24 stundir


24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 8

24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Dmitri Medvedev sór embættiseið sem forseti Rússlands í Kreml í Moskvu í gær. Medvedev tekur við embættinu af Vladimir Pútín, sem hefur gegnt því síðustu átta ár, en eitt fyrsta verk Medvedev var að til- nefna Pútín sem forsætisráðherra. Medvedev sagðist ætla að vinna að því að bæta Rússland og sagði mikilvægustu verkefnin vera að tryggja borgaralegt og efnahagslegt frelsi og að virðing sé borin fyrir lögum. Erfið verkefni Nýs forseta bíða mörg erfið verk- efni, svo sem víðtæk spilling innan stjórnkerfisins, hækkandi verð- bólga, fólksfækkun, slæmt ástand iðnaðar og landbúnaðar í landinu og æ stirðari samskipti við ná- grannaríki og vesturveldin. Forveri Medvedevs í forsetastóli var jafn- framt sakaður um, bæði af innlend- um og útlendum andstæðingum sínum, að trampa á mannréttind- um og frelsi almennra borgara. Ekki hvikað frá fyrri stefnu Í ræðu sinni í gær þakkaði Pútín Rússum fyrir það traust sem þeir hefðu sýnt honum síðustu átta ár. Hvatti hann þá til að styðja við bak- ið á nýjum forseta, en að nauðsyn- legt væri að víkja ekki frá þeirri stefnu sem hann hafði sjálfur markað. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að halda áfram á sömu braut og sem hefur þegar sýnt sig vera sú rétta.“ Pútín áfram valdamikill Pútín lýsti yfir stuðningi við Medvedev sem næsta forseta í des- ember síðastliðinn, en stjórnar- skráin kom í veg fyrir að Pútín gæti boðið sig fram þriðja kjörtímabilið í röð. Yfirlýsingin er talin hafa haft langmest um það að segja að Medvedev vann stórsigur í forseta- kosningunum í mars, þar sem hann hlaut rúmlega 70% atkvæða. Félagarnir hafa unnið náið sam- an frá upphafi 10. áratugarins og telja margir að Pútín muni áfram gegna mjög viðamiklu hlutverki í rússneskum stjórnmálum í krafti forsætisráðherraembættisins, for- mennskunnar í stjórnarflokknum Sameinuðu Rússlandi og gríðar- legra vinsælda sinna. Pútín hefur sjálfur sagt að hann muni ekki eiga í vandræðum með að starfa með Medvedev og að völd forseta og forsætisráðherra muni haldast óbreytt. Rússar eru hins vegar vanir því að hafa sterkan leið- toga og hafa margir lýst yfir áhyggj- um af nýju fyrirkomulagi, hvað myndi gerast þegar neyð steðjar að og tveir menn eru í brúnni. Sór embættiseið  Nauðsynlegt að tryggja frelsi og að virðing sé borin fyrir lögum  Pútín áfram áhrifamikill í krafti stöðu og gríðarlegra vinsælda © GRAPHIC NEWS ELDFLAUGAVARNIR Rússlandsstjórn grunar Bandaríkjanna í Austur- Evrópu sé ætlað til að Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands verða líklega áfram stirð vegna þessa. STÆKKUN NATO Rússar telja að stækkun muni í Evrópu og ógna öryggi Rússlands. Rússnesk stjórn- völd eru andsnúin nýlegum samningi NATO við Úkraínu og Georgíu um aðild í framtíðinni. SAMSKIPTI VIÐ ESB Tilraun til að koma á sam- vinnuramma við ESB, sem Rússar eiga í mestum við- skiptum við, var slegið á frest 2006. Líklegt er að ósætti um tolla- og orkumál og mann- réttindi einkenni viðræður, verði þær teknar upp á ný. KÍNA Kínverjar vilja ólmir komast í rússneska orku, en litið er á aukin hernaðarleg og pólitísk