24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Þar sem hin vímuglaða Amy
Winehouse virðist ekki hafa ráðið
við verkefnið að semja næsta
Bond-lag fyrir væntanlega mynd
er nú orðrómur uppi um að ep-
íska stórsveitin Muse muni taka
hlutverkið að sér. Ekkert hefur þó
fengist staðfest í þeim efnum.
Semur Muse Bond-lagið?
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Útflutningsskrifstofa íslenskrar
tónlistar, eða ÚTón, stendur fyr-
ir námskeiði í Norræna húsinu í
kvöld sem er sniðið fyrir ís-
lenska poppara. Þar verða m.a.
kennd handtökin í því hvernig
eigi að ganga rétt frá skatta-
málum og reka það batterí er
hljómsveitir geta orðið að.
„Hugmyndin er að miðla upp-
lýsingum til tónlistarmanna sem
eru þeim gagnlegar“, útskýrir
Haukur S. Magnússon, gítarleik-
ari rokksveitarinnar Reykjavík!,
sem ætti að vera reynslunni ríkari.
En sveit hans fagnaði sínu fyrsta
fjárnámi vegna ógreiddra skatta á
Kaffibarnum á laugardagskvöldið.
„Í þessum málum er aldrei neinn
sem heldur í höndina á manni og
kennir. Hljómsveitir byrja að spila
í bílskúrnum sínum og gefa svo
kannski eitthvað út. Svo fá þær
kröfu frá skattinum og kunna
ekkert inn á þetta. Skrefin þangað
eru mörg en svo lítil að listamenn
taka ekki eftir þeim.“
Á námskeiðinu verður farið í
saumanna á því hvernig eigi að
stofna fyrirtæki og hvernig rekstr-
Reykjavík! Haukur (til
vinstri) lærir af mistökum.
Gítarleikari Reykjavík! kemur að sérstæðu námskeiði
Skattfræðsla poppara
Gítarleikari Reykjavík! er
á meðal þeirra sem
standa fyrir námskeiði
poppara í skattamálum í
Norræna húsinu í kvöld.
Sveit hans fagnaði sínu
fyrsta fjárnámi á laugar-
dagskvöld.
að teljast skemmtileg tilviljun að
Haukur sé í hópi skipuleggjenda.
„Við getum litið svo á að ég sé
að miðla af minni reynslu til að
hjálpa öðrum við að forðast sömu
mistök,“ svarar Haukur að lokum.
Námskeiðið hefst kl. 19.30 og
kostar 4.000 krónur.
arform henti hljómsveitum. Einn-
ig verður hægt að hlýða á tvo
starfsmenn hjá Ríkisskattstjóra,
lögfræðinginn Guðmund Thorla-
cius og Barða Jóhannsson tónlist-
armann.
Svona miðað við sögu Reykja-
vík! í bókhaldsmálum hlýtur það
Oft vill svo verða með ofur-
hetjumyndir að tæknibrellurnar
knýja söguna áfram. Söguþráður
myndarinnar virðist þá vera til
þess eins að stytta biðina eftir
næsta svakalega tæknibrellu atriði.
Í Ironman eru það persónurnar og
söguþráðurinn sem knýja söguna
áfram en svakalegar tæknibrellur,
sem eru vissulega til staðar, eru
einungis skrautið ofan á þessa
nokkuð bragðgóðu köku.
Ironman er spennandi, fyndin
og skemmtileg, þarf maður nokk-
uð meira til að geta átt góða kvöld-
stund í bíósal?
Kvikmyndir viggo@24stundir.is
Ironman er ein af þessum ofur-
hetjumyndum sem skautar á
mörkum þess að vera trúverðug og
kjánaleg. Þökk sé áhugaverðum
söguþræði og góðri frammistöðu
aðalleikaranna nær myndin hins-
vegar að halda athygli áhorfandans
frá fyrstu mínútu og allt þangað til
kreditlistarnir eru búnir að renna
sitt skeið.
Eftir vel heppnaða sýningu á
nýjasta gjöreyðingarvopninu sínu í
Afganistan er undrabarnið og
vopnaframleiðandinn Tony Stark
tekinn til fanga af skítugum
hryðjuverkamönnum sem vilja að
hann framleiði drápsstól fyrir þá.
Þar sem Stark er mikill föðurlands-
vinur ákveður hann þess í stað að
smíða járnbúning handa sjálfum
sér. Þennan búning notar hann svo
til að sleppa úr prísundinni. Þegar
heim er komið ákveður Stark að
leggja sitt af mörkum til að útrýma
illsku úr heiminum. Hann end-
urbætir og endursmíðar því bún-
ing sinn og Járnkallinn, Ironman,
er fæddur.
Líkt og fyrr segir er það fyrst og
fremst frammistaða aðalleikaranna
sem heldur myndinni uppi. Jeff
Bridges er nær óþekkjanlegur í
hlutverki læriföðursins Obadiah
Stane og skilar hann sínu hlutverki
með ágætum. Robert Downey Jr. er
hreint óborganlegur sem hinn
hrokafulli en stórsnjalli Tony Stark
og er frábært að fylgjast með öllum
þeim atriðum þar sem Stark á sam-
skipti við hin fjölmörgu vélmenni
sem koma fyrir á heimili hans.
Járnkallinn stendur sig vel Tækni-
brellurnar í myndinni eru fyrsta flokks,
eins og við er að búast af ofurhetjumynd.
Engin laus skrúfa á þessum bænum
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Hljómsveitir byrja spila í bílskúrnum sín-
um og gefa svo kannski eitthvað út. Svo
fá þær kröfu frá skattinum og kunna ekkert
inn á þetta.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
MADD-samtökin, sem eru sam-
tök amerískra mæðra gegn ölvun-
arakstri, hafa sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem samtökin fordæma
tölvuleikinn Grand Theft Auto IV.
Mæðurnar eru mjög ósáttar við
það að í leiknum eigi leikmenn
þess kost að aka bíl undir áhrifum
áfengis.
„Ölvunarakstur er ekki leikur og
það er enginn brandari. Ölvunar-
akstur er valkostur, ofbeldisfullur
glæpur, sem hægt er að koma í veg
fyrir í 100% tilfella,“ segir í yfirlýs-
ingu MADD. Samtökin fara fram á
það að leikurinn fái enn strangari
aldurstakmörkun en samtökin
hafa einnig biðlað til framleiðanda
leiksins, Rockstar Games, um að
taka leikinn af markaðnum af virð-
ingu fyrir fórnarlömbum ölvunar-
aksturs og aðstandendum þeirra.
Eins og við var að búast hyggjast
Rockstar Games ekki taka leikinn
úr sölu. „Við berum mikla virð-
ingu fyrir markmiðum MADD en
við teljum að hinn þroskaði mark-
hópur sem spilar Grand Theft
Auto sé nægilega siðfágaður til að
skilja efnistök leiksins,“ sagði í til-
kynningu Rockstar Games vegna
þessa máls.
Grand Theft Auto IV
Ekki keyra fullur
Leikstjóri: Jon Favreau Leikarar: Robert
Downey Jr., Jeff Bridges, Gwyneth Paltrow
Ironman