24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Sumir eru sáttir við að ganga golf-
hringinn en aðrir vilja keyra um á
golfbíl og jafnvel mjög flottum
golfbíl. Þessi hér er dæmi um einn
slíkan og kostar hann jafnmikið og
fólksbíll. Hægt er að kaupa bílinn
annað hvort rafrænan eða bens-
ínknúinn og hægt að fá hann bú-
inn útvarpi og geislaspilara. Kostar
bíllinn tæpar tvær milljónir króna
og ætti að sóma sér vel fyrir þá sem
vilja keyra þægilega um völlinn.
Lúxus golfbíll
með græjum
Mercedes Benz-bifreiðar verða
áberandi í Sex and the City-
kvikmyndinni sem frumsýnd verð-
ur síðar í mánuðinum. Þótti bif-
reiðin passa hvað best við Manolo
Blahnik-skó þeirra vinkvenna auk
þess sem Mercedes er jú dökkur,
stílhreinn og gljáfægður, alveg eins
og Mr. Big. Flottur bíll handa flott-
um skvísum og gæjum í stórborg-
inni sem ekki vilja nota neðanjarð-
arlestina.
Mercedes
handa skutlum
Í Ástralíu hafa í allmörg ár feng-
ist svokölluð Auto Skins sem eru
rafrænt prentuð áklæði utan um
bíla. Þú lætur prenta uppáhalds-
myndirnar þínar eða liti á áklæðið
sem síðan er smellt á bílinn og ger-
ir hann þannig mjög persónu-
legan. Fyrirtækið hefur skreytt yfir
2.500 bíla fyrir fyrirtæki en ein-
staklingar hafa líka nýtt sér þjón-
ustuna. Áklæðið kostar um
115.000 upp í 230.000 krónur, allt
eftir því hvað mynstrið og fram-
kvæmdin eru flókin. Litrík lausn
fyrir bílinn.
Skrautleg áströlsk list
Auto Skins á bílinn
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Ástralska malbiksrallið Targa
Tasmania er alþjóðlegt mót þar
sem keppt er á klassískum rall-
bílum. Mótið var fyrst sett í apríl
árið 1992 en það er byggt á mótum
líkt og Mille Miglia, Coupe des Al-
pes og Tour de Corse. Targa Tasm-
ania er samt ekkert eftirhermumót
heldur alvöru mót þar sem allt er
sett á fullt og eigendur sportbíla og
fornbíla geta keyrt þá eins og þeir
voru hannaðir til á hvað mest
spennandi vegum heims.
Sérvaldir
Allt að 300 sérvaldir bílar taka
þátt í mótinu ár hvert og eru valdir
af sérstakri dómnefnd en þátt-
tökuboð eru send út frá ágúst og
fram í febrúar þegar skráningu lýk-
ur. Mótið stendur í sex daga og eru
keyrðir yfir 2000 km á þeim dög-
um. Það dregur til sín ýmiss konar
keppendur, allt frá fyrrverandi
heimsmeisturum og vel þekktum
ökuþórum frá Ástralíu og öðrum
löndum svo og frægt fólk víðs veg-
ar að úr heimi. Mótið er því ekki
einungis keppni heldur einnig ein-
stætt tækifæri til að auglýsa sig auk
þess sem það laðar að fjölda ferða-
manna.
Milljónaáhorf
Samkvæmt upplýsingum ferða-
málayfirvalda horfa yfir 200.000
manns á Targa Tasmania-mótið ár-
lega og 480 milljónir manna fylgj-
ast með því um víða veröld. Mótið
hlýtur stuðning frá áströlsku bíla-
samtökunum og á viðburðurinn
sinn sess í auglýsingaheiminum
auk þess að vera eitt helsta aðdrátt-
arafl ferðamanna sem heimsækja
svæðið. Skipuleggjendur og yf-
irvöld á svæðinu hafa nú sett sér
það markmið að gera mótið að
stærsta rallmóti Ástralíu og verða
þannig stærra en til að mynda
Grand Prix í Melbourne.
Klassískir
Fjölmargar bíltegundir hafa ver-
ið keyrðar á mótinu, meðal annars
Jaguar SS100, Subaru Impreza
WRX og Alfa Romeo Mille Miglia
Spider. Rallmeistarar frá mörgum
löndum hafa keppt á mótinu, m.a.
frá Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi.
Targa Tasmania er ekkert grín
Spólað á áströlsku malbiki
Eigendur fornbíla og
sportbíla fá að gefa í á
Targa Tasmania.
Bókin Campervan Crazy: Tra-
vels with My Bus: a Tribute to the
VW Camper and the People Who
Drive Them var gefin út til heiðurs
þeim fjölmörgu sem eiga og ferðast
um í húsbíl. Húsbílarnir voru fyrst
framleiddir á sjötta áratugnum og
ætlaðir sem margnota farartæki.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið
til sjávar og notar fólk þessa bíla til
ýmissa þarfa. Sumir nota þá sem
framlengingu á heimilinu á meðan
aðrir hafa ferðast á þeim á
ókunnar slóðir í Evrópu, Asíu og
Afríku. Margir hafa átt húsbíl í
mörg ár og jafnvel keypt einn slík-
an og gert upp af alúð og natni, en
það eru einmitt þeir sem bókin er
sérstaklega ætluð. Frelsið af því að
ferðast í húsbíl er mikið og kósí að
sofa undir uppspenntu þakinu
þegar rignir, líkt og í tjaldi.