völd Kínverja grun- samlegum augum. Med- vedev hyggst sækja Kína heim skömmu eftir að hann tekur við völdum. GEORGÍA Samskiptin hafa versnað vegna deilu um Abkasíu- hérað, sem hefur lýst Harðlínumenn í Kreml eru sagðir þrýsta á Medvedev um að hann verði á skjön við stjórnir Vesturveldanna. AÐILD AÐ WTO Samningur um aðild Rússa er í hættu vegna andstöðu ESB, eftir að Rússar hækkuðu andstöðu Georgíu vegna Abkasíu-deilu. Medvedev segir mögulegt að taka upp aðildarferli á þessu ári. ÍRAN Ólíkt Vesturveldum þá vilja Rússar beita hvatningu í stað viðskiptabanns til að fá Írana til að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Ólíklegt er að stefna Rússlandsstjórnar breytist með valdatöku Medvedevs. Lögfræðingurinn Dmitri Medvedev er talinn hafa litla reynslu af utanríkismálum, en mun sem Rússlandsforseti stjórna ríki með kjarnorkuvopnabúr, neitunarvald í öryggisráði SÞ og ríki með stirð samskipti við Vesturveldi í leit að frekari orku. Ljósmynd: Getty Images raska viðkvæmu valdajafnvægi MEDVEDEV OG UTANRÍKISMÁLIN ➤ Medvedev er 42 ára lögfræð-ingur og hefur lengi verið ná- inn bandamaður Pútíns. ➤ Hann er giftist æskuástinniSvetlönu árið 1982 og eiga þau soninn Ilya. ➤ Medvedev er 162 cm á hæð,en Pútín 165 cm. ➤ Medvedev syndir 1.500 metratvisvar á dag, og þykir skemmtilegt að lyfta lóðum, tefla og hlusta á rokktónlist. DMITRI MEDVEDEV Alþjóðastofnanir hafa hafið dreifingu á hjálpargögnum í þeim héruðum Mjanmar sem verst urðu úti í fellibylnum Nardis. Opinberar tölur herforingjastjórnarinnar um mannfall hafa hækkað dag frá degi, en bandarískur embættismaður í Rangoon lýsti því yfir í gær að rúmlega 100 þúsund manns kunni að hafa týnt lífi í hamförunum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna dreifði í gær hrísgrjónum til bágstaddra í Rangoon, en tregða stjórnvalda til að þiggja utanað- komandi aðstoð tefur hjálparað- gerðir. Leiðtogar víða um heim hvetja herforingjana til að þiggja sem fyrst þá aðstoð sem býðst. aij Hjálparstofnanir koma mat til bágstaddra Mjanmar fær hjálp © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 úti á túni SOMMAR djúpir diskar, Ø18 cm. 50 stk. 695,- SOMMAR pokar, B45, H45 cm. 150,-/stk. GRENÖ gólfdýna, Ø50 cm. 2.990,- SOMMAR ilmkerti, ýmsir litir H12 cm. 495,-/stk. SOMMAR löber, B45xL140 cm. 695,- SOMMAR flugnaspaðar, 95,-/2 stk. 195,-/stk. SOMMAR íspinnamót, ýmsir litir www.IKEA.is/sumar Það er Stærsta dreifikerfið inn um lúguna á morgun Stuðningsmenn stjórnarandstöð- unnar í Líbanon boðuðu til alls- herjarverkfalls í gær. Kveikt var í bílum og byssuskot heyrðust víða í höfuðborginni Beirút þegar stjórnarandstæðingum og stjórn- arliðum laust saman. Spenna hef- ur magnast undanfarna 5 mánuði þar sem ekki hefur náðst eining um útnefningu forseta. aij Róstur í Líbanon Eitt fyrsta emb- ættisverk nýkjör- ins borgarstjóra Lundúna var að banna áfengi í al- mennings- samgöngu- tækjum borgarinnar. Frá og með 1. júní verður refsivert að vera með opin áfengisílát í stræt- isvögnum og neðanjarðarlestum. Bannið nýtur stuðnings lögreglu- yfirvalda, sem telja það leiða til fækkunar alvarlegra glæpa. aij Boris bannar sprútt í strætó

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.