24 stundir - 17.05.2008, Síða 49

24 stundir - 17.05.2008, Síða 49
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum 24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 49 Mikki Mús Dýragarðurinn VIÐ VILJUM AÐ ÞÚ BJÓÐIR ÞIG FRAM Í BÆJARSTJÓRN Í ALVÖRUNNI?!? ÞAÐ ER MIKILL HEIÐUR! SEINNA... ÞAÐ SEM MÉR LÍKAR VIÐ MÚSINA ER HVAÐ HANN ER FÁGAÐUR ÞAÐ ER RÉTT! MJÖG FÁGAÐUR Gúri litli er ársgamall köttur sem á sér undarlegan svefnstað. Á hverju kvöldi þegar eigandi hans fer að sofa trítlar hann inn á bað og hoppar inn í þvottavélina. Þar lætur hann fara vel um sig og sef- ur alla nóttina. Ekkert kattarból fyrir mig Ef þvottavélin er í notkun vælir hann vel og lengi og reynir að sannfæra eiganda sinn um að losa vélina til þess að hann geti fengið sér blund. Ef það stendur ekki til boða er vaskurinn næstur á listan- um en Gúri hefur engan áhuga á því að sofa í kattarbólinu sínu. Gúri á bróður sem heitir Keli og þeir eru alltaf fljótir að hjálpa hvor öðrum. Ef eigandinn ætlar til dæmis að klippa klærnar á einum þeirra mætir hinn strax og reynir að bjarga bróður sínum úr klípunni. Keli sefur þó ekki í þvottavélinni með bróður sínum heldur lætur vaskaskápinn nægja enda er dimmt og notalegt þar inni. iris@24stundir.is Kettir geta verið skrýtin dýr Gúri sefur alltaf í þvottavélinni LEIKUR KRAKKAKROSSGÁTA Dagur barnsins hvetur til samveru foreldra og barna. Gleði og sam- vera eru einkunnarorð dagsins. Í tengslum við dag barnsins í ár er efnt til tvenns konar samkeppni fyrir börn – annars vegar um til- lögu að gerð merkis og hins vegar um tillögu að stefi fyrir dag barns- ins. Í verðlaun eru 50 þúsund krónur. Skila á tillögu 22. maí. Hugmyndin er sú að börnin skapi sitt einkenni fyrir daginn um langa framtíð. Allar upplýsingar er að finna hér: www.dagurbarns- ins.is Verðlaunakeppni fyrir börn Dagur barnsins Þetta er söngleikur: Þátttakendur, sem eru númerað- ir í byrjun, sitja í hring og klappa, ýmist á hné sér eða lófum saman (byrja á hné). Einn er fenginn til að byrja leikinn. Menn verða að halda taktinn allan tímann, ef þeir ruglast eru þeir úr. Hinir sem eftir eru verða líka að fylgjast með því hvaða númer detta út, því ef þeir nefna númer einhvers sem er úr, eru þeir sjálfir úr leik. Allir byrja: „Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?“ Byrjandinn eða sá sem datt síðast úr: „Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær.“ Númer þrjú svarar: „Ha, ég?“ Hóp- urinn: „Já, þú“. Númer þrjú: „Ekki satt.“ Hópurinn: „Hver þá?“ Núm- er þrjú: „Númer tíu stal kökunni úr krúsinni í gær“ og þannig heldur leikurinn áfram. Þegar fáir eru eftir er hert á takt- inum og þarf þá sjaldan að bíða lengi eftir sigurvegaranum. Skemmtilegur söngleikur fyrir alla krakka Hver stal kökunni? 1 2 5 3 4 KRAKKAGAMAN lifsstill@24stundir.is a Af hverju taka Hafnfirðingar alltaf stiga með sér í búðina? Af því að verðið er svo hátt.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.