24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstrar vegna bílastæða. Bílaleign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjólhýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Og til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjó- sleða, fjórhjól og mótorhjól og báta. Einnig geyma menn vinnu- bíla á sameiginlegu bílastæði Stundum er um vígatrukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Þegar menn eru frekari á stæði en eðlilegt getur talist þá er stutt í deilur og illindi. Miklar tilfinn- ingar tengjast bílum og bílastæð- um og oft er skeggöld og skálmöld á bílastæðum. Bílastæðamál verða gjarnan mjög eldfim og harðvítug. Er stutt í fullan fjandskap þar sem deilt er um allt og öllum vopnum beitt. Þá næst ekki samstaða um neitt, hús grotna niður og húsfélög lamast. Sameiginleg stæði Bílastæði eru sameiginleg nema þinglýstar heimildir kveði á um annað. Bílastæði eru með tvennu móti: Sameiginleg sem er meg- inreglan og sérstæði. Eigandi hefur einkarétt á stæði sínu og öðrum eigendum ber að virða rétt hans. Hann hefur þó ekki frjálsar hendur og honum ber að virða hagsmuni annarra eigenda og fara að settum reglum og gæta þess að valda öðr- um eigendum ekki óþægindum og ónæði. Meginreglur Þegar gæði eru minni en svo að allir fái nægju sína er óhjá- kvæmilegt að setja reglur um af- notaskiptingu. Hvað sameign fjöl- býlishúsa varðar, þ.á.m. bílastæði, hefur löggjafinn í fjöleign- arhúsalögunum frá 1994 sett meg- inreglur og grundvallarsjónarmið sem varða veginn og leggja grunn- inn að nánari reglum sem húsfélög geta sett sér eftir aðstæðum í hverju húsi og vilja eigenda. Hafi húsfélag ekki sett sérstakar reglur um hagnýtingu bílastæða verður að horfa til óskráðra meginreglna og dómafordæma. Jafn afnotaréttur Réttur eigenda til hagnýtingar óskiptra bílastæða er lögum sam- kvæmt jafn og óháður hlutfalls- tölu. Allir eigendur hafa jafnan rétt til bílastæða og sá sem á stærri hlut í húsinu hefur ekki meiri rétt. Ein- stökum eigendum verður ekki veittur aukinn réttur til bílastæða umfram aðra eigendur nema allir samþykki. Húsreglur Setja skal reglur um afnot sam- eiginlegra bílastæða. Þegar settar eru reglur um afnot sameiginlegra bílastæða verður að gæta þess að þær séu málefnalegar og gæta verður fyllsta jafnræðis og að af- notaskipting og reglur um hagnýt- ingu raski ekki eðlilegum og sann- gjörnum forsendum eigenda. Venjuleg notkun Bílastæði eru, eins og nafnið ber með sér, fyrir bíla til að standa á. Bílastæði eru ekki ætluð til að vera geymsla fyrir tæki, tól og drasl. Fjöleignarhúsalögin segja að óheimilt sé að nota sameiginlega lóð til annars en hún er ætluð. Samkvæmt því eru bílastæði helg- uð bílum, bílum í venjulegri notk- un. Bílastæði eru ekki til að geyma t.d. óskráða bíla, bílhræ, kerrur og tól til lengri tíma. Eiganda er skylt að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra eigenda við hagnýtingu bílastæða og fara í hvívetna eftir lögum, reglum og ákvörðunum húsfélagsins. Ekkert sem er til lýta og spillir ásýnd lóðar eða er til vansa og trafala má vera á lóðinni nema samkvæmt leyfi stjórnar í skamman tíma og af sérstökum ástæðum. Óheimil notkun, brottnám Eigendum er óheimilt að leggja undir sig sameiginleg bílastæði. Eigandi getur ekki eignast sér- stakan eða aukinn rétt til sam- eignar á grundvelli hefðar. Óheim- ilt er að nota einkastæði til að geyma þar annað en skráð öku- tæki. Er óheimilt að geyma á bíla- stæðum að staðaldri óskráða bíla, vinnuvélar, tæki, bílhluta, bílhræ, aðra hluti eða lausamuni og dót og drasl, sem veldur sjónmengun, óþrifnaði, slysahættu