24 stundir - 17.05.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Hvaða lifandi manneskju líturðu upp
til og hvers vegna?
Mömmu. Því hún er svo töff.
Hver er þín fyrsta minning?
Þegar ég var að reyna að hjóla í garð-
inum hjá ömmu á bláa mótorhjólinu
mínu sem var eins konar þríhjól sem
leit út eins og mótorhjól.
Hver eru helstu vonbrigðin hingað til?
Það er of persónulegt til að segja
frá.
Hvað í samfélaginu gerir þig dapra?
Það er skelfilegt að hugsa til þess
hversu mikill ójöfnuður ríkir í heim-
inum. Það er alltaf jafnerfitt að vita að í
upplýstum heimi, eins og okkar, séu til
stríð og þjóðarmorð og að mannslíf séu
metin eftir því hvaðan í heiminum þau
eru.
Leiðinlegasta vinnan?
Fiskvinnsla frá átta til fimm, í smá-
þorpi í Suður-Frakklandi. Ég var að
flokka síld og flaka.
Uppáhaldsbókin þín?
Einmitt núna er það Truffaut/
Hitchcock-bókin mín en svo er Ronja
ræningjadóttir líka klassík.
Hvað eldarðu hversdags, ertu góður
kokkur?
Misjafnt eftir dögum. Ég er fínn
kokkur þegar ég legg mig fram.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
byggðri á ævi þinni?
Ég er ekki viss um að það fyndist
framleiðandi að þeirri mynd svo það yrði
mjög ódýr framleiðsla. Kannski væri
hægt að plata yngri systur mínar í það en
ég leyfi mér að efast um það.
Að frátalinni húseign, hvað er það dýr-
asta sem þú hefur fest kaup á?
Líklega tölvan mín.
Mesta skammarstrikið?
Ég múnaði einu sinni (múna: bera á
sér botninn) á mann fyrir utan Byko með
fóstursystur minni. Pabbi er enn að tala
um það og ég skammast mín. Annars
hafa skammarstrikin verið nokkur eftir
það.
Hvað er hamingja að þínu mati?
Hún er til í svo mörgum myndum.
Hvaða galla hefurðu?
Ég nenni ekki að telja þá upp.
Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi-
leikum, hverjir væru þeir?
Ég væri til í að geta færst milli staða
án þess að það tæki tíma og hvenær sem
er.
Hvernig tilfinning er ástin?
Góð.
Hvað grætir þig?
Stundum bíómyndir en það er sjaldan.
Stundum græt ég af gleði en stundum af
sorg.
Hefurðu einhvern tímann lent í lífs-
hættu?
Já. En tæknilega er hægt að deyja við
að bursta tennurnar.
Hvaða hluti í eigu þinni meturðu
mest?
Ég á marga góða hluti. Ég kann að
meta þá, held ég.
Hvað gerirðu til að láta þér líða vel?
Ég fer í sund.
Hverjir eru styrkleikar þínir?
Ég nenni ekki að telja þá upp.
Hvað langaði þig að verða þegar þú
varst lítil?
Forseti.
Er gott að búa á Íslandi?
Já, það hefur marga kosti.
Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi
einhvers?
Ég er ekki viss.
Hvert er draumastarfið?
Að búa til kvikmyndir og tónlist … Og
svo horfi ég enn hýru auga til forseta-
embættisins.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er í Barcelona að strauja, á leið til
Cannes á kvikmyndahátíð.
24spurningar
Vera Sölvadóttir
Vera er kvikmyndaleikstjóri,
söngkona og elur landann á
klassískum og góðum kvik-
myndum í kvikmyndaklúbbn-
um Fjalakettinum.
Síðasta stuttmynd Veru, Mon-
sieur Hyde, var sýnd á Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni
síðasta haust og fyrir þá mynd
hlaut hún tilnefninguna „bjart-
asta von Skandinavíu“. Tónlist
á einnig hug Veru og myndar
hún tvíeykið BB&Blake með
Magnúsi Jónssyni. BB&Blake
hefur skotist upp á íslenskan
poppstjörnuhimin með syk-
urskotnu rafpoppi og óborg-
anlegri kynningu.
Vera er að auki gríðarlega
metnaðargjörn, hugðist verða
forseti þegar hún var yngri og
rennir enn hýru auga til emb-
ættisins.
a
Ég múnaði einu sinni
(múna: bera á sér botninn)
á mann fyrir utan Byko með fóst-
ursystur minni.
24stundir/Halldór