24 stundir - 17.05.2008, Síða 20
Minnihlutinn er gjarnan áhrifalaus samkvæmt íslenskum skilningi á lýðræði, segir Gunnar Helgi Kristinsson Tiltrú á
stjórnmálamönnum fer minnkandi Stuðningur við lýðræði en vonbrigði með ýmsar niðurstöður þess
Gunnar Helgi „Við Ís-
lendingar höfum haft
svolítið tréhestalegan
skilning á lýðræðinu.“
24stundir/Ómar
„Ég held að við Íslendingar höf-
um haft svolítið tréhestalegan skiln-
ing á lýðræðinu. Hann gengur út á
að við þegnar þjóðfélagsins höfum
rétt til að ákveða sumt, við gerum
það gjarnan með atkvæða-
greiðslum, en veitum minnihlutan-
um fá tækifæri til að hafa áhrif,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands.
Gunnar hélt í gær fyrirlestur um
lýðræðishugtakið á ráðstefnu um
lýðræði í sveitarfélögum. „Það sem
ég vildi gera með þessum fyrirlestri
var að opna umræðu um það að við
Íslendingar ættum kannski að skilja
lýðræðið aðeins sveigjanlegri og
víðtækari skilningi.“
Áhyggjur af lýðræðinu
„Fólk hefur áhyggjur af lýðræði
víða um heim. Það virðist vera sem
trú fólks á stjórnmálamönnun fari
minnkandi og kosningaþátttaka
minnki. Á sama tíma er stuðningur
við lýðræði almennur, m.a.s. í
heimshlutum þar sem ekki ríkir
lýðræði. Það er sem sagt almennur
stuðningur við lýðræði, en von-
brigði með ýmsar af niðurstöðum
þess. Það er ekki ólíklegt að ástæða
þessa sé að við meinum ólíka hluti
með hugtakinu lýðræði.“
Gunnar gerir ekki ráð fyrir að all-
ir verði nokkurn tímann sammála
um hvernig skilja beri lýðræðið. En
með því að kryfja hugtakið megi
a.m.k. öðlast samræðugrundvöll og
betri skilning á ágreiningnum.
Hann segir gagnlegt í því samhengi
að velta fyrir sér hverjar þær lyk-
ilspurningar sem lýðræðiskenning-
ar þurfi að svara séu. Þær spurn-
ingar telur hann vera fjórar.
Hverjir taka þátt í lýðræðinu?
„Í fyrsta lagi þurfa þær að geta
svarað því hverjir eigi aðild að lýð-
ræðislegum ákvörðunum; þ.e.
hverjir eigi réttmæta kröfu á því að
taka þátt. Lýðræðiskenningar svara
því annars vegar á þrengjandi hátt
og hins vegar á víkkandi. Sumar
kenningar loka töluvert á ákveðna
hópa og ganga út á að það séu fyrst
og fremst þeir sem hafa náð
ákveðnum aldri og hafa varanlega
búsetu á tilteknu svæði sem eigi rétt
til þátttöku.
En heimurinn er orðinn svo flók-
inn og samtvinnaður að það er
kannski ekki hægt að ætlast til þess
að bara þessi hópur hafi áhrif á það
sem gerist í hverri einingu. Þess
vegna telja aðrir að við þurfum að
skilja lýðræðishugtakið víðari skiln-
ingi; við verðum að taka tillit til þess
að það eru önnur sveitarfélög þarna
úti, önnur ríki, og það eru alþjóða-
samtök og fyrirtæki sem við þurfum
kannski að hlusta á.“
Slíkir aðilar taka ekki endilega
þátt í lýðræðinu með því að kjósa,
segir Gunnar, heldur frekar í gegn-
um samræðu.
Sem dæmi þurfi að velta þessari
spurningu upp þegar sveitarstjórnir
taka ákvarðanir sem varða landið
allt: „Er það t.d. bara mál Hafnfirð-
inga hvort þeir heimila skipulag
sem leyfir stækkun álvers, eða
skulda þeir afganginum af landinu
rökræðu um það?“
Leiðin að niðurstöðu
Önnur spurningin sem lýðræð-
iskenningar þurfa að sögn Gunnars
að svara, er hvernig við komumst að
lýðræðislegri niðurstöðu um mál
þar sem hagsmunir eru ólíkir og
ósamrýmanlegir.
