24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
SJÁLFVIRK
6v / 12v / 24v 0,8A - 25A
HLEÐSLUTÆKI
Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið
og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.
www.kistufell.com
Vantar þig varahluti í
ameríska bíla ?
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
VARAHLUTAVERSLUN
kistufell@centrum.is
Tangarhöfða 13 Sími 577 1313
Við sérpöntum fyrir þig
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Það má segja að Kristján Einar
Kristjánsson upplifi draum margra
nítján ára stráka en hann keppir í
Formúlu 3 á bíl sem kemst í 300
kílómetra hraða. Hann er þó hóg-
vær og þakkar móður sinni fyrir
sinn góða árangur. „Ég er að gera
það sem mig hefur alltaf langað til.
Skemmtunin felst samt sem áður
ekki í því að keyra bílinn því það er
það mikill hraði og spenna að það
er eiginlega ekki pláss á meðan ég
er að keyra hann til að hugsa um
neitt annað en bara hvernig ég ætla
að fara fyrir næsta horn. En ég
elska að keyra bílinn og ég elska að
vera í kappakstri en kannski ekki
ákkúrat á meðan. Það er frekar til-
finningin eftir á sem er ánægjuleg
þegar ég er búinn að afreka eitt-
hvað.“
Líður alltaf vel undir stýri
Kristján Einar keppir fyrir Car-
lin Motorsport sem er talið vera
eitt besta liðið í Formúlu 3 og
hann er þegar búinn að keppa á
fjórum mótum. Kristján segist
aldrei verða hræddur þó hraðinn
sé mikill. „Ég er ekkert sérstaklega
mikill nagli ef ég sit í bíl með öðr-
um á kappakstursbraut. En þegar
ég er sjálfur undir stýri þá líður
mér alltaf vel. Þegar ég var lítill var
ég mjög hræddur við allt. Þess
vegna hef ég alla tíð verið með
mjög yfirvegaða afstöðu, ég fer ró-
lega yfir hlutina og síðan byggi ég
upp hraðann. Ég fer ekki á nýja
braut og ætla að sýna öllum hvað
ég get strax, ég tek því rólega og
læri almennilega á hana fyrst,“ seg-
ir Kristján Einar sem byrjaði feril
sinn í GoKart. „Ég byrjaði að
keppa í GoKart þegar ég var fjórtán
ára og varð Íslandsmeistari árið
2006. Í ágúst í fyrra fór ég til Bret-
lands að æfa í svokallaðri byrj-
unarformúlu, en það kom til því
við höfðum sambandi við þá og
þeir ákváðu að slá til. Þá voru þeir
ekkert að pæla í mér sem öku-
manni heldur meira að búa til
æfingadag fyrir einhvern sem vant-
aði æfingadag.“
F1 árið 2012
Það má segja að framhaldið sé
eins og í ævintýri þar sem Kjartan
Einar kemur frá landi þar sem er
engin kappakstursbraut. „Eftir það
fékk ég tölvupóst hvort ég vilji ekki
koma og keyra með þeim í byrj-
endaformúlunni. Með hjálp Salt
Investments fór ég út í æfingar og
ætlaði að keppa í byrjendaform-
úlunni en svo þróuðust hlutirnir á
þann veg að mér var boðið að
prófa F3 bíl. Það gekk svo vel að
mér var boðið sæti þar og þegar
manni býðst þannig lagað hjá
bestu liðunum þá getur maður
ekki sagt annað en já. Svona tæki-
færi býðst yfirleitt þeim sem hafa
verið þrjú til fjögur ár í byrjenda-
formúlunni.“
Aðspurður hvort þetta sé
draumalíf segist Kjartan Einar að
minnsta kosti vona að hann fari
ekki að vakna. „Þegar ég kom fyrst
þarna út var strákurinn sem þjálf-
aði mig að keyra F3 bíl og ég leit
mjög upp til þeirra bílstjóra. Þá
dreymdi mig um að vera í þeirra
stöðu eftir tvö til þrjú ár en tveim-
ur mánuðum síðar var ég kominn
ofan í F3 bíl og byrjaður að keyra.
Lokatakmarkið er að sjálfsögðu F1
bíll en það er svo margt annað í
boði líka. Ég stefni á að komast í
F1 árið 2012 en saga mín sýnir að
fólk verður að stökka á þau tæki-
færi sem gefast af því að frábærir
hlutir koma fyrir alla.“
Í góðu formi
Þegar keppt er í formúlunni er
nauðsynlegt að vera í gríðarlega
góðu formi enda hraðinn mikill.
Kristján Einar eyðir því mun meiri
tíma að þjálfa líkamann heldur en
æfa sig í bílnum. „Fólk heldur að
þetta sé bara eins og að keyra
venjulegan bíl en líkamlegu átökin
eru hvað mest í þessu af mörgum
öðrum keppnisíþróttum. Átökin
koma til vegna hraðans í beygj-
unum en þegar tekin er beygja á
280 kílómetra hraða, sem er bara
nánast vinkill, þá ætlar hausinn að
fjúka af þér og líkaminn ætlar út úr
bílnum. Þú verður að halda öllu
niðri auk þess sem allt er svo stíft í
stýringu. Ég æfi líkamsrækt alla
daga vikunnar og þar vinn ég að-
allega með mína eigin þyngd, upp-
hífingar, armbeygjur og annað
slíkt. Ég vinn því aðallega með
brennsluna, úthaldið og þolið.“
Kristján Einar ekur á bíl sem kemst upp í 300 km hraða í Formúlu 3
Er með mjög
yfirvegaða afstöðu
➤ Það tekur bílinn sem KristjánEinar ekur um 2,7 sekúndur
að komast upp í 100 kíló-
metra í fullkomnu starti.
➤ Kristján Einar býr í Englandimeð Jóni Arnari Magnússyni
sem er líkamsræktarþjálfari
Kristjáns.
➤ Þeir sem vilja frekar upplýs-ingar um Kristján Einar geta
skoðað heimasíðu hans á
www.kristjaneinar.com.
KRISTJÁN EINAR
Kristján Einar Krist-
jánsson er einungis 19
ára gamall en er þegar
farinn að keppa í Form-
úlu 3, með einu sterkasta
liðinu þar. Það þykir lík-
ast ævintýri, sérstaklega
þar sem hann kemur frá
landi án kappaksturs-
brautar.
Á brautinni „Ég hef alla tíð
verið með mjög yfirvegaða
afstöðu, ég fer rólega yfir
hlutina og síðan byggi ég
upp hraðann.“
Kristján Einar „Ég er
að gera það sem mig
hefur alltaf langað til.“