24 stundir - 17.05.2008, Side 15

24 stundir - 17.05.2008, Side 15
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 15 Í Evrópusamstarfi er Ísland í sér- flokki þegar kemur að hlýðni við regluverk Evrópusambandsins. Meðan ESB og ESA-stofnunin gáfu út liðlega 1300 kærur á hendur að- ildarlöndum var aðeins einni stefnt að Íslandi en 184 að Frakklandi svo dæmi sé tekið. Um þetta má lesa í skýrslu Evrópunefndar forsætis- ráðuneytis sem út kom á síðasta ári en þar lögðu saman krafta sína fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Niðurstaðan er athyglisverð í ljósi þess hvernig núverandi ríkisstjórn notar Evrópureglur sem skálkaskjól fyrir reglugerðarfargan sem hún leggur á margar atvinnugreinar. Frægust að endemum er deilan um hvíldartíma ökumanna. Heldur minni athygli hlaut vinnutímatil- skipun hjúkrunarfræðinga sem vakti þó upp mikla andstöðu í þeirri stétt. Þegar deilan á sjúkra- húsunum var komin í hnút hjó heilbrigðisráðherra svo á allt saman með því að setja Evrópureglurnar í pappírstætarann vitandi að vita- skuld megum við óþekktast gagn- vart Brusselvaldinu eins og aðrir. Annað dæmi um fáránleika hinnar miklu löghlýðni Íslendinga er út- skipti Grímseyjarferjunnar. Ástæða þess að leggja varð gamla Sæfara var ekki óánægja Grímseyinga með skipið heldur að nokkrir ráðuneyt- ismenn höfðu fundið út að ferjan myndi innan tiltekins árafjölda hætta að uppfylla skilyrði ESB. Um- talað var að þá fóru starfsmenn og verktakar ríkisins að leita að skipi erlendis. Á Írlandi spurðu þessir Ís- lendingar þarlenda hvort ferjur sem falar voru myndu nú uppfylla Evr- ópustaðla. Svörin voru þau að Ír- arnir sem eru þó í ESB hefðu aldrei leitt hugann að slíku og ætluðu sér ekki að gera. En Íslendingar voru hér eins og englabörn að leita uppi hvað hægt væri að gera til að þókn- ast reglugerðarverksmiðjunni miklu. Í þessu tilviki kostaði þessi sérstæða samviskusemi landsmenn hundruð milljóna og ómæld leið- indi. Og þess í millum eru ESB– reglur notaðar sem grýla á launþega eins og í deilu við hjúkrunarfræð- inga eða skálkaskjól þegar kemur að eðlilegu viðhaldi á skipalyftu í Vest- mannaeyjum. Fyrir nokkrum árum var innleitt að bændur yrðu vegna Evrópureglna að merkja öll sín lömb með sérstöku Íslandsmerki svo að þau rugluðust ekki saman við búpening Evrópumanna. Síðan stendur ISLAND í öðru hverju lambseyra. Á ferðalagi um Frakk- land gat ég ekki betur séð en vinir mínir sem stunda þar sauðfjárbú- skap séu lausir undan sambærilegri vitleysu og eru þó meiri líkur á að frönsk kind þvælist yfir til Spánar heldur en að sú íslenska syndi yfir til Íra. Kannski erum við bara óhæf- ir í Evrópusamstarfi vegna minni- máttakendar gagnvart útlendu regluverki. Á ástandsárunum voru það heimasætur sem fengu í hnén gagnvart dátum, nú eru það möppudýrin og tæknikratarnir á landinu kalda. Og vitaskuld eru það barnalegar viðbárur að Íslending- um sé nauðugur sá kostur að inn- leiða hinn forkostulega landbúnað- arbálk ESB. Sennilegra er að hluti þeirra stjórnmálamanna sem halda því fram geri það gegn betri vitund. Allt tal um að fisksöluhagsmunum okkar sé ógnað er ósennilegt ef ekki hrein fjarstæða við ríkjandi aðstæð- ur þar sem eftirspurn eftir okkar af- urðum er meiri en nokkru sinni. Ógnin í þessu máli er sú að hér verði fluttir inn áður óþekktir dýra- og mannasjúkdómar því vitaskuld er ófrosið kjöt afar líklegt til sýk- inga. Ef menn vilja galopna á inn- flutning landbúnaðarafurða einir þjóða og drepa af sér innlenda framleiðslu þá eiga þeir að hafa heiðarleika til að viðurkenna það sem sína skoðun en ekki kenna