24 stundir - 08.05.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
Óskum eftir að kaupa sumarbústað,
fokheldan eða fullbúinn,
tilbúinn til fluttninga
gegn staðgreiðslu
uppl í síma 840-6100
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði skynsamlega
um Evrópumál á fundi miðstjórnar flokksins um síðustu helgi. Eins og í
öðrum stjórnmálaflokkum á Íslandi eru skiptar skoðanir um aðild Íslands
að Evrópusambandinu í Framsóknarflokknum. Guðni óttast greinilega
klofning í flokknum vegna deilna um Evrópumálin. Tillaga formannsins
að leið út úr þeim ógöngum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
Ísland eigi að sækja um aðild að ESB, og svo verði aðildarsamningurinn
lagður fyrir þjóðina í annarri atkvæðagreiðslu.
Guðni er fyrsti flokksformaðurinn, sem leggur þetta til, en forystumenn
annarra flokka ættu að hafa ástæðu til að skoða tillöguna með opnum
huga. Fyrir því eru margar ástæður.
Í fyrsta lagi hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin undanfarin ár, að ástæða
sé til að nýta kosti beins lýðræðis á Íslandi; leyfa almenningi að kjósa beint
um stór mál. Eru mörg mál stærri en þetta? Hvorki andstæðingar né fylg-
ismenn ESB-aðildar hafa ástæðu til að leggjast gegn þessari lýðræðislegu
leið; þeir hljóta að hafa nægilega trú á málstað sínum og sannfæring-
arkrafti.
Í öðru lagi gæti atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn losað Evrópumálin
úr spennitreyju flokkakerfisins. Þessi aðferð myndi leysa upp flokkslín-
urnar í þessu máli og gera stjórnmálamönnum og kjósendum í öllum
flokkum kleift að skipa sér í fylkingar, burtséð frá flokkslínum, og vera
sammála um að vera ósammála. Þingmenn, sem ekki vildu skipa sér í
þessar fylkingar, gætu sleppt því að gefa upp sína afstöðu eins og þeir
þyrftu að gera ef Alþingi ætti eitt að ráða hvort sótt yrði um aðild. Hins
vegar yrði að gera ráð fyrir að Alþingi virti þjóðarviljann þegar ákveðið
yrði hvort sótt yrði um aðild að ESB eða núverandi
ástandi viðhaldið.
Í þriðja lagi er það alveg rétt hjá Guðna Ágústssyni
að með því að fara þessa leið myndi Evrópuumræðan
öðlast nauðsynlega jarðtengingu og báðar fylkingar
gætu farið að ræða efni málsins, kosti og galla aðildar.
Meiri umræður þurfa auðvitað að fara fram um
það hvaða skilyrði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu
sett. Þar eru margar leiðir í boði. Guðni Ágústsson
virðist ganga út frá að breyta þyrfti stjórnarskrá til að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild. Það er
hins vegar alls ekki nauðsynlegt; um hana mætti setja
sérstök lög ef menn teldu brýnt að taka ákvörðun um
aðildarumsókn áður en til alþingiskosninga kæmi.
Þjóðaratkvæði?
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Í vikunni tók HB Grandi þá
ákvörðun að reka fyrirvaralaust
alla starfsmenn Síldarbræðslu
Granda á Akra-
nesi. Starfs-
mönnum var
réttur miði þar
sem stendur: Þér
er hér með sagt
upp störfum. Þér
mun verða
greiddur löglegur
uppsagnarfrestur.
Óskum þér hins besta í framtíð-
inni. Aðrar útskýringar fengust
ekki. Eggert Guðmundsson for-
stjóri mætir svo í viðtal við fjöl-
miðla og segir að nýir starfsmenn
muni taka við og ekki sé óskað að
eldri starfsmenn vinni uppsagn-
arfrestinn. […] Hvað er forstjór-
inn að gefa í skyn?
Guðmundur Gunnarsson
gudmundur.eyjan.is
BLOGGARINN
Reynslan út
Ætli flestir séu ekki búnir að fá
nóg af „Eurovision“-ferðum ut-
anríkisráðherra um heiminn
undanfarið.