Allt sem þarf
Í nútíma húsbíl er allt sem til
þarf, klósett, eldhús og svefn-
aðstaða. Bílarnir eru framleiddir
víða, meðal annars í Ástralíu þar
sem þeir kallast Kombis og í Bret-
landi þar sem þeir kallast venjulega
Dormobiles. Þá kannast flestir við
gömlu, góðu húsbílana sem
Volkswagen framleiddi.
Bók tileinkuð húsbílaáhugafólki
Þægilegur fararskjóti
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Bragi Guðmundsson, fyrrverandi
rallökumaður, á forláta Austin 7
Tourer í bílskúrnum hjá sér en ný-
lega var fjallað um í bílinn í tíma-
riti skoska Austin 7-klúbbsins.
„Þetta kom þannig til að ég sendi
inn fyrirspurn um varahluti á
spjallsíðu á netinu og þá höfðu
Skotarnir samband við mig. Þetta
er eini bíllinn sinnar tegundar hér
á landi sem þeim fannst mjög
gaman og merkilegt enda mikil
della fyrir bílnum í Bretlandi,“
segir Bragi sem keppti í 20 ár í ralli
með Ásgeiri Sigurðssyni á öðrum
Austin-bíl með góðum árangri.
Tourer eftirsóknarverðastur
Bragi segir ekkert vandamál að
halda bílnum við þar sem enn séu
framleiddir í hann varahlutir,
gamlir varahlutir finnist einnig og
þá hafi netið auðveldað það að
nálgast varahluti. Mörg áhuga-
félög eru til í heiminum einmitt í
kringum þessa tegund bílsins og
þykir Tourer einna eftirsóknar-
verðastur.
Bílinn rakst Bragi á fyrir til-
viljun árið 2005 og keypti hann úr
dánarbúi í Flórída. Fyrst varð
hann þó að færa sönnur á því að
honum væri full alvara þar sem
ekkju mannsins var umhugað um
hvert bíllinn færi. Samið var um
verð og bíllinn síðan sendur til Ís-
lands og var þá gangfær en heil-
mikil vinna var framundan. „Ég
hóaði saman vinum og vanda-
mönnum og við höfðum það fyrir
vetrarverkefni að gera upp bílinn
sem tókst ljómandi vel og í dag er
hann í fínu lagi. Ég nota bílinn að-
allega til að fara í ísbíltúr með
frúnni með barnabörnin aftur í
eða til að keyra niður í bæ á 17.
júní, þetta er mér bara til ánægju,“
segir Bragi sem hyggur á að gera
upp annan bíl á næstunni.
Vinsælasti breski bíllinn
Austin 7 var framleiddur í Bret-
landi á árunum 1922 til 1939 og
varð einn vinsælasti bíllinn sem
þar hefur verið framleiddur. Bíll
Braga er árgerð 1926 og er 10½
hestafl. Í bílnum er hvorki vatns-
né bensíndæla, bensínið er sjálf-
rennandi en vatnið gengur á þeirri
eðlisfræði að heitt vatn leitar upp
og kalt niður.
Skotar sýna íslenskum bíleiganda áhuga
Á Austin 7 Tourer
Austin 7 Tourer Einna
eftirsóknarverðastur.
Starf mannréttindastjóra laus
til umsóknar
Skrifstofa borgarstjóra
Hlutverk og ábyrgðarsvið
• Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað
vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs,
stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efna
hags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar
stöðu.
• Undirbúa fundi mannréttindaráðs og fylgja eftir
ákvörðunum ráðsins.
• Vinna, ásamt mannréttindaráði, framkvæmda
áætlun mannréttindamála.
• Efla samráð innan borgarinnar í þeim málum sem
mannréttindastefnan nær til.
• Eiga samvinnu við stofnanir, félög og önnur
sveitarfélög um mannréttindamál.
• Leiða samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á
sviðum Reykjavíkurborgar.
• Taka þátt í samstarfi stjórnenda hjá
Reykjavíkurborg.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking á eða reynsla af störfum á þessu sviði
æskileg.
• Víðtæk reynsla og þekking af opinberri
stjórnsýslu æskileg.
• Stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
• Tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,
metnaður til að ná árangri í starfi.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf fyrir
metnaðarfullan einstakling sem er reiðubúinn að sýna
frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Borgarstjóri er næsti yfirmaður mannréttindastjóra.
Laun eru samkvæmt ákvörðun Kjaranefndar
Reykjavíkurborgar. Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eigi síðar en 26.
maí nk. Upplýsingar um starfið veita
Anna G. Ólafsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu
borgarstjóra, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri
Reykjavíkurborgar, í síma 411 1111.
Hlutverk mannréttindaráðs er að sjá til þess að mann-
réttindastefnu Reykjavíkurborgar sé fylgt eftir og hún
kynnt. Í því felst vinna að sérstakri framkvæmdaáætlun
mannréttindamála í samvinnu við svið og skrifstofur
borgarinnar og hagsmunahópa, samhliða starfs- og
fjárhagsáætlunum. Enn fremur ber mannréttindaráði að
stuðla að þekkingaröflun og miðlun upplýsinga á sviði
mannréttindamála.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima-
síðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar
upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í.