24 stundir - 17.05.2008, Page 54
54 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Það er auðvelt að skilja hvers vegna Monza
brautin hefur öðlast þennan sess í kappakst-
ursögunni sem hún hefur gert. Keppnin um helgina
verður mjög fróðleg og gaman að vera þátttakandi.
riðlum þó að bílar þeirra séu
áþekkir.
Kristján Einar var eðli málsins
samkvæmt gríðarlega spenntur
þegar 24 stundir náðu tali af hon-
um eftir fyrri tímatökur í gær en
keppnin sjálf fer fram í dag og á
morgun. „Þetta er vafalaust eitt
stærsta andartakið mitt og merk-
asta brautin sem við keppum á
enda hraðasta keppnisbraut Evr-
ópu og við erum að fara í 270 til
280 kílómetra hraða á beinu köfl-
unum hér sem er upplifun út af
fyrir sig. En hún er líka þrælerfið
og fyrsta beygjan til dæmis all-
svakaleg og með öllu vonlaust að
fleiri en einn bíll fari þar í gegn í
einu og hvað þá 30. Það er auðvelt
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Þetta er hrein snilld að upplifa
stemninguna hér og brautin sjálf er
náttúrlega bæði stórkostleg og sér-
stök um leið,“ segir Kristján Einar
Kristjánsson ökuþór, en um
helgina ekur hann Formúlu 3-bíl
sínum á einni merkustu kappakst-
ursbraut heims, Monza á Ítalíu.
Ekki aðeins á Ísland fulltrúa í
Kristjáni Einari heldur keppir Vikt-
or Þór Jensen einnig á Monza um
þessa helgi og hefði einhvern tíma
þótt mikil saga til næsta bæjar að
tveir ungir íslenskir strákar kepptu
þar í kappakstri. Þeir félagar Viktor
og Kristján keppa þó í mismunandi
að skilja hvers vegna Monza hefur
öðlast þennan sess í sögunni sem
hún hefur. Keppnin um helgina
verður mjög fróðleg og gaman að
vera þátttakandi.“
Skyndilegt úrhelli um miðjan
dag í gær setti strik í reikning
flestra keppenda enda verið heið-
skírt og fínt fram að því. „Slíkt þýð-
ir að taka verður stöðuna upp á
nýtt og meta hvaða líkur eru á
meiri rigningu því þá þarf að
ákveða hvort skipta eigi um dekk
og þvíumlíkt.“
Kristján Einar er fyrir keppnirn-
ar um helgina í 5.- 7. sæti í sínum
keppnisflokki eftir fjögur mót með
28 stig. Efsti maður þar hefur nælt
sér í 83 stig það sem af er en Krist-
Á leið í slaginn Kristján Einar í
svörtum bíl sínum andartökum
áður en haldið var á ráspóla í
tímatökum í gær. Sjálf keppnin
fer svo fram í dag og á morgun.
Vafalaust eitt stærsta
andartak lífsins
Kappakstursáhugamenn þekkja allir Monza-brautina á Ítalíu enda oft talin Mekka þeirra er lifa fyrir hraða og
spennu Þar spreyta þeir Kristján Einar Kristjánsson og Viktor Þór Jensen sig um helgina í Formúlu 3
Lokatékk Einar kynnir
sér helstu upplýsingar
rétt fyrir tímatökuna
Brautartékk Kristján í svartri
skyrtu gengur um brautina ásamt
aðstoðarmönnum sínum og kort-
leggur hvern krók og kima.
Pedalann í botn Fyrri
tímatökur gengu vel þrátt
fyrir að úrhelli setti tíma-
bundið strik í reikning.
Myndir/Vilborg
ján er ekkert ósáttur. „Það er ekki
hægt enda fyrsta tímabilið mitt og
ég er að læra meira og komast
meira inn í alla hluti með hverri
keppni. Þetta snýst um svo margt
annað en festa sig í sætið og þrýsta
pedalanum í botn og ýmislegt sem
hafa þarf auga með.“
Þótt um Formúlu 3-keppni sé að
ræða er umstangið kringum slíkt
mót litlu minna en á stærri og
þekktari mótum eins og í Formúlu
1. Keppendur ásamt liðsstjórum
liggja yfir gögnum um brautina,
veðurfar og andstæðinga linnulítið
fram að keppni og ekki síður á með-
an hún fer fram. Raðir af trukkum
flytja hafurstask liðanna milli brauta
og þegar keppt er langt að heiman
eins og nú er farangurinn mikill.
Keppendur ganga brautina og þaul-
kynna sér hverja jöfnu og ójöfnu á
malbikinu og góð ástæða er fyrir því
að Kristján og allir aðrir keppendur
eru farnir að sofa ekki miklu síðar
en klukkan tíu kvöldin fyrir mót.
Tveir leikir á sunnudag
Kl. 16.oo 1. deild karla
STJARNAN gegn KS-Leiftur
Kl. 19.15 Landsbankadeild Kvenna
gegn
STJÖRNUVÖLLUR
GARÐBÆINGAR styðjum okkar lið - Allir á völlinn
Við styðjum STJÖRNUNA: