24 stundir - 08.05.2008, Síða 22

24 stundir - 08.05.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Mörg slys eiga sér stað í umferð- inni yfir sumarmánuðina enda er fólk meira á ferðinni á þjóðvegum landsins á þeim árstíma. Enn fremur hafa ökumenn tilhneigingu til að keyra hraðar þegar veður er gott og aðstæður með besta móti. Það er því við hæfi að hópur hjúkrunarfræðinga efni til fjölda- göngu gegn umferðarslysum nú í sumarbyrjun áður en fólk flykkist út á þjóðvegina. Með göngunni vilja þeir votta fórnarlömbum slysa og aðstandendum þeirra samúð og stuðning og vekja al- menning til umhugsunar um hve slys geta haft alvarlegar og víð- tækar afleiðingar. Bríet Birgisdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og einn að- standenda göngunnar, bendir á að slysin hafi einnig áhrif á heilbrigð- isstarfsfólk og aðra sem að þeim koma. Finna samstöðuna „Við ræðum náttúrlega ekki einstaka atvik og erum bundin þagnarskyldu. Mörgum finnst samt svolítið erfitt eftir að hafa komið að hörmulegum slysum og sinnt fólki að geta ekki tjáð sig um það. Þetta er því vettvangur fyrir okkur til að koma saman og finna samstöðuna,“ segir Bríet. Margir koma að umferðarslys- um með einum eða öðrum hætti, allt frá lögreglu og sjúkraflutninga- mönnum til presta og útfarar- stjóra. Allar þessar stéttir taka þátt í göngunni í dag og sýna þar með samstöðu. Kvíða sumarhelgum „Mjög margir þeirra sem farast í bílslysum eru ungmenni og þegar slíkur harmleikur kemur upp er nærvera okkar við aðstandendur mikil. Það hefur talsverð áhrif á okkur,“ segir Rúnar Geirmunds- son útfararstjóri. „Við tökum þetta að sjálfsögðu inn á okkur því að það er allt annað að jarða ungt fólk en þann sem deyr á elliheimili saddur lífdaga,“ segir hann. „Við þurfum kannski að ganga frá illa útleiknu líki sem hefur dottið út úr bíl og fengið hann of- an á sig. Það hefur mikil áhrif á okkur að þurfa að standa í þessu trekk í trekk í mörg ár og horfa síðan upp á aðstandendur ganga í gegnum þá sorg sem fylgir þessu,“ segir Rúnar. „Það grípur mann kvíðatilfinning hverja einustu helgi á sumrin, sérstaklega ef maður heyrir í þyrlu eða sjúkrabíl,“ segir Rúnar Geirmundsson að lokum. Snerta marga Umferðarslys hafa mikil áhrif á heilbrigðisstéttir og aðra sem koma að þeim. Gengið verður gegn slysum í umferðinni í dag Umferðarslysin koma við marga Umferðarslys hafa mikil áhrif á heilbrigðisstéttir og aðra sem þurfa að koma að þeim með ein- um eða öðrum hætti. Þessar stéttir standa að göngu gegn slysum í dag. ➤ Gengið verður af stað fráLandspítalanum við Hring- braut kl. 16:30 í dag. ➤ Sjúkraflutningamenn oghjúkrunarfræðingar halda á blöðrum sem tákna þá sem létust og slösuðust í umferð- inni hér á landi á síðasta ári. ➤ Blöðrunum verður sleppt ígöngulok við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi. GENGIÐ GEGN SLYSUM 24stundir/RAX Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir afleiðingar umferðarslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem heim- urinn stendur frammi fyrir. Alvar- legastur er vandinn í fátækum löndum heimsins en meira en 80% allra umferðarslysa verða í þróunarlöndum og fátækari lönd- um heims. Á hverjum degi látast um 3.000 manns í umferð- arslysum í heiminum en það er rúmlega sá fjöldi sem fórst í árás- inni á World Trade Center árið 2001. Enn fleiri hljóta alvarlega áverka sem há þeim jafnvel það sem þeir eiga eftir ólifað og skerða getu þeirra til að vinna og njóta lífsins. Þá má ekki heldur gleyma því að á bak við hvern þann sem lætur lífið eða slasast alvarlega í umferðarslysi er fjöldi aðstand- enda, ættingja, vina og vinnu- félaga sem þurfa að takast á við afleiðingarnar og jafnvel vinna úr sorginni og missinum. Umferðarslysum fylgir jafn- framt mikill kostnaður fyrir sam- félagið en samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu Umferðarstofu er talið að umferð- arslys á Íslandi kosti á milli 21 og 29 milljarða króna á ári. Umferðarslys eru eitt helsta heilbrigðisvandamál heimsins Um þrjú þúsund látast á dag Heilbrigðisvandi Af- leiðingar umferðarslysa eru eitt helsta heilbrigð- isvandamál heimsins. Mikið úrval af glæsilegum kjólum Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.