24 stundir - 08.05.2008, Page 4
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Hjúkrunarheimilið Sóltún færði
rangar upplýsingar inn í skráning-
arkerfi sem ákvarðar greiðslur til
þess frá heilbrigðisráðuneytinu á
árinu 2006. Þetta kemur fram í
greinargerð Ríkisendurskoðunar
sem 24 stundir hafa undir hönd-
um. Færslurnar hækkuðu þyngd-
arstuðul sem notaður er til að
ákvarða greiðslurnar. Sóltún fékk
alls 108 milljónir í viðbótar-
greiðslur árin 2003 til 2005 og fór
fram á 22,7 milljónir til viðbótar
árið 2006. Í samningi heilbrigðis-
ráðuneytisins og Sóltúns er kveðið
á um að meðaltals-þyngdarstuðull
Sóltúns eigi að vera á bilinu 1,05 til
1,20. Frá árinu 2003 hefur stuðull-
inn þó ávallt farið yfir 1,20 og Sól-
tún krafist viðbótargreiðslu frá
ráðuneytinu vegna þessa. Ráðu-
neytið féllst ekki á kröfur Sóltúns
og því fór ágreiningurinn fyrir sér-
staka sáttanefnd sem úskurðaði að
Sóltún ætti rétt á greiðslum fyrir
árin 2003 til 2005. Ráðuneytið
greiddi upphæðina án þess að við-
urkenna réttmæti kröfunnar og
hóf í kjölfarið að bera saman
þyngdarstuðla hjúkrunarheimila
hérlendis. Þar skar Sóltún sig úr.
Örfáar færslur stóðust skilyrði
Um mitt ár 2007 skýrði ráðu-
neytið Ríkisendurskoðun frá þessu
og í kjölfarið ákvað stofnunin að
kanna málið. Í niðurstöðum henn-
ar kemur fram að fjöldi færslna í
skráningarkerfið hefði verið 427 á
árinu 2006. Til að skráning teljist
gild þarf hún að uppfylla ákveðin
skilyrði og samkvæmt skýrslunni
voru einungis sex færslur sem
gerðu það, eða 1,4 prósent. Þar
kemur ennfremur fram að þyngd-
arstuðull Sóltúns hafi verið 1,07,
ekki 1,26 líkt og heimilið hélt fram.
Því beri ekki að greiða þær 22,7
milljónir sem Sóltún fór fram á
vegna ársins 2006. Ríkisendur-
skoðun mun í kjölfarið gera sam-
bærilega athugun á útreikningum
Sóltúns árin 2003 til 2005, en
heimilið fékk þá greitt108 milljónir
í viðbótargreiðslur. Sóltún heldur
því þó fram að sáttin sem var gerð í
janúar 2007 sé endanleg og því ekki
hægt að fara fram á endurgreiðslu.
Ráðuneytið er því ósammála.
Reyna sáttir, annars dómstólar
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðisráðuneyt-
inu, segir að nú sé verið að fara yfir
skýrsluna jafnt varðandi Sóltún og
aðrar ábendingar sem lúta að mat-
inu sem notað er til að ákvarða
greiðslur til heimilanna. Hún tekur
fram að frá síðustu áramótum hafi
eftirlit með þjónustusamningum
verið aukið mikið. Aðspurð um
hvort til greina komi að segja upp
þjónustusamningum við Sóltún
segir Berglind það ekki hafa verið
rætt. „Samkvæmt samningi þá ber
að vísa ágreiningi í sáttanefnd. Við
viljum skipa slíka nefnd með sér-
fræðingum í RAI-mati. En ef það
takast ekki sáttir þá er það dóm-
stólaleiðin.“ Í yfirlýsingu frá eig-
endum Sóltúns er vísað á bug
„þeim aðdróttunum sem felast í
greinargerð Ríkisendurskoðunar
en hún vegur alvarlega að starfs-
heiðri okkar“.
Of háar greiðslur
Sóltún fór fram á 23 milljóna viðbótargreiðslur frá yfirvöldum
sem það átti ekki rétt á samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar
➤ Einkafyrirtækið Öldungur hf.opnaði hjúkrunarheimilið
Sóltún 7. janúar 2002.
➤ Heimilið er með þjónustu-samning við heilbrigðisráðu-
neytið um rekstur þess til 25
ára.
