24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 42
Eftir Trausta S. Kristjánsson
traustis@24stundir.is
„Hugmyndin er að skapa svipaða
stemningu og var í Þjóðleik-
húskjallaranum í gamla daga, þeg-
ar fólk dansaði tryllingslega uppi á
hátölurunum, en gerði sitthvað
fleira á bak við þá,“ segir Valli
Sport, sem ásamt Sigga Hlö mun
halda uppi stuðinu á Players í allt
sumar, á svokölluðum „Boogie
Nights“-kvöldum.
Vaxnir einsog Dirk Diggler
„Það er ákveðið þema sem verð-
ur í gangi milli klukkan 10 og 1 all-
ar helgar þar sem við Siggi Hlö
munum skiptast á kvöldum. Spil-
aðar verða vinsælustu dansblöðr-
urnar frá áttunda, níunda og tí-
unda áratugnum, fyrir fólk á sem
breiðusti aldursbili,“ segir Valli,
sem segir nafnið tilkomið frá
diskótímabilinu, en ekki endilega
kvikmyndinni góðu, þar sem þrí-
fætlingurinn limafagri Dirk Digg-
ler tryllti stúlkurnar.
„Auðvitað erum við Siggi mjög
vel vaxnir á alla kanta, frægir
sturtuskelfar báðir, en það hefur
ekkert með nafngiftina að gera,“
segir Valli og hlær.
Áttræðir á árinu
Þeir Valli Sport og Siggi Hlö
fagna ýmsum stórafmælum á
árinu, sem sannarlega er við-
burðaríkt.
„Ég varð fertugur um síðastliðna
helgi og Siggi verður einnig fertug-
ur á árinu. Við höfum auðvitað
sameiginlegt áttræðisafmæli einn-
ig, auk þess sem tíu ár eru liðin
síðan þátturinn okkar gamli, Með
hausverk um helgar, fór fyrst í loft-
ið.“ En orðnir svona „gamlir“, fá
þeir ekkert hausverk af hávaðanum
sem fylgir slíkum kvöldum? „Við
erum svo gamlir að við bíðum eftir
því að vandamálið verði ekki haus-
verkur um helgar, heldur hvernig
hægðirnar eru um helgar!“ segir
Valli blygðunarlaust.
Siggi Hlö situr við grammófón-
inn á föstudaginn, en Valli Sport
pínir plötuspilarann á laugardags-
kvöldið.
Sturtuskelfar! Siggi
Hlö og Valli Sport á
góðri stund.
Valli Sport og Siggi Hlö sýna gamla takta í sumar
Með hausverk
um helgar
Félagarnir Valli Sport og
Siggi Hlö munu skiptast á
að þeyta skífum á Players
í sumar. Þeir vonast til að
endurvekja stemninguna
frá Þjóðleikhúskjall-
aranum í „den“.
Mark Wahlberg Kemur
fréttinni ekkert við.
42 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur
Opið mán - fös 11-18 og lau 11 - 17
Sendum frítt um land allt
Ull sem ekki stingur
Mikið úrval
af ullar- og
silkifatnaði
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
ULL OG SILKI
Hinn hrörlegi þungarokkari Ozzy
Osbourne hefur fengið bóta-
greiðslur frá Daily Star í Bret-
landi, en blaðið hélt því fram að
Ozzy hefði misst meðvitund tví-
vegis, rétt áður en hann kynnti
Brit-verðlaunin.
Greinin bar nafnið „Furðusýning
Ozzy“ og sagði þar að skipuleggj-
endur verðlaunahátíðarinnar
hefðu ætlað að fá annan kynni í
stað Ozzy á síðustu stundu, þar
sem heilsufar hans hefði ekki
boðið upp á frekara framlag frá
honum.
Nú hefur Daily Star bakkað með
þá frásögn og beðist afsökunar.
„Greinin olli honum töluverðum
vandkvæðum, niðurlægingu og
streitu. Við erum því fegin þess-
um maklegu málalokum,“ sagði
lögfræðingur Ozzy Osbourne. tsk
Ozzy Osbourne fær bætur
Bókin Devil May Care, eða Satan
stendur ekki á sama, eftir Sebast-
ian Faulks, er þegar orðin sölu-
hæsta innbundna bók Penguin-
útgáfunnar, eftir aðeins fjóra
daga í sölu. Bókin, sem fjallar um
ævintýri njósnara hennar hátign-
ar, James Bond, hefur þegar selst
í tæpum 45.000 eintökum, en
fyrri met eiga höfundar á borð
við Tom Clancy og Nick Hornby,
með rúmlega 11.000 bækur seldar
á fjórum dögum. tsk
Ný Bond-bók
setur sölumet
Nýr sjónvarpsþáttur sem sýndur
verður í Bandaríkjunum í sumar,
Swingtown, hefur þegar vakið
miklar deilur, þó svo að enn sé
ekki byrjað að sýna þáttinn.
