24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 1
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Við sjáum varla sálu hérna á kaffi-
húsinu okkar og óttumst það mest
að þurfa hreinlega að loka,“ segir
Glenn Barkin, annar eigandi Ba-
balú á Skólavörðustíg 22a.
Framkvæmdirnar sem nú standa
yfir koma illa við verslunareigend-
ur, en gatan er fjölfarin yfir sum-
artímann sérstaklega til og frá Hall-
grímskirkju.
Kaffihúsið er tómt
„Í dag eru stórar hrúgur af stein-
um beint fyrir utan dyrnar hjá okk-
ur og aðeins þeir hugrökkustu geta
klifrað yfir þær til þess að koma á
kaffihúsið,“ segir hann. Glenn seg-
ist hafa þurft að loka Babalú í ein-
hverja daga og óvissa ríki um fram-
haldið.
„Ég er hissa á því að fólki sé
hleypt hérna inn á framkvæmda-
svæðið því mér finnst þetta hvorki
öruggt né barnvænt,“ segir hann.
Glenn segir að þeir búðareigendur
sem hann hefur talað við í kring
séu í miklu uppnámi vegna rekstr-
arlegrar stöðu sinnar því umferðin
um svæðið sé mjög lítil.
„Ég veit ekki hversu lengi við
þraukum eins og staðan er í dag,
það verður bara að koma í ljós
hvort við lifum þetta af,“ segir
hann.
Oddný Jónsdóttir, eigandi Þum-
alínu við Skólavörðustíg, segir
framkvæmdirnar hafa gríðarleg
áhrif á reksturinn. „Vegfarendur
halda jafnvel að gatan sé lokuð þó
svo hún sé það ekki [...] Við vildum
líka fá breiðari gangstéttir,“ segir
hún.
Vildu einstefnu í götuna
„Við vildum fá einstefnugötu en
það reyndist ekki vera gerlegt í bili.
En framkvæmdirnar eru í sjálfu sér
nauðsynlegar,“ segir Eggert feld-
skeri sem rekur verslun á Skóla-
vörðustíg. „Við munum loka í
viku, tíu daga meðan það versta
ríður yfir hjá okkur, því þá verður
of mikill hávaði til að vinna,“ segir
hann. Eggert tekur fram að fram-
kvæmdirnar sjálfar gangi vel og séu
nauðsynlegar.
Ólafur Ólafsson, verkefnisstjóri
á framkvæmdasviði Reykjavíkur,
telur að framkvæmdirnar séu á
góðum tíma miðað við áætluð
verklok.
Framkvæmdir
fæla fólkið frá
Kaffihúsið Babalú tómt vegna framkvæmda á Skólavörðustíg
Róðurinn þyngist segja eigendur sem hræðast að þrauka ekki
Erfitt Eigendur Babalú
Claudia Mrugowski og
Glenn Barkin.
FRAMKVÆMT Í MIÐBÆ
Framkvæmdir hófust í mars og lýkur í
ágúst.
Snjóbræðsla verður sett í götuna og
lagnir endurnýjaðar.
Áætlaður kostnaður er um 140 milljónir.
Skólavörðustígur
24stundir/Valdís
24stundirföstudagur6. júní 2008106. tölublað 4. árgangur
Taco Bell
Hjallahrauni 15
Sími: 565 2811
www.tacobell.is
ENGINN ER BETRI
SUMARHÚSAEIGENDUR - FELLIHÝS
AEIGEND
UR ATH!
NÚ STAND
A YFIR
DÝNUDAGAR!
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Afgreiðslutími virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
Björk Guðmundsdóttir og Sig-
ur Rós halda útitónleika í
Grasagarðinum í lok mán-
aðarins sem nefnast Náttúra,
enda lætur söngkonan móð-
ur jörð sig miklu skipta.
Sungið fyrir jörðina
FÓLK»46
Guðmundur Stefán Maríusson,
formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, reið á vaðið þegar
Norðurá var opnuð fyrir laxveiði í
gær. Um 20 manns fylgdust með
viðureigninni við fyrsta laxinn.
Fyrsti laxinn
VEIÐI»34
Hæstiréttur staðfesti í gær nið-
urstöðu héraðsdóms í Baugsmál-
inu, umfangsmesta dómsmáli ís-
lenskrar réttarsögu. Þar með er þó
ekki víst að málinu sé lokið því að
rannsókn ríkislögreglustjóra á
meintum skattalagabrotum Baugs
er lokið og þar er verið að meta
hvort embættið aðhafist
frekar.
Niðurstaða í
Baugsmálinu
»6
Sjúkratryggingastofnun er aðeins
til á teikniborði stjórnvalda og í
frumvarpi sem lenti í bið á Alþingi
í vor. Benedikt Jóhannesson,
stjórnarformaður, býst við því að
hafa mikið að gera við undirbún-
ing hins óstofnaða ríkisfyrirtækis í
sumar. Hann hitti
starfsmenn í gær.
Starf við stofnun
sem ekki er til
»4
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
báru ábyrgð á sprengjutilræði við
sendiráð Danmerkur í Pakistan
sem banaði þremur og slasaði tugi.
Í tilkynningu frá samtökunum seg-
ir að árásirnar geti orðið fleiri.
„Árásin var hefnd gegn trúlausa
ríkinu Danmörku,“
segir í tilkynningunni.
Al-Qaeda varar
við fleiri árásum
»12
Sparnaður eða eyðsla
Hægt er að velja sér flíkur eða
fylgihluti sem minna á frægar
merkjavörur en eru
mun ódýrari. 30
Dísa er flott
Tónlistargagnrýnandi 24
stunda er hrifinn af nýrri plötu
Bryndísar Jakobsdóttur og
gefur henni fjórar
stjörnur.
Í kvennahöndum
Fjórar ungar konur nema nú
bifvélavirkjun á bílaverkstæði
Heklu og þær hika ekki við
að taka mótora í gegn. Þar
að auki er ein í
afgreiðslunni. 36
SÉRBLAÐ
14
Veisla á
EM 2008
Byr án
þóknunar
8
10
11
10 10
42