24 stundir - 17.05.2008, Side 44

24 stundir - 17.05.2008, Side 44
44 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir                                      Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Á Valentínusardag var Ó Restaur- ant opnaður á Hótel Óðinsvéum þar sem meistarakokkurinn Siggi Hall réð lengi ríkjum. Áhrifa hans gætir að vissu leyti enn á nýja staðn- um enda standa fyrrverandi sam- starfsmenn hans vaktina í eldhús- inu og á matseðlinum er íslenskt hráefni í öndvegi enn sem fyrr. „Ég myndi segja að þetta væri nútíma- legur evrópskur staður þar sem við leggjum áherslu á árstíðabundið hráefni. Við reynum að halda okk- ur við eins mikið af íslensku hráefni og við getum en sækjum samt áhrif til Skandinavíu og Frakklands í matargerðinni,“ segir Kjartan Gíslason, matreiðslumaður á Ó. Ný tækni í matreiðslu Kjartan segir að ungir kokkar hér á landi séu duglegri við að nota ferskt íslenskt hráefni nú en þegar hann útskrifaðist fyrir átta árum. Enn fremur hafa þeir í auknum mæli tekið tæknina í sína þjónustu. „Menn steikja ennþá á pönnu en það eru komin ýmis tæki og tól sem hafa breytt svolítið landslaginu í matreiðslu undanfarið,“ segir Kjartan og tekur Rhonerinn sem dæmi. „Þetta er eins konar vatns- baðstæki sem gerir þér kleift að hitastýra vatninu. Maður pakkar hráefninu fyrst í lofttæmdar um- búðir, leggur það í þetta bað og eld- ar það. Við það verður kjötið miklu meyrara en áður. Það er hægt að elda heilu lærin í sólarhring og þau verða bara meyrari, safaríkari og betri fyrir vikið,“ segir Kjartan. „Þetta er orðið mjög vinsælt tæki á mörgum veitingastöðum í dag og sparar bæði tíma og vinnu,“ bætir hann við. Háþrýstihrærivél og spanhella Kjartan bendir á Paco Jet-há- þrýstihrærivél og spanhelluna sem dæmi um tæki sem hafa létt mat- reiðslumönnum lífið á undanförn- um árum. „Spanhellan var búin að vera í nokkur ár á veitingahúsum áður en hún varð svona gríðarlega vinsæl í heimahúsum,“ segir Kjart- an sem efast ekki um að fleiri tækninýjungar sem nú sé að finna á veitingastöðum eigi eftir að rata í heimahús með tímanum. Að lokum lætur Kjartan lesend- um 24 stunda í té uppskriftir að þremur einföldum en girnilegum réttum. Árstíðabundið hrá- efni ́Á Ó Restaurant er lögð áherslu á að nota árstíðabundið hráefni. Á veitingastaðnum Ó er íslenskt hráefni í öndvegi Evrópskur og nútímalegur Ungir kokkar eru dugleg- ir að nýta ferskt íslenskt hráefni og hafa enn frem- ur tekið nýjustu tækni í sína þjónustu að sögn Kjartans Gíslasonar, mat- reiðslumanns á Ó. ➤ Kjartan hefur unnið á sumumaf bestu veitingastöðum landsins svo sem Hótel Holti og Vox. ➤ Hann vann einnig um tíma áveitingastað Léa Linster í Lúx- emborg ásamt Hákoni Má Örvarssyni og Agnari Sverr- issyni. KJARTAN GÍSLASON Grænmeti og ávextir eiga ekki síður heima á grillinu en kjöt og fiskur. Hægt er að matreiða græn- metið á ýmsan hátt en algengast er líklega að þræða það upp á pinna eða láta það liggja í krydd- legi og skella því á álbakka. Sem dæmi um grænmetis- og ávaxtategundir sem gott er að þræða upp á pinna eru paprika, eggaldin, ananas og tómatar (einkum litlir kirsuberjatóm- atar). Hver og einn verður að velja þær tegundir sem honum hugnast best og svo er ekkert sem bannar manni að gera tilraunir og prófa eitthvað nýtt. Tómatasneiðar, eggaldin og