24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 46
Geturðu ekki farið á bakvið og skellt "Til
hamingju með afmælið!" á þetta?
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
„Á morgun er megrunarlausi
dagurinn.Vonandi færir megr-
unarlausi dagurinn okkur nær
því að láta af landlægum for-
dómum okkar í garð feitra. Hætt-
um að hrósa fólki fyrir að missa
nokkur kíló. Hættum að skamm-
ast okkar fyrir að uppfylla ekki
staðalímyndir.“
Oddný Sturludóttir
oddny.eyjan.is
„Þegar ég var búin í sturtu, búin
að maka á mig kremi og að æfa
flamengo hreyfingarnar við und-
irleik Presleys sá ég mér allt í
einu bregða fyrir í svalaglugg-
anum.Ég gat ekki varist þeirri til-
hugsun að ég minnti soldið á
Bond-stúlku, þessar sem dansa í
sílhúettu í byrjun myndanna.“
Edda Jóhannsdóttir
edda.eyjan.is
„Hættum að aka
Geir hefur talað.
Hann sagði okkur á morg-
unvaktinni að við ættum að
spara bensín og ekki taka lán
nema ýtrasta nauðsyn krefði.
Þetta er hans tillegg til efna-
hagsstjórnunar.“
Helga Vala Helgadóttir
eyjan.is/helgavala
BLOGGARINN
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur
ákveðið að fylgja ekki Euroband-
inu til Serbíu í ár þrátt fyrir að vera
höfundur enska textans, og hönn-
uður sviðsatriðisins. Söngvarinn
segir það vera vegna anna.
„Ég er búinn að ljúka mínu
hlutverki,“ segir Páll. „Mín ábyrgð
fólst í því að atriðið myndi líta vel
út og hljóma vel á stóra sviðinu í
Serbíu. Nú er atriðið tilbúið og ég
sjálfur að drukkna í vinnu. Ég
kasta því boltanum yfir til þeirra !“
Áður en Páll Óskar tók að sér að
semja enskan texta fyrir lag Örlygs
Smára hafði hann bókað skemmti-
staðinn Nasa fyrir sitt árlega Evr-
óvisjónkvöld er hefst nokkrum
klukkustundum eftir að að-
alkeppninni í Serbíu lýkur.
„Við reyndum að raða saman
einhvers konar ferðaáætlun svo ég
gæti verið með þeim á fimmtudeg-
inum þegar þau keppa í und-
ankeppninni. Þá hefði ég þurft að
fljúga heim frá Serbíu á föstudegi
til þess að fara nánast beint upp á
svið á Nasa til þess að plötusnúðast
í 7 klukkutíma. Þetta var bara ekki
hægt.“
Hann viðurkennir að vera ögn
spældur yfir því að missa af Evr-
óvisjón-ævintýrinu í ár, en segir
það auðveldara þar sem hann hef-
ur farið þrisvar sinnum áður.
Síðustu vikur hefur Palli unnið
með hópnum að því að gera atrið-
ið eins flott og mögulegt er og að
hann treysti hópnum fullkomlega
fyrir því að standa sig.
„Fólk getur búist við því að
þarna verði vanir söngvarar á svið-
inu sem eru traustsins verðir. Það
er það sem skiptir öllu máli. Alveg
sama hversu miklar skrautsýningar
og fjaðrir eru hafðar frammi þá fer
lagið skammt ef það er ekki vel
sungið. Það eru þessar þrjár mín-
útur sem skipta öllu máli. Ekki
hvernig spárnar hjá veðbönkunum
hljóma eða hvernig tónlistar-
myndbandið er. Þar sitja allir
keppendur við sama borð.“
Friðik Ómar Hjörleifsson segist
hafa viljað fá Palla með í för. Hann
virðist líka sannfærður um að
söngvaranum vinsæla eigi eftir að
bjóðast annað tækifæri til þess að
fara.
„Ég held að Palli hugsi nú bara
þannig, að hann eigi eftir að fara
aftur í Evróvisjón,“ segir Friðrik og
hlær létt.
Eurobandið býr sig undir Evróvisjón
Páll Óskar ekki
með til Serbíu
Vinsælasti söngvari
landsins mun horfa á Evr-
óvisjónkeppnina í sjón-
varpinu eins og aðrir Ís-
lendingar, þrátt fyrir að
hafa samið texta og kom-
ið að sviðsframkomu.
Atriðið er allt klappað og klárt, en er víst
engin skrautsýning.
24stundir/Frikki
Situr heima Páll
Óskar fórnar ekki
Evrópartíi fyrir
Evróvisjón.