SÓLTÚNSHEIMILIÐ
Sættir? Skipuð verður sátt-
arnefnd. Ef sáttir nást ekki þá
verður dómstólaleiðin farin.
24stundir/Golli
4 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
„Lög númer 95 frá árinu 2000
virðast vera að skila því að feður
upplifi aukin til tilfinningatengsl
við barn sitt,“ segir Auður Arna
Arnardóttir, lektor við Háskólann í
Reykjavík, en hún heldur í dag fyr-
irlestur á vegum Rannsóknarstofu í
kvenna- og kynjafræðum þar sem
hún segir frá rannsókn um reynslu
feðra og maka þeirra af fæðingar-
orlofi.
Tilgangur að auka tengsl
„Einn aðaltilgangur fæðingaror-
lofslaganna var að tryggja að börn
nytu samvista við báða foreldra.
Þess vegna finnst okkur spennandi
að skoða tengsl feðra við börnin,“
segir Auður Arna.
Niðurstöður rannsóknarinnar
leiða í ljós að um 72% feðra segja
að taka fæðingarorlofs hafa hjálpað
þeim að átta sig á því hverjar þarfir
ungbarna eru. Þá segja 85% þeirra
að það hafa aukið ánægju þeirra af
því að annast barnið, auk þess sem
83% karlmanna eru sammála
þeirri staðhæfingu að taka fæðing-
arorlofs hafi aukið tilfinningaleg
tengsl við barnið.
„Það virðist vera að þeim mun
lengur sem karlar eru í fæðingaror-
lofi þeim mun sterkari verður svör-
unin varðandi þessa þætti,“ segir
Auður Arna.
fifa@24stundir.is
Lög um fæðingarorlof auka tilfinningatengsl feðra og barna
Því lengra orlof því betra
Feðraorlof Orlofið stuðlar að
auknum tilfinningatengslum.
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
í gær þrjá karlmenn fyrir fjölda
brota, þar á meðal þjófnað, nytja-
stuld, eignaspjöll, akstur undir
áhrifum fíkniefna og fíkniefna-
og vopnalagabrot.
Tveir voru dæmdir í tveggja mán-
aða fangelsi, annar skilorðs-
bundið, en sá þriðji til greiðslu
sektar. Fíkniefni voru jafnframt
gerð upptæk. Mennirnir voru
meðal annars ákærðir fyrir þjófn-
að og innbrot í sumarbústaði á
Suðurlandi í fyrravor. aí
Þrír dæmdir fyrir
fjölmörg brot
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin gerðu könnun á leigu á sund-
skýlum. Verðmunur er 20% eða 60 króna munur á
lægsta og hæsta verði, þar sem Íþróttamiðstöðin í Bol-
ungarvík kom ódýrast út en Breiðholtslaug og Sund-
laug Akureyrar voru dýrastar.
Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum.
Skýlan ódýrust í Bolungarvík
Ingibjörg
Magnúsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Leiga á sundskýlu
Sundlaug Verð Verðmunur
Íþróttamiðstöðin Árbær Bolung-
arvík
290
Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum 300 3,4 %
Suðurbæjarlaug 300 3,4 %
Sundhöllin Selfossi 320 10,3 %
Sundlaug Akureyrar 350 20,7 %
Breiðholtslaug 350 20,7 %
VIKUTILBOÐ
VÍKURHVARF 6
SÍMI 557 7720
WWW.VIKURVERK.IS
Cadac 8150
Vinsælasta
ferðagasgrillið
á frábæru
tilboðsverði.
OPIÐ ÖLL
FIMMTUDAGSKVÖLD
TIL KL. 21:00
Í SUMAR
Ferðaskrifstofa
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar og bókanirá www.plusferdir.is
Verð frá:
44.719kr.
á mann miðað við 2 fullo
rðna og 2 börn á Alagom
ar í 7 nætur.
Verð miðað við 2 í íbúð
59.874 kr .
Verðdæmið miðast við b
rottför 28. ágúst. Innifal
ið í verði:
Flug, flugvallaskattar, gi
sting og íslensk fararstjó
rn.
Hefur þú ekki efni
á stórstjörnu í
afmælið í ár?
Portúgal –Sólarstaður fjölsk
yldunnar