„Það má segja að lýðræðiskenn-
ingar hafi tvenns konar viðhorf til
þessa. Annars vegar eru það þeir
sem segja að opinber stefnumótun
eigi að endurspegla sem best óskir
og hagsmuni almennings.
Hins vegar eru þeir sem segja að
tilgangur lýðræðisins sé fyrst og
fremst að koma í veg fyrir misnotk-
un á valdi. Það sé óraunhæft að ætla
að taka tillit til hinna ólíku óska, en
það sé mikilvægt að ábyrgð stjórn-
valda sé skýr.“
Samkvæmt síðara viðhorfinu er
ekkert ólýðræðislegt við það að lýð-
ræðislega kjörnir fulltrúar taki
ákvarðanir sem kjósendur eru al-
mennt á móti. Það sé hins vegar
kjósenda að gera upp við sig á kjör-
dag hvort hinar óvinsælu ákvarð-
anir veiti tilefni til að skipta um
valdhafa.
Hvaða undirbúning þarf til?
„Þriðja spurningin fjallar um
hvers konar undirbúning ákvarðan-
ir þurfi til þess að geta talist lýðræð-
islegar. Er nóg að einfaldlega boða
til kosninga, eða þurfum við að
leggja vinnu í að þróa valkosti,
miðla upplýsingum og eiga rök-
ræðu um þá?“
Enn eru tvær leiðir til að svara
þessari spurningu. Annars vegar eru
það þeir sem aðhyllast það sem
Gunnar kallar skynsemiskenningar.
Þeir svara því til að almenningur
skilji hagsmuni sína, það sé ólíklegt
að hann skipti um skoðun við rök-
ræðu um kosti og leiðir, og því sé
nóg að boða til kosninga um
ákvörðun til þess að hún teljist lýð-
ræðisleg.
„Hins vegar er sú skoðun að
kosningar séu ófullkominn mekan-
ismi og það þurfi að ræða hvaða
kostir komi til greina og upplýsta
umræðu áður en gengið er til kosn-
inga.“
Staða minnihluta
Fjórða spurningin sem Gunnar
segir að lýðræðiskenningar þurfi að
svara er hvaða stöðu og rétt minni-
hlutinn hefur. „Viljum við að sá sem
hefur tapað máli geti haldið því
áfram, kært það, skotið því til ann-
ars stjórnstigs eða framkallað al-
menna atkvæðagreiðslu? Eða viljum
við að málinu sé einfaldlega lokið
þegar t.d. niðurstaða fæst á þingi?
Það eru tvær skoðanir á þessu.
Annars vegar sú skoðun að það eigi
að vera ótvíræð forysta sem stendur
ábyrg gjörða sinna í kosningum.
Hins vegar er sú skoðun að minni-
hlutar eigi að geta haft úrræði af
ýmsu tagi og áhrif.“
Meira vald til sveitarfélaga
Gunnar segist telja að sveitar-
félögin muni taka að sér fleiri verk-
efni í framtíðinni. „Þróunin virðist
vera í þá átt, og ég held að það sé
skynsamleg þróun að sveitarfélögin,
sem eru nær vettvanginum, taki
fleiri ákvarðanir. Ég held þó ekki að
almenn atkvæðagreiðsla sé svarið
við ákallinu um meira lýðræði. Því
það eru margir aðrir hlutir sem þarf
að styrkja; t.d. sú tegund af umræðu
sem þarf að fara fram áður en
ákvörðun er tekin til að hægt sé að
kalla hana lýðræðislega. Einnig þarf
að fara fram umræða um hver rétt-
indi minnihlutans séu. Að þessum
hlutum þurfum við að huga, frekar
en endilega að hugsa alltaf um taln-
ingu hausa.“
Íslendingar með þröngan
skilning á lýðræðishugtakinu
FRÉTTAVIÐTAL
➤ Hverjir eiga rétt á þátttöku ílýðræðislegu ferli?
➤ Hvernig sættum við ósam-rýmanlegar óskir?
➤ Hvað þarf að eiga sér stað fyr-ir kosningar?
➤ Hvaða rétt hefur minnihlut-inn?
SPURNINGARNAR FJÓRAR
Hlynur Orri
Stefánsson
hlynur@24stundir.is
20 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
Á H U G A V E R T N Á M – S T E R K A R I S T A Ð A – A U K I N F Æ R N I