HEYRST HEFUR …
Það virðist vera mál manna að Hlustendaverðlaun
FM957 hafi heppnast sérstaklega vel þetta árið.
Baksvið Háskólabíós er þó heldur lítið til þess að
standa undir slíkum fjölda af stórstjörnum og því
oft mikill æsingur baksviðs. „Nýdönsk og Merzedes
Club í sama rými og staflar af hamborgurum? Þetta
var frábært,“ segir Atli í Sprengjuhöllinni. „Fyrir
utan hversu fljótt bjórinn kláraðist í eftirpartíinu“.
Í maíhefti Monitor-blaðsins, er kemur út í dag,
svarar Megas nokkrum spurningum lesenda. Þar á
meðal hver afstaða hans sé til fíkniefna. Þar svarar
hann: „Svipuð og til salts, sykurs, mjólkur og dýra-
fitu. Sérhver verður að staðsetja sjálfan sig sam-
kvæmt efnum sínum og formúlur ganga ekki. Ég
verð t.d. að borða mikla dýrafitu, því annars fúnk-
era ég ekki.“
Mikið var um dýrðir á bílasýningunni sem Bílar &
Sport héldu í Fífunni um helgina. Þar má nefna 40
milljóna króna Benz og 30 milljóna króna Aston
Martin DB9, a la 007. Mikla eftirtekt vakti þegar
Gilzenegger þandi forláta Porsche bifreið svo
glumdi í húsinu, en Gilz fékk þó ekki að keyra bíl-
inn. Gull-Bens Gilzeneggers, var einnig á sýning-
unni, í stíl við auglýsingaherferð Símans. tsk
Bjarni Felixson er án efa ástsæl-
asti íþróttafréttamaður Íslands fyrr
og síðar. Hann hefur starfað hjá
RÚV frá 1972 og hefur lýst leikjum
á öllum stórmótum í knattspyrnu
frá HM á Spáni 1982. Hinsvegar
gæti svo farið að Bjarni lýsti eng-
um leikjum á Evrópumótinu í
kanttspyrnu í sumar.
Hefur ekki verið beðinn enn
„Þetta hefur nú ekki komið til
tals ennþá,“ segir Bjarni með
kunnuglegri röddu. „Ég hef svo-
sem ekkert sóst eftir því heldur. Ég
hef nú að mestu dregið mig í hlé,
en hef haft gaman af að lýsa leikj-
um hér innanlands. Annars hef ég
ekkert hugsað út í Evrópumótið
ennþá, það gæti vel komið til
greina að lýsa ef svo bæri undir. En
það hefur bara ekki komið til tals.
Svo verður maður nú einhvern-
tíma að setjast í helgan stein!“
Stendur ekki til að hafa Bjarna
„Það stendur nú ekki til að nota
Bjarna á EM í sumar. Bjarni er
hættur sem eiginlegur íþrótta-
fréttamaður, en er á nokkurskonar
sérsamningi, sem felur í sér lestur
frétta á morgnana, ásamt vinnu við
Netið og textavarpið. Þá hefur
hann einnig unnið við lýsingar í
boltanum á sumrin,“ segir Hrafn-
kell Kristjánsson, yfirmaður
íþróttadeildar RÚV. Aðspurður
hvort undirskriftalisti með kröfu
um að fá Bjarna til að lýsa myndi
breyta einhverju, sagði Hrafnkell:
„Maður getur auðvitað ekki annað
en tekið mark á slíku.“
traustis@24stundir.is
Skemmtanagildi EM í uppnámi
Enginn Bjarni Fel
á EM í sumar?
Rauða Ljónið Var fyrsti Íslendingurinn
sem sást í lit í Ríkissjónvarpinu, 1976.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
5 6 2 7 9 3 8 1 4
4 3 7 5 8 1 6 2 9
8 1 9 2 4 6 7 5 3
3 8 5 9 2 7 1 4 6
2 7 6 8 1 4 9 3 5
9 4 1 6 3 5 2 7 8
1 9 8 3 5 2 4 6 7
6 5 4 1 7 9 3 8 2
7 2 3 4 6 8 5 9 1
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Við munum eflaust láta í okkur heyra þó að erfitt
sé við þoturnar að eiga, enda ýmist á lofti eða
lokaðar inni. Varla getum við fengið Sturlu Jónsson til
að leggja trukknum fyrir framan þær?
Jæja Stefán, gömlu góðu dagarnir komnir aftur?
Stefán Pálsson er formaður samtaka herstöðvarand-
stæðinga, en í gær lentu franskar Mirage-þotur í Keflavík
sem munu sjá um loftvarnir Íslands næstu sex vikurnar.