kúr- bítur eru dæmi um tegundir sem gott er að grilla á álbakka. Sumir strá osti ásamt graslauk (eða ein- hverju kryddi) ofan á tóm- atsneiðarnar og leyfa honum að bráðna á grillinu. Eggaldin og kúrbít er upplagt að marinera, til dæmis í blöndu af ólífuolíu og balsamediki með svolitlu kryddi. Óreganó, Provence-krydd henta vel í slíka blöndu en annars er fólk hvatt til að prófa ólíkar teg- undir til að finna sitt bragð. Gott er að skera niður smálauk og leyfa honum að krauma með grænmetinu á bakkanum. Grænmeti á grillið Frá upphafi hafa tvö hús ráðið ríkjum í Margaux, Mothe-Margaux annars vegar og La Mothe-Cantenac hins vegar sem síðar urðu Château Margaux og Château D́Issan. Í raun er er Château D́Issan meðal elstu kastala á Médoc-svæðinu og gekk upprunalega undir nafninu Teobon á 15. öld, tvö hundruð árum síðar var kastalinn endurreistur í þeirri mynd sem við þekkjum í dag af franska riddaranum d’Essenault, ekki ósvipað kastala Þyrnirósar. Lengi vel voru vín Château D’Issan víðfræg fyrir gæði og þegar þau náðu sæti í þriðja flokki Cru Classé-gæðaflokkunarinnar 1855 jukust vinsældirnar til muna. Mottó hússins „Fyrir borð konunga og altari guða“ kom einmitt til vegna dálætis Franz Jósefs Austurríkiskeisara á vínunum. Eignin hafði verið í niðurníðslu í rúm 50 ár þegar Cruse-hjónin tóku við 1945 og hófu endurbætur. Djúpt, flókið nef með svörtum berjum, plómum, sólberjum, sedrusviði ásamt nettri blómaangan og léttum fjósakeim með vott af reyk. Munnurinn er fullur af svörtum plómum og kirsuberjum, þurrkuðum kryddum og kryddjurtum. Einkennandi fínleiki og hálfsæt, mjúk tannín, þétt fylling og í þægilegu jafnvægi. Meðalaldur vínviðanna er 35 ára og þroskun fer fram á franskri eik, 50% nýrri, í 16-18 mánuði. Flott að para við lambakjöt, nautakjöt, fuglakjöt og sveppi. Frábært til neyslu strax en má geyma næstu 8-9 ár. Þrúgur: 70% Cabernet Sauvignon, 30% Merlot. Land: Frakk- land. Hérað: Bordeaux. 3.990 kr. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Château D’Issan 2001 LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Menn steikja ennþá á pönnu en það eru komin ýmis tæki og tól sem hafa breytt svolítið landslaginu í matreiðslu. Aspassalat með béarnaise-sósu og gouda-osti Fyrir fjóra Hráefni: 3 grænir aspasstönglar, skræld- ir 3 hvítir aspasstönglar, skrældir 1 stk ætiþistill, skorinn í bita 50 g gouda-ostur, skorinn í litla bita Béarnise-sósa (hráefni): 3 eggjarauður 150 g smjör, brætt 1 msk fáfnisgras (estragon) saxað 1 msk hvítvínsedik salt Aðferð: Setjið aspasinn í sjóðandi vatn í 30 sekúndur og snöggkælið í klakavatni. Setjið eggjarauðurnar í skál og yfir pott með hægsjóð- andi vatni undir og þeytið. Hellið smjörinu rólega saman við og þeytið. Bætið edikinu við og fáfnisgras- inu og smakkið til með salti. Dreifið aspasinum á diskinn, ásamt ostinum og ætiþistlinum. Dreifið sósunni yfir og skreytið með ferskum kryddjurtum. FORRÉTTUR Aspassalat með béar- naise og gouda-osti 24stundir/Frikki Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Ironstone Obsession Symp- hony ’05. Opinn og kröftug- ur ilmur af smárum, nekt- arínum, melónum og lychee með þéttum ananas-, papa- ya- og mandarínukeim. Þurrt, flókið vín með brak- andi sýru. Þrúga: Symphony. Land: USA. Hérað: Kali- fornía.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.