24 stundir - 17.05.2008, Side 21
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 21
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
í dag
Laugardagur 17. maí 2008
Raftónlistarmaðurinn
Klive heitir réttu nafni Úlfur
Hansson. Úlfur er fjölhæf-
ur mjög í tónlistinni.
» Meira í Morgunblaðinu
Úlfur er Klive
Harrison Ford hugnaðist
ekki hákarl og brennivín
sem boðið var upp á í teiti
RIFF í Cannes.
» Meira í Morgunblaðinu
Vildi ekki hákarl
Tilnefningar til Grímu-
verðlaunanna voru kynntar
í gær og fær leiksýningin
Ívanov flestar.
» Meira í Morgunblaðinu
Ívanov með tíu
reykjavíkreykjavík
Fólk veitir stjúpbörnum sínum
minni stuðning en eigin börnum,
hvort sem um er að ræða fjárhags-
legan eða annars konar stuðning.
Einnig er algengara að fjárhagslegi
stuðningurinn sem stjúpforeldrar
veita sé í formi láns fremur en gjaf-
ar.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn Ullu Björnberg, prófessors í
félagsfræði við Gautaborgarhá-
skóla, á mynstrum veitts og þegins
stuðnings og öðrum tengslum á
milli kynslóða. Hélt Björnberg fyr-
irlestur um efnið í Háskóla Íslands
í vikunni á vegum Rannsóknarset-
urs í barna- og fjölskylduvernd.
Stjúpbönd veikari en blóðbönd
„Það sem hefur helst forspárgildi
um hvort fólk veiti annarri mann-
eskju stuðning er að fólkið sé til-
finningalega náið. Þetta á við jafnt
um fjárhagslegan stuðning sem og
annan stuðning, s.s. hjálp við
heimilisstörf, skutl, ráðleggingar og
svo framvegis. Þannig er fólk lík-
legra til að hjálpa öðrum ef því
finnst viðkomandi vera náinn sér.
Þátttakendur í rannsókninni
voru beðnir um að telja upp þá
fjölskyldumeðlimi sem þeim stóðu
næstir. Þar tróna foreldrar og börn
í efstu sætunum en stjúpforeldrar
eru í því neðsta, sem sýnir að
tengslin eru veikari. Þetta skýrir
svo að börn veita stjúpforeldrum
sínum minni stuðning en blóðfor-
eldrum og öfugt,“ segir Björnberg.
Fjölskyldan val en ekki skylda
Þegar fólk var spurt um ástæðu
þess að það hefði veitt ákveðnum
aðila stuðning nefndu flestir ást og
umhyggju fyrir viðkomandi.
„Þetta er í samræmi við kenn-
ingar um að hugmyndin um fjöl-
skylduna hafi breyst á undanförn-
um árum og áratugum.
Áður fyrr voru sterkar hug-
myndir uppi um það að fólk væri
skyldugt til að hjálpa fjölskyldu-
meðlimum sínum vegna blóð-
bandanna einna saman. Nú virðist
sú hugmynd vera á undanhaldi og í
staðinn er sú hugmynd að ryðja sér
til rúms að fjölskyldan sé val og
eitthvað sem fólk þarf að vinna sér
inn. Fólk velur fremur en áður
hvort það er í samskiptum við fjöl-
skyldumeðlimi, eftir því hvort því
fellur við viðkomandi eða ekki, en
gerir það ekki af skyldu,“ segir
Björnberg.
Þarf ekki að styðja foreldrana
Mestur stuðningur er veittur frá
foreldrum til barna. Lítið flæði er í
hina áttina og virðist mikill munur
á viðhorfi fólks til aðstoðar eftir því
hvort hún er upp eða niður kyn-
slóðastigann.
„Þrír af hverjum fjórum þátttak-
endum voru þeirrar skoðunar að
foreldrar ættu að hjálpa fullorðn-
um börnum sínum fjárhagslega.
Hins vegar, þegar spurt var um
ábyrgð fullorðinna barna gagnvart
foreldrum sínum, reyndist meiri-
hlutinn þeirrar skoðunar að börnin
hefðu ekki siðferðislega skyldu til
að aðstoða foreldrana fjárhagslega.
Jafnframt setti ríflega helmingur
þeirra sem var andstæðrar skoðun-
ar, þ.e. telja börnin skyldug til að-
stoðar, ákveðin skilyrði við aðstoð-
inni, s.s. að foreldrið væri veikt.
Annars virðist það mjög sjald-
gæft að eldra fólk fái fjárhagslegan
stuðning frá fjölskyldunni, sem
getur bent til þess að lífeyriskerfið
sé nægilega gott. Þá virðist elsta
kynslóðin í Svíþjóð gefa minna til
barna og barnabarna en víða ann-
ars staðar, sem gæti bent til þess að
hún velji frekar að arfleiða afkom-
endur að eigum sínum,“ segir Ulla
Björnberg.
Vonda stjúpan
er ekki goðsögn
Stjúpbörn fá minni hjálp frá foreldrum en blóðskyld, segir Ulla
Björnberg Stjúpforeldrar í neðsta sæti yfir nána aðstandendur
➤ Þátttakendur voru 2.666 ein-staklingar og voru notaðir
spurningalistar.
➤ Þátttakendur í rannsókninnivoru spurðir t.d. hvort þeir
hefðu veitt einhverjum (og
þegið) stuðning á síðastliðnu
ári, um hvað var þá að ræða
og hver átti í hlut.
RANNSÓKNIN
Kynslóðatengsl Ulla Björn-
berg segir fleiri telja að for-
eldrar eigi að hjálpa börnum
sínum fjárhagslega en öfugt.
24stundir/Golli
„Þrátt fyrir að konur séu nú
komnar á vinnumarkaðinn og afli
þar með eigin tekna, eru karlar enn
líklegri til þess að veita fjárhags-
legan stuðning en konur. Þeir eru
einnig líklegri til að aðhyllast það
viðhorf að foreldrar eigi að styðja
börnin sín fjárhagslega.
Konur aftur á móti veita frekar
annars konar stuðning og veita
stuðning oftar,“ segir Ulla Björn-
berg, prófesssor í félagsfræði við
Gautaborgarháskóla, en hún hefur
rannsakað kynslóðatengsl og flæði
fjárhagslegs og annars konar
stuðnings á milli fólks.
Efri stéttirnar veita mest
„Þegar við skoðum gefendur og
þiggjendur stuðnings eftir fjárhags-
stöðu sjáum við að fólk sem hefur
þegið bætur, t.d. vegna atvinnu-
leysis eða veikinda, fær ekki meiri
stuðning frá aðstandendum en
annað fólk,“ segir Björnberg og
bætir við að þessir aðilar séu vænt-
anlega í mestri þörf.
„Það sem kemur einnig á óvart
er að félagslega netið hjá efri stétt-
unum virðist vera mjög sterkt því
fólk í þeim hópi var ekki aðeins lík-
legast til að hafa veitt fjárhagslegan
stuðning heldur einnig líklegt til að
hafa þegið slíka hjálp,“ segir hún.
Einstaklingurinn ábyrgur
Þátttakendur voru spurðir hvern
þeir mætu helst ábyrgan ef kæmi til
annars vegar ófyrirsjáanlegra út-
gjalda og hins vegar bágs efnahags-
ástands á heimili aðstandanda í
langan tíma.
„Það er athyglisvert að einstak-
lingshyggjan, þar sem lögð er
áhersla á að einstaklingurinn hafi
val og beri því ábyrgð á sjálfum sér,
virðist hafa rutt sér mikið til rúms.
Tæplega sjö af hverjum tíu sögðu
viðkomandi einstakling vera
ábyrgan ef til ófyrirsjáanlegra út-
gjalda kæmi og tæplega fjórir af
hverjum tíu að hann væri ábyrgur
ef efnahagsástand heimilisins væri
bágt til langs tíma,“ segir hún.
„Í viðhorfi til þessara þátta kom
reyndar fram ákveðinn menning-
armunur og voru Svíar og aðrir
norrænir þátttakendur líklegri en
aðrir til að telja að ef náinn aðili
byggi við bágar fjárhagslegar að-
stæður í langan tíma væri það hans
vandamál,“ segir Björnberg.
thorakristin@24stundir.is
Karlar eru líklegri en konur til að veita fjárhagslegan stuðning
Konur hlusta – karlar borga
FRÉTTAVIÐTAL
Þóra Kristín
Þórsdóttir
thorakristin
@24stundir.is