út- lendingum um. En það er von að menn hiki því þetta er frekar skrýtin skoðun nú þegar kreppir að mat- vælaframleiðslu í heiminum og horfir í ofanálag í atvinnuleysi hér heima. Málið snýst ekki bara um hagsmuni bænda því bara á Reykja- víkursvæðinu munu tapast álíka mörg störf og eru í álverinu í Straumsvík. Og það hefur þótt muna um minna. Höfundur er alþingismaður og bóksali Af hráu keti, Grýlu og englabörnum ESB VIÐHORF aBjarni Harðarson Málið snýst ekki bara um hagsmuni bænda því bara á Reykjavík- ursvæðinu munu tapast álíka mörg störf og eru í álverinu í Straumsvík. að stjórnmálamaðurinn komist til vits. Það gangi ekki að ráðherra eða borgarfulltrúi fái hugmynd á leiðinni á fund og snúi kannske margra ára vinnu á haus, setji af stað uppstokkun á vinnustöðum og þjónustu og heimti niðurstöðu eftir þrjár vikur. Flestar opinberar stofnanir sinna þjónustu við al- menning. Reynt er að tryggja góða og gegnsæja stjórn- sýslu með lögum og reglugerðum. Fólkið hefur hins vegar enga trú á því að stjórnsýslan sé góð. Sérstaklega ekki í Reykjavík. NN á ríkisstofnun telur að mikið ein- elti hafi blossað upp gegn núverandi borgarstjórn. Það sé langt frá því að uppákomur í borgarstjórn séu allar stjórnsýsluleg einsdæmi. Fúsk og misbeiting valds sé á ábyrgð allra flokka sem komist hafi að kjötkötlunum. „Margur skandallinn kemst aldrei í hámæli og þótt þeir fréttist þá verður ekki úr þeim einelti eins og í Reykjavík núna,“ segir þessi NN, sem telur fjölmiðla vera undir hælnum ekki síður en embættismenn. Skyldurnar eru við almenning „Mér finnst að embættismenn eigi fyrst og fremst að stjórna sinni stofnun eftir bestu vitund og segja sína meiningu, “ segir Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. Hún hefur öðruvísi sýn á hlutverk embættismannsins en margir sem rætt var við. „Það hlýtur að vera óskaplega asnalegt og erfitt að vera embættismaður í borginni núna,“ segir Áslaug. Henni finnst ekki að embættismenn eigi að þegja ef þeim ofbýður. Áslaug bendir á Magnús Pétursson, for- stjóra Landspítalans, sem lýsti afstöðu sinni áður en hann hætti. En einstigi kerfisins er vandratað. Hér kvarta embættismenn, en stjórnmálamenn geta líka kvartað yfir einþykkum embættismönnum sem taka sjálfir pólitískar ákvarðanir og sigla gegn ríkjandi stefnu. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Embættismenn hafa nokkr- ar leiðir til að láta ekki ráðskast með sig. Taki stjórnmálamaðurinn ekki rökum eða skilji ekki dæmið, lenda mál gjarnan í hægagangi og bið eftir því að hann komist til vits. *** Örfá herbergi - síðustu sætin *** Heimsferðir bjóða nú frábært sértilboð í viku á Grand Hotel ****+ með hálfu fæði. Grand Hotel er glæsilegt hótel í hjarta Rhodosborgar. Á hótelinu er mjög fín aðstaða, nokkrir veitingastaðir, barir, flottur sundlaugargarður og barnalaug, líkamsræktaraðstaða og sauna svo eitthvað sé nefnt. Herbergin eru öll vel útbúin með sjónvarpi,síma, öryggishólfi, ísskáp og baðherbergi með hárþurrku. Svalir eða verönd eru á öllum herbergjum. Frábær valkostur sem býður góðan aðbúnað fyrir hótelgesti. Njóttu lífsins í fríinu á eyju sólarinnar. Ath. Mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessu ótrúlega verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Rhodos 7. júní frá kr. 69.990 með hálfu fæði Verð kr. 69.990 hálft fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði á hótelherbergi á Grand Hotel ****+ í viku, 7. júní. Aukagjald fyrir sjávarsýn er kr. 7.000 á mann. Ótrúlegt sértilboð! Glæsileg gisting **** M b l 1 0 0 6 3 0 8 + Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.