Swingtown verður á dagskrá
CBS-stöðvarinnar og verða ást-
arþríhyrningar, kynsvall, maka-
skipti og notkun ólöglegra vímu-
efna helstu þemu þáttanna, sem
að vonum vekur reiði meðal
margra góðborgara sem eiga ekki
slíku að venjast nema síðla kvölds
á kapalstöðvunum. tsk
Swingtown
hneykslar
kannski heldur stelpuleg en ein-
ungis samkvæmt huglægu mati
karlkyns gagnrýnanda.
Mörg laganna eru alveg jafn
vel fallin fyrir karlsöngvara, en
þess ber að geta að Dísa er ótrú-
lega fær söngkona, líkt og móðir
hennar, en í laginu Sincerity má
vart á milli greina um hvora
þeirra er að ræða, slík eru lík-
indin í raddblænum. En í guð-
anna bænum, kaupið þessa
plötu.
Tónlist traustis@24stundir.is
Ný stjarna er fædd. Hún er köll-
uð Dísa. Reyndar kom hún í
heiminn fyrir 21 ári síðan, en
hennar fyrsta sólóplata er fylli-
lega samanburðarhæf við fæð-
ingu: einstök, falleg og hugljúf.
Frábær frumraun
Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa,
hefur í viðtölum sagt að Emil-
íana Torrini sé hennar helsta
tónlistarfyrirmynd. Því kemur
lítið á óvart að sum lögin séu í
anda þeirrar ítalsk-ættuðu. Hins-
vegar skortir Dísu ekki frum-
leika, þvert á móti.
Þó að það sé þegar orðin
gömul klisja þá fellur eplið sjald-
an langt frá eikinni. Hæfileikar
Dísu eru óumdeildir, en hvort
það sé foreldrum hennar að
þakka eða tilviljun einni þá er
þessi fyrsta sólóplata hennar
virkilega vel heppnuð. Hún
verður aldrei tilgerðarleg, í
mesta lagi háfleyg á köflum, en
ávallt einlæg og frumleg í senn.
Hún er passleg blanda af út-
varpsvænu listapoppi og drama-
tískum pælingum þar sem sumar
melódíurnar eru hreint út sagt
stórkostlegar.
Frábær en ekki fullkomin
Sé einhver galli á gjöf Njarðar
er það helst að meiri slagkraft,
rokk og ról vanti í sumar útsetn-
ingarnar, til dæmis í lokakafla
Back home og Ljáðu mér eyra,
sem annars eru tvö af bestu lög-
um plötunnar ásamt Sincerity og
Temptation. Fyrir vikið er platan
Frumraunin er sannkallaður Dísudraumur
Dísa
TÓNLIST
Dísa
„Flott frumraun með
fallegum melódíum”
Fjölskylda stúlkunnar sem talin er
koma fram í kynlífsmyndbandinu með
rapparanum R. Kelly, virðist skiptast í
tvær fylkingar. Önnur telur að um ætt-
ingja sinn sé að ræða, hin ekki.
Stúlkan, sem ku hafa verið 13 ára
gömul þegar myndbandið var gert, árið
1999, virðist ekki sjást nægilega vel á
myndbandinu til þess að þekkjast án
vafa. Því telja sumir ættingjar að ekki
sé um viðkomandi stúlku að ræða.
Þrátt fyrir það eru aðrir ættingjar
stúlkunnar handvissir um að það sé
einmitt hún sem kemur fram á mynd-
bandinu. R. Kelly, sem er 41 árs, gæti
átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm
fyrir að hafa mök við stúlku undir lög-
aldri, verði hann fundinn sekur.
Bæði stúlkan sem um ræðir og R.
Kelly hafa þráfaldlega neitað því að
vera nokkuð viðriðin myndbandið, sem
þó fannst í fórum Kellys. Þess ber að
geta að vinsældir R. Kelly hafa aldrei
verið minni, sem rekja má til málaferl-
anna. Til dæmis hefur hans helsti
smellur, I Believe I Can Fly, varla verið
spilaður í Bandaríkjunum síðan mála-
ferlin hófust.
R. Kelly-málið heldur áfram
FÓLK
lifsstill@24stundir.is a
Þó að það sé þegar orðin gömul klisja þá fellur eplið sjald-
an langt frá eikinni. Hæfileikar Dísu eru óumdeildir, en
hvort það sé foreldrum hennar að þakka eða tilviljun einni þá er
þessi fyrsta sólóplata hennar virkilega vel heppnuð. poppmenning