24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
„Fyrst keyrði ég með Ómari í ára-
tug, síðan sjálfur í 5 ár og loks með
Rúnari syni mínum í 13 ár. Þeir
bræðurnir Rúnar og Baldur keyrðu
líka saman í tvö ár en nú erum við
allir hættir. Ég held að það sé engin
spurning að þessi áhugi er í gen-
unum og að hjá okkur Ómari hafi
hann kviknað þegar við vorum
smápollar í sveit í gamla daga að
keyra traktora og jeppatíkur löngu
áður en við fengum bílpróf,“ segir
Jón.
Dýrir verksmiðjubílar
Á árunum 1980 til 2000 varð
Jón 14 sinnum Íslandsmeistari í
ralli. Fyrstu bílana smíðuðu þeir
bræður hér heima en síðustu 12
árin voru bílarnir keyptir notaðir
erlendis frá og segir Jón að slíkt
tíðkist enn í dag þar sem nýir verk-
smiðjubílar séu óheyrilega dýrir.
„Til að byrja með voru eingöngu
keyrðir einstigsbílar en um 1980
var skipt yfir í fjórhjóladrifna bíla
og þannig eru allir bestu bílarnir í
dag. Þetta eru mjög öflugir bílar og
ekkert líkir venjulegum bílum
enda er búið að breyta í þeim flestu
eins og fjöðrun, mótor og gírköss-
um. Það er athyglisvert að tæknin
virðist alltaf geta þróast áfram og
bílarnir orðið aðeins betri,“ segir
Jón.
Kjöraðstæður á Íslandi
Jón segir að víða um land megi
finna úrvalsvegi fyrir rall en fjar-
lægð landsins sé of mikil til að
raunhæft sé að halda hér Evrópu-
eða heimsmeistarakeppni. „Slæmir
vegir skapa kjöraðstæður fyrir rall
en bílstjórar leita að slæmum veg-
um með mörgum þröngum og
mjóum beygjum. Gömlu íslensku
leiðirnar eins og Lyngdalsheiði, Ís-
ólfsskálaleið og Þverárfjall fyrir
vestan eru tilvaldar en því miður
eru slíkar leiðir smám saman að
hverfa,“ segir Jón.
Mörg lið sigurstrangleg
„Það ber hæst að Íslandsmeist-
ararnir Daníel og Ásta verða ekki
með í sumar þar sem Daníel er að
keppa fullum fetum í Bretlandi.
Mörg lið eru sigurstrangleg í ár og
má þar nefna Jón Bjarna og Borg-
ar, Sigurð Braga og Ísak, Jóhannes
V. Gunnarsson og Óskar Sólmund-
arson, Fylki og Elvar Jónssyni og
Pétur og Heimi sem eru Íslands-
meistarar í eindrifsflokki en keppa
nú á öflugri bíl,“ segir Þórður
Bragason. Fyrsta keppnin verður
haldin 17. maí og nú er unnið að
því í samstarfi við bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði að fyrsta sérleiðin
verði þar innanbæjar. Slíkt hefur
tíðkast í Keflavík og vakið gífurlega
lukku meðal áhorfenda
24stundir/Brynjar Gauti
Rallsumarið er framundan á Íslandi
Slæmir vegir skapa
kjöraðstæður
➤ Lyngdalsheiði, Ísólfsskálaleiðog Þverárfjall fyrir vestan eru
tilvaldar rallleiðir.
➤ Í kringum 1980 var skipt yfir ífjórhjóladrifna bíla og þannig
eru allir bestu bílarnir í dag.
➤ Fyrst var keppt í ralli hér álandi árið 1975 og nú er
spennandi rallsumar fram-
undan.
RALLBræðurnir Jón og Ómar
Ragnarssynir kepptu
saman í fyrsta rallinu sem
haldið var hér á landi árið
1975. Eftir nærri 30 ára
akstur hefur Jón nú sagt
skilið við sportið og seg-
ist ekki sakna þess að
sitja undir stýri.
Feðgarnir Jón og Rúnar
Kepptu saman í rallakstri í
meira en áratug.
Rallið í Monte Carlo er ein besta
þekkta keppnin í rallakstri en það
var fyrst haldið í janúar árið 1911.
Keppnin er skipulögð af bílaklúbbi
Mónakó sem einnig skipuleggur
Grand Prix formúlu kappakst-
urinn. Í Monte Carlo rallíinu er ek-
ið meðfram frönsku Riveríunni í
furstadæminu Mónakó og Suð-
austur-Frakklandi. Rall varð fljótt
vinsæl aksturíþrótt en gullaldarár
íþróttarinnar eru sögð vera fimmti
áratugurinn þegar fjöldi Evrópu-
landa bættust í hópinn. Árið 1947
var Lissabon-rallið haldið fyrst,
fyrsta Tulip-rallið í Hollandi árið
1949 og Rally to the Midnight Sun
í Svíþjóð árið 1951 svo nokkur séu
nefnd.
Mörg þúsund kílómetra leið
Áhuginn breiddist einnig út til
landa utan Evrópu og í Suður-
Ameríku var farið að halda lengri
rallkeppnir þar sem keyrt var frá
einni borg til annarrar, um 8.000 til
9.500 km. langa leið sem skipt var
niður á nokkra daga. Fyrsta slík
keppni var haldin árið 1940 og
kallaðist Gran Premio del Norte. Í
keppninni var keyrt frá Buenos Ai-
res til Líma og síðan aftur til baka.
Þessa keppni vann Juan Manuel
Fangio sem ók gjörbreyttum
tveggja dyra Chevrolet fólksbíl. Ár-
ið 1960 kom fram á sjónarsviðið
fyrsta rallstjarnan Erik Carlsson
sem varð einn sá fyrsti til að fá
borgað fyrir aksturinn í fullu starfi.
Síðan þá hafa mun hærri fjárhæðir
verið lagðar í rallakstur en áður var.
maria@24stundir.is
Rallaksturskeppnir haldnar víða um heim
Monte Carlo þekktust
Blaðamenn á barnum Í
blaðamannarútunni í
Monte Carlo árið 1954.
www.triumph.is
Krossgötur ehf
Nýjasta viðbótin í Savage línu
fjarstýrðra bensín torfærutrukka.
Tökum við pöntunum
Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 587 0600
www.tomstundahusid.is