24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 35 Útsölustaðir: sjá www.kemi.is ATH. Frábær á rauðvínsbletti og tússtöflur                                      Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Þó að stór og falleg tré séu yf- irleitt mikil garðprýði geta þau einnig valdið vandamálum. Sum varpa skugga yfir garðinn og einnig þekkjast dæmi þess að trjárætur brjóti upp malbik og stéttar. Þá hafa sum tré einfaldlega ekki leng- ur rými til að vaxa og dafna sem skyldi. Margir grípa til þess ráðs að fella eða fjarlægja há og mikil tré úr garðinum. Áður en menn hefja vél- sögina á loft eða hringja í garð- yrkjumann ættu þeir að kynna sér hvaða reglur gilda um trjáfellingar í sveitarfélaginu. Í Reykjavík þarf fólk til dæmis að sækja um leyfi til trjáfellinga vegna trjáa sem eru hærri en átta metrar eða eldri en 60 ára. Einungis eigendur trjánna geta sótt um að fella þau og þarf meiri- hluti húsfélags í fjöleignahúsi að vera samþykkur. Tré standa stundum í veginum Sækja þarf um leyfi til að fella gömul tré Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Það kennir ýmissa grasa í sumar- dagskrá Grasagarðs Reykjavíkur sem hefst fimmtudaginn 22. maí með fræðslu Önnu Margrétar Elí- asdóttur garðyrkjufræðings um lyngrósir. Síðan rekur hver við- burðurinn annan þar sem meðal annars verður fjallað um fugla og gróður, blómstrandi runna og áhugaverðar reynitegundir auk þess sem kartöflunni verður gerð góð skil á ári kartöflunnar. „Þetta er fyrst og fremst fræðsla fyrir al- menning. Grasagarðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar og þetta er okk- ar viðleitni til að opna garðinn og fá fólk til að njóta hans betur. Hér eru starfandi grasafræðingar og garðyrkjufræðingar og þeir taka virkan þátt í þessari fræðslu,“ segir Eva G. Þorvaldsdóttir, forstöðu- maður Grasagarðsins. Gretu Björnsson minnst Fræðslan fer alltaf fram utan- dyra og hefst við húsið Laugatungu sem er á hægri hönd þegar gengið er inn í garðinn. „Þetta er gamalt og vistlegt hús sem Jón og Greta Björnsson bjuggu í. Þar sem öld er liðin frá fæðingu Gretu Björnsson listamanns á þessu ári ætlum við að vera með sýningu á verkum hennar í garðskálanum,“ segir Eva. „Þau hjón ræktuðu sinn garð og fyrstu plönturnar sem þau settu niður voru berjarunnar. Við erum með okkar berjarunna einmitt á þeim stað. Þau gróðursettu nokkur tré sem eru ennþá uppistandandi þannig að það er mjög við hæfi að heiðra minningu þeirra,“ segir hún. Um Konungsveg á fornbílum Leitast er við að tengja fræðsluna garðinum og því sem er að gerast í náttúrunni á hverjum tíma. Fræðsla um lyngrósina verður til dæmis á sama tíma og hún stendur í blóma. Einn viðburður fer þó ekki fram í garðinum en það er dagsferð á fornbílum um Kon- ungsveginn sem skipulögð er í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Þátttakendur fræðast jafnframt um íslenskar blómjurtir enda verður ferðin farin á samnorrænum degi villtra blóma. „Tilgangurinn er að fá fólk til að þekkja íslenskar plöntur. Ég held að fólk hafi mik- inn áhuga á því alveg eins og það hefur áhuga á að vita hvað fjöllin og bæirnir heita þegar það ferðast um landið,“ segir Eva að lokum. Bæklingur með dagskrá sumars- ins er nýkominn út og er hægt að nálgast hann í garðskála Grasa- garðsins. Viðburðaríkt sumar í Grasagarðinum Fjölbreytt fræðsla fyrir almenning Grasagarður Reykjavíkur býður upp á fjölbreytta fræðslu um gróður og garðrækt í allt sumar. Starfsmenn garðsins taka virkan þátt í fræðslunni sem er fyrst og fremst ætluð almenningi. Uppskeran sýnd Uppske- ruhátíð Grasagarðsins er há- punktur sumardagskrárinnar. ➤ Grasagarðurinn hefur boðiðupp á sumardagskrá frá árinu 2001. ➤ Dagskránni lýkur meðuppskeruhátíð að hausti þar sem fólk fær að smakka nýtt grænmeti um leið og það fræðist um ræktun þess. ➤ Uppskeruhátíðin er mest sóttiviðburðurinn en í fyrra sóttu hana yfir 300 manns. GRASAGARÐURINN Nú hillir undir lok vorhreinsun- ar í ýmsum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Árlegri vor- hreinsun í Hafnarfirði lýkur formlega í dag en starfsmenn bæj- arins hafa farið um og fjarlægt gar- ðaúrgang sem skilinn hefur verið eftir fyrir utan lóðamörk. Í Kópavogi hafa bæjarstarfs- menn einnig létt undir með íbúum og verða á ferðinni í Kóra- og Vatnsendahverfi í dag og á morg- un. Árleg hreinsunarvika á Seltjarn- arnesi stendur yfir frá 2.-9. maí undir slagorðinu Koma svo – allir með. Á þeim tíma fjarlægja starfs- menn áhaldahússins garðaúrgang og afklippur í knippum sem settur hefur verið við lóðamörk. Tekið til á höfuðborgarsvæðinu Vorhreinsun lýkur Skógræktarfélag Íslands og Kaup- þing standa fyrir opnu húsi í Borgartúni 19 (fundarsal á jarð- hæð) í dag kl. 19.30. Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands, fjallar þar í máli og myndum um fugla í garðinum og skóginum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Garðfuglarnir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.