24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 12
Laugavegurinn hefur tekið stakkaskiptum. Málað hefur ver- ið yfir veggjakrot og tómum gluggum hefur fækkað til muna. Blaðamaður og ljósmyndari 24 stunda brugðu sér niður Lauga- veginn og virtu fyrir sér breyt- inarnar sem orðið hafa. Skiptar skoðanir eru á veggja- kroti eða graffitíi og vilja sumir hafa ákveðna veggi sem leyft er að krota á en aðrir vilja láta mála yf- ir allt slíkt umsvifalaust. Vegfarandi sem átti leið um Klapparstíg þar sem áður stóð skemmtistaðurinn Sirkus vatt sér að blaðamanni og spurði hvort honum þætti þetta fallegt? „Þeir máluðu einmitt svona ljósa- stauragrátt yfir húsið mitt en ég var búinn að leyfa að graffað væri á það. Spurðu ekki einu sinni um leyfi heldur mættu bara með málningu einn daginn,“ segir hann og hristir hausinn. Það er ljóst að þó miðbærinn hafi orðið fegurri við málningavinn- una má deila um hvort pálmatrén og sandströndin á Sirkus hafi ekki verið líflegri en steypugrám- inn nú. Málað yfir veggjakrot í miðbænum 24stundir/Valdís ThorHreinsun Hér hefur verið málað yfir veggjakrotið. Málað yfir Hér hefur einhver verið á ferð með pensilinn. Laugavegur 1 Þessi veggur blasir bæði við þeim sem ganga niður Laugaveg og Skólavörðustíg. „Finnst þér þetta fallegt?“ Deila má um að málningin hafi alls staðar fegrað bæinn.Eins og nýtt Þetta hús á horni Vitastígs er allt annað eftir málun. 12 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir LAUGAVEGURINN frettir@24stundir.is a Skiptar skoðanir eru á veggjakroti eða graffitíi og vilja sumir hafa ákveðna veggi sem leyft er að krota á en aðrir vilja láta mála yfir allt slíkt umsvifalaust.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.