Rök annarra ráð-
herra og einnig
forsetans fyrir
endalausum ferð-
um sínum um
heiminn er ein-
mitt þátttaka í
þessari „Eurovisi-
on-keppni“ utan-
ríkisráðherra. Gildir þar einu
hvort ferðast er með einkaþotum
eða í almennu farþegaflugi, allt
hlýtur þetta að kosta sitt.
Gæti það verið að stefna rík-
isstjórnarinnar í utanríkismálum
mótist fyrst og fremst af smjaðri
fyrir ríkjum hér og hvar í heim-
inum í þágu keppninnar …
Jón Bjarnason
jonbjarnason.blog.is
Eurovision
Og hvað um Íbúðalánasjóð? Svör
óskast. Á að verða við kröfum
fjármálastofnana um að slátra
sjóðnum eða á að
láta almanna-
hagsmuni ráða og
efla sjóðinn? Þá
þarf að endur-
skoða þau frum-
vörp sem koma í
stríðum straum-
um út úr Stjórn-
arráðinu. Halda
menn til dæmis að stjórn-
arfrumvarp um að afnema skatta
af söluhagnaði fyrirtækja af
hlutabréfum sé líklegt til að vekja
fögnuð á meðal láglauna- og
meðaltekjufólks? Halda menn að
einkavæðingarstefna Guðlaugs
Þórs og Ágústs Ólafs sé til þess
fallin að stuðla að þjóðarsátt?
Ögmundur Jónasson
ogmundur.is
Þjóðarsátt?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Hægt er að lesa í bókum um uppboð á
gömlu fólki og niðursetningum. Þar er
sagt frá grimmilegri framkomu yfirvalda í garð
þeirra sem minna máttu sín. Munaðarleysingjar,
sjúklingar og gamalmenni sem engan áttu að
vissu ekki hvar þau myndu eiga að vera eftir
næstu fardaga. Uppboðin réðu því - sá bóndi sem
minnst bauð tók fólkið að sér og í sumum til-
vikum bjuggu þessir niðursetningar við afar bág
kjör.
Þessar hugsanir fóru um huga minn þegar ég las
frétt 24 stunda í gær um flutning gamalmenna frá
Þingeyri til Ísafjarðar.
Ég vil taka það fram að ég er þess fullviss að allir
sem vinna á þessu sviði á Ísafirði eru frábært fólk
er sýnir gamla fólkinu alúð og hlýju. En með
fullri virðingu; það er ekki hægt að gera þetta
sem 24 stundir greina frá. Það er ekki hægt að
loka dyrum þessa heimilis. Eða hvernig yrði
manni sjálfum við ef maður kæmi heim einn dag-
inn og það væri búið að loka dyrunum. Og mað-
ur mætti svo koma eftir einn mánuð. Svei attan!
María Kolbrún Valsdóttir, starfsmaður á þessu
heimili, Tjörn á Þingeyri, komst vel að orði þegar
hún sagði m.a.: „Það virðist enginn hugsa um
hvernig flutningurinn fer í fólkið. Það er heil-
mikið álag fyrir gamalt fólk að fara á elliheimili
og verður það margt mjög þunglynt fyrst á eftir.
Auðvitað eru svipuð áhrif af því að flytja á milli
staða.“ Þetta gæti ekki verið betur orðað og á
skýrari hátt.
Já, þessi gerningur er vís til þess að skapa óöryggi
og jafnvel ótta hjá gamla fólkinu,
sem þarna býr. Ætti það ekki að
vera í lófa lagið að fá fólk til þjón-
ustu þegar svo mikill nið-
urskurður er á þorskveiðum sem
frægt er orðið? Ég vona það af al-
hug að nauðungarflutningar á
gömlu fólki verði ekki teknir upp
að nýju í landi okkar, sem hefur
státað af velferð og velsæld. Nú
skulum við staldra við.
Höfundur er alþingismaður
Nauðungarflutningar
ÁLIT
Karl V.
Matthíasson
kvm@althingi.is