24 stundir - 08.05.2008, Síða 1
24stundirfimmtudagur8. maí 200886. tölublað 4. árgangur
Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!
Rafn Hafnfjörð ljósmyndari leyf-
ir náttúrunni að njóta sín í
myndum sem hann hefur tekið
og sýnir í Start Art galleríi við
Laugaveg. Rafn hefur tekið tugi
þúsunda mynda á ferli sínum.
Náttúran í mynd
KOLLA»20
Nú eiga allir að hjóla í vinnuna og
spara bensín en heilsuátak er í gangi
þessa dagana. Hjólreiðar sporna við
offitu og lækka tíðni ýmissa sjúk-
dóma. Guðlaugur Þór er einn hjóla-
kappanna.
Út með hjólið
HEILSA»23
Skýluleiga lægst
í Bolungarvík
NEYTENDAVAKTIN »4
Þúsundum ungra kaþólikka
munu berast skilaboð í far-
símana sína meðan sex daga
heimsókn Benedikts páfa sex-
tánda til Ástralíu stendur yfir
í júlí. Vonast Páfagarður til að
ná betur til yngri kynslóð-
arinnar með því að taka
tæknina í þjónustu sína.
Búist er við að um 225.000
ungmenni muni mæta á hátíð
kaþólskra í Ástralíu og mun
þeim daglega berast boð-
skapur andagiftar og vonar í
símann sinn. aij
Benedikt páfi
sendir SMS
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 77,00 -0,18
GBP 150,40 -1,28
DKK 15,89 -1,12
JPY 0,73 -0,95
EUR 118,61 -1,13
GENGISVÍSITALA 153,30 -0,91
ÚRVALSVÍSITALA 4.940,65 1,15
»14
6
10
6
2 4
VEÐRIÐ Í DAG »2
„Við efnum til vatnsslags á prófatíma til þess að líta um stund upp frá krefjandi próflestrinum,“ segir nemandi í
ML. Þarna keppa heimavistarhúsin sín á milli í blautri og kaldri skemmtun. Húsvörður skólans, Pálmi Hilm-
arsson, fylgist með og sér um að ekki skorti vatn og reglum sé fylgt. Þessi hefð er rótgróin í skólalífinu, þótt ekki
sé hún jafn víðfræg og táskoðanir og naflaskoðanir sem tíðkast hafa árum saman, auk busavígslu í Laugarvatni.
Vorannarprófum lýkur í ML í lok næstu viku og skólaslit verða 24. maí.
„Þetta er ein af fjölmörgum hefðum í ML“
Laugarvatnsslagur
Mynd/Páll Magnús
Vanþekking á
kynferðisofbeldi
Skólakerfið kann ekki að greina
eða taka á kynferðisofbeldi sem
nemendur verða fyrir, segir fram-
kvæmdastjóri Blátt áfram. Mörg
kynferðismál liggi
óupplýst. »2
UMFÍ hefur gert leigusamning við
Icelandair hotels um rekstur fjöl-
skyldugistingar á Tryggvagötu 13,
sem UMFÍ hefur fengið vilyrði fyr-
ir. Minnihlutinn setur spurning-
armerki við ákvörð-
unina.
UMFÍ stefnir á
hótelrekstur
»6
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Landsvirkjun Power stefnir að því að stofna fé-
lag með tyrknesku jarðhitafyrirtæki sem heitir
ORME og ætlunin er að eiga það til helminga,“
segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Landsvirkjunar
Power, dótturfélags Landsvirkjunar sem meðal
annars er ætlað að halda utan um verkefni
hennar erlendis.
Byggja virkjanir til að eiga, reka eða selja
Bjarni segir að ekki sé búið að ganga frá
stofnun félagsins en að það verði vonandi gert á
næstu vikum.
Ef af félaginu verður er ætlun þess að byggja
jarðhitavirkjanir í Tyrklandi. „Félagið verður
stofnað til að vinna að jarðhitaverkefnum. Það
eru hins vegar engin slík verkefni komin, en við
munum leita þeirra. Ef svo færi að þau kæmu þá
myndum við væntanlega byggja virkjanir, eiga
þær, reka eða selja. Það er allt opið með það. En
hugmyndin er að samnýta þekkingu okkar.
Tyrkneska félagið sem við erum í sambandi við
hefur mikla reynslu í lághita á meðan við höfum
mikla reynslu í vinnslu háhita. Okkur sýnist því
að þetta gæti geti farið mjög vel saman.“
Enn engar fjárhagslegar skuldbindingar
Bjarni segir Landsvirkjun Power ekki hafa
undirgengist neinar fjáhagslegar skuldbindingar
enn sem komið er. „Ef við stofnum þetta félag
þá aukast þær í takt við þau verkefni sem við
fáum. En við borgum einungis lágmarkshlutafé
inn í þetta félag við stofnun þess.“
Landsvirkjun hefur verið í tengslum við
ORME í nokkur ár þar sem Íslensk jarðhita-
tækni, dótturfélag Landsvirkjunar Power, hefur
þjónustað það með dælur í borholur.
Átta milljarðar króna í hlutafé
Landsvirkjun Power hóf störf í upphafi þessa
árs þegar nafni annars dótturfélags, Landsvirkj-
un Invest, var breytt. Félagið er í 100% eigu
Landsvirkjunar sem lagði til átta milljarða
króna í hlutafé. Landsvirkjun er síðan að fullu í
eigu íslenska ríkisins.
Landsvirkjun Power starfar hins vegar sem
hlutafélag þrátt fyrir að vera að fullu í opinberri
eigu. Þegar tilkynnt var um stofnun félagsins í
desember í fyrra var tekið sérstaklega fram að
ekki kæmi til greina að selja hluti í félaginu til
einkaaðila né setja það á almennan markað.
Meðal eigna félagsins er HydroKraft Invest
sem það á ásamt Landsbankanum, en hvor aðili
fyrir sig lagði um tveggja milljarða króna hlutafé
í það félag.
Önnur félög í eigu Landsvirkjunar Power eru
Íslensk jarðhitatækni ehf., Hecla SAS sem er stað-
sett í Frakklandi og Sipenco sem er staðsett í Sviss.
Power til Tyrklands
➤ Landvirkjun Power er í 100% eigu móð-urfélagsins Landsvirkjunar, en starfar sem
hlutafélag. Landsvirkjun er síðan að fullu í
eigu íslenska ríkisins
➤ Við stofnun Landsvirkjunar Power lagðimóðurfélagið átta milljarða króna í hlutafé
þess. Ekki kemur til greina að selja hluti í
félaginu til einkaaðila.
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun Power ætlar að stofna félag til að byggja virkjanir í Tyrklandi Samstarfs-
aðilinn tyrkneskt jarðhitafyrirtæki Mun eiga, reka eða selja virkjanirnar, segir forstjóri