24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Um þessar mundir draga menn garðstóla og borð fram úr geymsl- unum eftir veturinn og endurnýja kynnin af sólpallinum. Pallarnir koma misvel undan vetri og því upplagt að nota tækifærið til að at- huga ástand þeirra og meta hvort úrbóta sé þörf. Stöðugt áreiti út- fjólublárra sólargeisla, veðurs og vinda leiða til þess að sólpallar sem ekki fá reglulegt viðhald upplitast, springa og verpast að sögn Einars L. Ragnarssonar, vörustjóra máln- ingar hjá Húsasmiðjunni. „Reglu- legt og gott viðhald gerir meira en að láta pallinn líta vel út, hann end- ist líka mun lengur,“ segir Einar sem deilir nokkrum góðum ráðum um viðhald sólpallsins með lesend- um 24 stunda. Pallurinn hreinsaður Mikilvægt er að hreinsa pallinn vel að sögn Einars en hreinsiefni fyrir palla nýtist við hreinsun á óhreinindum, blettum frá nöglum eða skrúfum örverugróðri og sveppagróðri. Hann mælir með því að fólk fylgi nákvæmlega leiðbein- ingum framleiðenda um blöndun hreinsiefna. „Það er hægt að nota breiðan pensil, málningarrúllu eða úðadælu til að bera efnið á pallinn. Ekki láta hann þorna. Skrúbbið erfiða bletti með stífum bursta eða kústi,“ segir Einar sem mælir gegn því að vírbursti sé notaður þar sem þræðir geta brotnað af, fest í yf- irborðinu og myndað ryðbletti. Yf- irleitt nægir að láta hreinsiefnið vinna í 5-10 mínútur og að því loknu er pallurinn hreinsaður vel með rennandi vatni úr slöngu. Vatnspróf og viðarvörn Pallurinn þarf að þorna í að minnsta kosti tvo daga áður en ný viðarvörn er borin á hann. Hægt er að komast að því hvort það þurfi að viðarverja pallinn með einföldu vatnsprófi. Þá er vatni sprautað á pallinn og ef það perlar eða flýtur ofan á honum er ekki þörf á við- arvörn. Ef yfirborðið drekkur aftur á móti vatnið í sig þarf að viðar- verja. Ekki má bera viðarvörn á í sól- skini enda þornar hún þá of fljótt og nær ekki að ganga inn í viðinn. Endast lengur Sólpallar sem ekki fá reglulegt viðhald upplitast, springa og verpast að sögn Einar L. Ragnarssonar. Sólpallur endist lengur ef honum er vel við haldið Pallinum haldið við Það borgar sig að fylgjast vel með ástandi sólpalls- ins og halda honum við. Með reglulegu og góðu viðhaldi lítur pallurinn ekki aðeins betur út held- ur endist hann lengur. ➤ Mælt er með því að palla-eigendur framkvæmi vatns- próf á nokkurra mánaða fresti. ➤ Ryk gerir það að verkum aðvatn situr lengur á yfirborð- inu og getur skemmt viðinn. Þess vegna ætti fólk að sópa pallinn reglulega. ➤ Gæta verður þess að hreinsi-efni dreifist vel um pallinn en myndi ekki polla. VIÐHALD PALLSINS Í ár er ár kartöflunnar. Svo hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna – FAO – kveðið á um og í fjölda landa er kartöflunni sungið lof og dýrð með pompi og prakt allt þetta ár. Og það er ekki að ófyr- irsynju. Engin matjurt mun hafa jafn mikið næringargildi til að bera, miðað við hver 100 grömm, og kartaflan er númer þrjú á listan- um yfir þær fæðutegundir sem mestu máli skipta fyrir mannkynið sem heild. Aðeins hrísgrjón og hveiti eru ofar á þessum lista. Íslenskar í 250 ár Það vill líka svo skemmtilega til að á þessu ári eru nákvæmlega 250 ár síðan kartöfluútsæði var fyrst holað niður í íslenska mold og skil- aði gnægðaruppskeru um haustið. Það var á Bessastöðum vorið 1758. Sá sem fyrir því stóð var sænskur barón, Friedrich Wilhelm Hastfer að nafni, sem hafði verið fenginn hingað til lands ásamt sænskum fjárhirði af alþýðustétt, Jónasi Bot- sach, til að kenna Íslendingum ræktun og hirðingu á sauðfé á því fjárbúi sem sett var á laggirnar að Elliðavatni af Skúla Magnússyni fógeta til að tryggja ullarframboð – og þó umfram allt ullargæði – fyrir innréttingarnar í Aðalstræti. Bar- óninn var líklega af of tignum ætt- um til að hægt væri að láta hann hírast með fjárhirðunum uppi á El- liðavatni. Því var honum boðið uppbúið rúm og kamers hjá amt- manninum á Bessastöðum. Það varð til þess að kartöflurnar fóru niður á Bessastaði en ekki að El- liðavatni. Hastfer var nú einu sinni sendimaður konungsins, Friðriks V, og slíkt fólk var ekki látið liggja við reiðing í þá daga. Raunasaga og engar þakkir Hastfer og félagar fluttu inn merínó-hrúta til að kynbæta ís- lenska fjárstofninn og fá af honum mýkri ull. En ekki tókst það sem skyldi. Hrútunum fylgdi kláða- maur sem síðan smitaðist á annað fé og varð að landlægri pest sem varð bændum mikill tjónvaldur og enn er kostað miklu til í bardag- anum við fjárkláðamaurinn. Vegna fjárkláðamálsins fékk Hastfer við- urnefnið „hrútabaróninn“ og enga þökk fyrir að hafa fært okkur kart- öflurnar ári fyrr en séra Björn í Sauðlauksdal nýtur enn heiðursins, alveg verðskuldað þannig lagað! En það má líka leiða líkur að því, að þær kartöflur sem við nefnum „Rauðar íslenskar“ séu einmitt komnar frá Hastfer og fengnar frá þeim Alströmer-feðgum í Svíþjóð. Þær eru nokkuð ræktaðar sem sælkerakartöflur á Norðurlöndum og ganga þar undir heitinu „Gaml- ar sænsk-rauðar“. En kartöflur séra Björns kallast „Gular íslenskar“ og munu hvergi vera í ræktun utan Ís- lands. Alls eru yfir 5.000 kartöflu- yrki í ræktun um allan heim. Kart- öflusagan er spennandi – meira næst! Kartaflan mikilvæg Kartaflan er í þriðja sæti á listanum yfir veiga- mestu undirstöðufæðu- tegundir mannkyns. GARÐASPJALL Ár kartöflunnar 2008 Hafsteinn Hafliðason kann að meta kartöflur. VORIÐGARÐURINN lifsstill@24stundir.is Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Þriðjudagur 6. maí 2008  Færeyska þungarokks- hljómsveitin Týr, sem sló í gegn með Orminum langa, gefur út nýja skífu. » Meira í Morgunblaðinu Týr nemur land  Er annað hægt en fyllast angurværð þegar Thriller rúllar í gegn? Fjallað um arfleifð Michael Jacksons. » Meira í Morgunblaðinu Hryllir, hryllir  Hvor átti að vinna Evró- visjón fyrir 40 árum, Mas- siel með La, la, la eða Sir Cliff með Congratulations? » Meira í Morgunblaðinu Svindlað á Cliff? reykjavíkreykjavík

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.