24 stundir


24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 08.05.2008, Qupperneq 27
Á gangi Vaskir göngu- garpar á Reykjanesinu. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið hófst um síðustu helgi og heldur áfram næstu fjóra laug- ardagana. Boðið er upp á menn- ingar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum í upplandi Hafnarfjarðar. Farar- stjóri verður Sigrún Jónsdóttir Franklín, kennari og leiðsögumað- ur. „Tilgangurinn með þessum ferðum er fyrst og fremst að hvetja fólk til gönguferða á Reykjanes- skaganum, og það er einmitt sér- staklega við hæfi núna þegar mikil áhersla er lögð á eldsneytissparn- að. Enginn hörgull er á náttúru- perlum á Reykjanesinu þannig að það er tilvalið fyrir þá sem búa þar og á höfuðborgarsvæðinu að fara í gönguferðir þar, enda mjög stutt að fara,“ segir hún. Í ár verð- ur lögð áhersla á gönguleiðir ná- lægt Hafnarfirði og fyrir því eru tvær meginástæður að sögn Sig- rúnar. „Í fyrsta lagi á Hafnarfjarð- arbær 100 ára afmæli í ár og í öðru lagi er mikilvægt að ná til íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það er al- veg einstakt í heiminum að vera með svona mikið víðerni með ósnortinni náttúru jafnstutt frá þéttbýli.“ Fyrir alla Göngurnar hefjast allar klukkan 11 á laugardögum og taka að jafn- aði um þrjá til fjóra klukkutíma. „Það er heildartíminn með öllum stoppum. Gönguleiðirnar eru allar í kringum 7 kílómetra langar og reglulega er stoppað þar sem ég fjalla um það sem fyrir augu ber. Fólk á öllum aldri hefur tekið þátt og ég veit til dæmis að næsta laug- ardag ætlar að koma móðir með fimm mánaða gamalt barn. Þetta eru allt gönguleiðir á flatlendi þannig að flestallir ættu að ráða við þær,“ segir Sigrún. Ekkert þátttökugjald er í ferð- unum en rúta flytur göngufólk til baka á upphafsstað í lok hverrar göngu og kostar 500 krónur í rút- una. „Þátttaka er frjáls og ekki er nauðsynlegt að skrá sig. Þeir sem taka þátt í þremur eða fleiri göng- um fá nafn sitt í pott sem verður dregið úr í lokin. Í vinning eru úti- vistarvörur frá Cintamani,“ segir hún að lokum. Næsta laugardag, 10. maí, verð- ur gengið um svokallaðan Ketils- stíg. Ekin er Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði að skilti sem á stendur Djúpavatn, beygt til hægri og ekið að gulum stikum merktum Ketils- stíg. Gönguverkefni á Reykjanesskaganum Náttúruparadís innan seilingar Gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið hófst um síðustu helgi og heldur áfram næstu fjóra laug- ardaga. Um er að ræða menningar- og sögu- tengdar gönguferðir fyrir fólk á öllum aldri. Mark- miðið er að hvetja til úti- vistar á Reykjanesskag- anum. ➤ Nánar má lesa um næstu fjór-ar gönguferðir á vefsíðu Sig- rúnar á sjfmenningarmidl- un.is. AF STAÐ Á REYKJANESIÐ 24stundir FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 27 Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Mest seldu pottar á Íslandi Nokkrar staðreyndir um gæði pottanna. • 3,5 hestafla dælur. • TruGard hitari 4,4 kw, sá besti á markaðinum. • Lokið þolir 1000 kg. • Öflugt Ozon hreiniskerfi fylgir öllum okkar pottum. • Botninn eru úr trefjagleri, (rotnar eða fúnar ekki.) • 100% músheldur. • Opnanlegar aðgangslúgur frá öllum hliðum. • Gegnheill cedrusviður. • Lífstíðarábyrgð á skelinni, sem er úr trefjagleri. • 5 ára ábyrgð á öllum mótorum, rafkerfi. • 24 tíma öflugt hreinsikerfi. Arctic Spas eru framleiddir í Kanada. Þola -50 gráður frost og henta einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Vissir þú að Arctic Spas eru ódýrastir í rekstri af öllum pottum framleidd- um í heiminum!! Út er komin árbók Ferðafélags Íslands 2008 og er höfundur henn- ar Hjörleifur Guttormsson nátt- úrufræðingur sem skrifar hér um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Fjöl- margar ljósmyndir skreyta bókina og eru flestar þeirra eftir höfund- inn sjálfan. Auk þess hefur hún að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. Bókin fjallar um fjölbreytt og einkar áhugavert svæði bæði hvað varðar náttúrufar og möguleika til útivistar. Þar skiptast á eyðibyggðir í hrikalegri umgjörð og nærliggj- andi svæði með byggð í blóma. Loðmundarfjörður og Víkur eiga sér langa og merkilega byggð- arsögu sem náði fram yfir miðja síðustu öld. Nú njóta þessir staðir með sitt einstaka náttúrufar mikilla vinsælda meðal útivistarfólks. Sama má segja um Borgarfjörð eystra með sinni margrómuðu um- gjörð. Daníel Bergmann annaðist um- brot á bókinni, en kortin í henni eru teiknuð af Guðmundi Ó. Ingv- arssyni að forskrift höfundar hvað örnefni varðar. Auk staðfræðiupp- drátta er þar að finna fjölda skýr- ingarmynda um jarðfræði, lífríki og fornminjar. Prófarkalestur var í höndum ritnefndarmannanna Árna Björnssonar, Eiríks Þormóðs- sonar og Guðrúnar Kvaran. Helgi Magnússon vann að skráargerð og Jón Viðar Sigurðsson ritstýrði verkinu. Árbók Ferðafélags Íslands 2008 komin út Fjölbreytt landsvæði Á vefsíðunni ganga.is má finna ýmiss konar fróðleik fyrir göngu- fólk og annað útivistarfólk. Meðal þess sem í boði er eru göngukort frá öllum landshlutum, upplýsing- ar um skipulagðar gönguferðir, ráðleggingar um réttan búnað á göngum um landið, umgengnis- reglur og margt fleira. Þá geta not- endur síðunnar komið nýjum gönguleiðum á framfæri með því að skrá þær inn. Nú þegar inni- heldur vefurinn um 800 gönguleið- ir víðsvegar um landið. Tæplega 300 þeirra teljast stuttar og um 500 langar. Ganga.is er gagnlegur vefur Um 800 gönguleiðir Útilegukortið 2008 er nú komið í sölu. Um er að ræða kort sem veitir handhafa þess, maka og fjórum börnum undir 16 ára aldri möguleika á að gista á 33 tjaldsvæðum í allt sumar. Ein- ungis er greitt einu sinni fyrir kortið og síðan er hægt að nota það að vild á þeim 33 tjald- svæðum sem eru samstarfsaðilar Útilegukortsins. Hægt er að festa kaup á kortinu á vefsíðunni uti- legukort.is, á tjaldsvæðum sam- starfsaðila Útilegukortsins, á þjónustustöðvum N1 og í flestum útivistarverslunum. Verðið er 12.900 krónur. Útilegukort fyrir fjölskylduna LÍFSSTÍLLÚTIVIST lifsstill@24stundir.is a Í fyrsta lagi á Hafnarfjarðarbær 100 ára afmæli í ár og í öðru lagi er mikilvægt að ná til íbúa höfuðborgarsvæðisins.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.