og ama. Óheimilt er að hafa nokkuð það á stæði eða í aðkeyrslu sem valdið getur truflun á umferð og aðkomu. Óheimilt er að láta bíla, kerrur og annað standa út fyrir stæðamerk- ingar og skaga inn á önnur næstu stæði. Er stjórn eftir atvikum heimilt að fjarlægja slíka muni á kostnað viðkomandi ef hann sinnir ekki áskorun um að gera það sjálf- ur. Er mikilvægt fyrir húsfélög að standa rétt að málum áður en þau grípa til slíkra ráðstafana, ella geta þau bakað sér ábyrgð. Sameiginleg stæði Í húsreglum skulu vera ákvæði um afnot sameiginlegra bílastæða. Þetta verður að túlka með hliðsjón af lagafyrirmælum um að bílastæði séu sameiginleg og óskipt nema annað sé ákveðið í þinglýstum heimildum og að þeim verði ekki skipt nema allir eigendur sam- þykki. Þar er átt við formlega eignaskiptingu en meirihluti eig- enda getur sett reglur um afnot og hagnýtingu á sameiginlegum bíla- stæðum og um afnotaskiptingu þeirra. Slíkar reglur verða að vera sanngjarnar í garð allra eigenda og gæta verður jafnræðis. Sameig- inlegum bílastæðum verður ekki skipt formlega nema allir sem hlut eiga að máli samþykki. Einnig þyrfti samþykki borgaryfirvalda. Um sérstæði Húsfélagið getur líka sett reglur um sérstæði. Séu þær málefnalegar og sanngjarnar og reistar á jafn- ræðisgrundvell er eigendum skylt að hlíta þeim og fyrirmælum stjórnarinnar á grundvelli þeirra. Eigendur verða að hlíta því að þeim séu settar skorður. Eigandi hefur einkarétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni og hús- félagið getur ekki tekið ákvarðanir eða sett reglur sem fela í sér víð- tækari takmarkanir á eignarráðum hans en leiðir af lögum. Húsfélag hefur þrengri heimildir til að setja reglur um sérstæði en sameiginleg. Sérstæði, þinglýstar heimildir Einkabílastæði byggjast yfirleitt á þinglýstum heimildum en einnig geta þau byggst á eðli máls. Svo er um einkastæði fyrir framan bíl- skúra sem teljast séreign viðkom- andi bílskúrseiganda. Sama getur átt við um innkeyrslur að bíl- skúrum. Þær eru þó með ýmsu móti og verður að skoða hvert til- vik til að meta hvort og í hvaða mæli aðrir eigendur mega hagnýta sér þær. Í öllu falli eiga bílskúrseig- endur kröfu á því að bílum sé ekki lagt í innkeyrsluna sem hindra eða teppa aðkomu þeirra að bíl- skúrnum. Tíðir árekstrar í fjölbýlishúsum vegna bílastæða Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstrar vegna bíla- stæða. Bílaleign hefur margfaldast og ekki bæt- ir úr skák faraldur hús- bíla, hjólhýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Og til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjó- sleða, fjórhjól og mót- orhjól og báta. Einnig geyma menn vinnubíla á sameiginlegu bílastæði Stundum er um víga- trukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Bara fyrir bíla Bílastæði eru ekki til að geyma t.d. óskráða bíla, bílhræ, kerrur og tól til lengri tíma. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseig- endafélagsins HÚSHORNIÐ Bitist um bílastæði Ef varan er ekki til á lager er örstuttur afgreiðslufrestur. Einnig bremsuhlutir í flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Eigum til sérsmíðaða vatnskassa fyrir breyttan Nissan Patrol. Sendum út bílatölvur til viðgerðar. Vatnskassar og millikælar í allar gerðir vinnuvéla og bifreiða Varahlutalagerinn ehf s. 699 3737 Bílaþjónninn ehf s. 567 0660 Smiðjuvegi 4a • www.bilathjonninn.com www.kistufell.com Pakkningar og heddboltar í flestar gerðir bíla VÉLAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN kistufell@centrum.is Tangarhöfða 13 Sími 577 1313

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.