikudaginn 7. maí, klukkan 20
í kirkjunni. Konsertmeistari
er Hildigunnur Halldórsdóttir
og stjórnandi Renata Ivan.
Meðal einsöngvara sem koma
fram eru Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Nathalía Druz-
in Halldórsdóttir og Agnes
Amalía Kristjónsdóttir.
Vortónleikar
Kristinn Schram, forstöðumaður
Þjóðfræðistofu, stundakennari
við HÍ og doktorsnemi við Ed-
inborgarháskóla, heldur hádeg-
isfyrirlestur í Þjóðminjasafninu í
dag klukkan 12.05. Fyrirlesturinn
er haldinn á vegum Sagnfræð-
ingafélags Íslands og ber nafnið:
Að endurheimta augnablikið:
Þjóðfræði, kvikmyndatækni og ír-
onía. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Fyrirlestur
í hádeginu
Sumaropnun á Skriðuklaustri
hófst þann 1. maí síðastliðinn
með opnun á sýningu á graf-
íkverkum Elíasar B. Halldórs-
sonar í samspili við sögur Gyrðis
Elíassonar. Gunnarshús er nú op-
ið alla daga klukkan 12 til 17
fram til 24. maí en eftir það er
opið milli klukkan 10 og 18.
Sumaropnun
AÐ ÞÚ SAFNAR VILDARPUNKTUM
HJÁ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS
OG GETUR FLOGIÐ TIL ALLRA
ÁFANGASTAÐA FLUGFÉLAGSINS
FYRIR PUNKTANA ÞÍNA?
VISSIR ÞÚ …
Vildarklúbbur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
19
81
0
5
/0
8
WW
W.VI
LDARKLUBBUR.IS
Sumardekk hjólbarðaþjónusta
Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa.
Hagstætt verð og traust þjónusta.
Reykjavík Akureyri
Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900
Vagnhöfða 6 : 577 3080
www.alorka.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
07
53
Við tökum vel á móti þér
á þjónustustöðvum okkar!
Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða