24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
Arsenal:
Cesc Fabregas, Spánn
Robin van Persie, Holland
William Gallas, Frakkland
Johan Djourou og Phillipe Senderos, Sviss
Lukas Fabianski, Pólland
Aston Villa:
Wilfred Bouma, Holland
Blackburn:
Andre Ooijer, Holland
Chelsea:
Claude Makelele, Florent Malouda
og Nicolas Anelka, Frakkland
Paulo Ferreira, Ricardo Carvahlo og
Jose Bosingwa, Portúgal
Petr Cech, Tékkland
Michael Ballack, Þýskaland
Liverpool:
Dirk Kuyt, Holland
Fernando Torres, Alvaro Arbeloa, Xabi Alonso og
Pepe Reina, Spánn
Philipp Degen, Sviss
Manchester City:
Vedrun Corluka, Króatía
Gelson Fernandes, Sviss
Andreas Isaksson, Svíþjóð
Georgios Samaras, Grikkland
Manchester United:
Cristiano Ronaldo og Nani, Portúgal
Patrice Evra, Frakkland
Edwin van der Sar, Holland
Tomasz Kuszczak, Pólland
Middlesbrough:
Tuncay Sanli, Tyrkland
Emmanuel Pogatetz, Austurríki
Newcastle:
Emre Belözoglu, Tyrkland
David Rozehnal, Tékkland
Portsmouth:
Niko Kranjcar, Króatía
Milan Baros, Tékkland
Lassana Diarra, Frakkland
Tottenham:
Luka Modric, Króatía
West Ham:
Freddie Ljungberg, Svíþjóð
Wigan:
Mario Melchiot, Holland
Andreas Granqvist, Svíþjóð
ENSKIR ÚRVALSDEILDARLEIKMENN Á EM 2008
Ekkert lið frá Bretlandseyjum
mun leika á Evrópumótinu að
þessu sinni. Munar þar mest um
lið Englendinga sem klúðraði þátt-
tökuréttinum í síðasta leiknum í
undanriðlinum á móti Króötum
og kostaði það Steve McClaren
starfið.
Ófáir Íslendingar syrgja klúður
Englendinga enda enska úrvals-
deildin gífurlega vinsæl hjá mörg-
um hér á landi og jaðrar við trúar-
brögð hjá sumum. Það er þó óþarfi
að örvænta því það er ljóst að þeir
sem fylgjast með ensku deildinni
munu verða varir við ansi mörg
kunnuleg andlit á EM 2008.
Hér til hliðar má sjá alla þá leik-
menn sem spila í ensku úrvals-
deildinni sem verða í sviðsljósinu í
Sviss og Austurríki. Chelsea á flesta
leikmenn eða átta talsins en alls
eiga tólf úrvalsdeildarlið 35 leik-
menn í keppninni. Það má segja að
þessir kappar séu ákveðin sárabót
fyrir þá sem sakna enska landsliðs-
ins á mótinu.
Gallas og Torres
Fyrirliði Arsenal og
markahæsti leik-
maður Liverpool.
Engin ástæða til að gráta fjarveru enska landsliðsins á EM
Fulltrúar ensku
úrvalsdeildarinnar
Enska úrvalsdeildin skar-
ar fram úr í vinsældum
hjá íslenskum knatt-
spyrnuáhugamönnum.
Enska landsliðið er ekki
með að þessu sinni en
það verður þó enginn
skortur á úrvalsdeild-
arleikmönnum á EM.
„Þetta verður gríðarlega erfitt.
Miðjan og sóknin okkar er á
heimsmælikvarða en ég held að
vörnin sé of veik og þess vegna
munum við ekki fara upp úr riðl-
inum. Frakkar og
Ítalir eru einfald-
lega of sterkir
frammi og svo
má ekki gleyma
því að við höfum
þegar lent í erf-
iðleikum með
Rúmena í und-
anriðlunum.
Fólk í Hollandi hefur takmarkaða
trú á Marco van Basten, þjálfara
liðsins.“
Hollendingurinn Prince Rajcomar
leikur í fremstu víglínu hjá Breiðabliki.
Prince Rajcomar
Holland
„Ég vona að Ítalir fari ekki langt á
þessu móti. Þeir yrðu alltof
ánægðir með sjálfa sig, enda
halda þeir að þeir séu bestir í
öllu. Ég vona að
þeir vinni aldrei
stórmót aftur. En
vissulega eru þeir
með þokkalegt
lið og ég spái því
að þeir komist
upp úr riðlinum,
en detti út í 8 liða
úrslitum. Luca
Toni á eftir að vera drjúgur í
framlínunni og eins verður gam-
an að fylgjast með Fabio Quaglia-
rella. Hann er mjög góður.“
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson,
leikmaður Reggina á Ítalíu.
Emil Hallfreðsson
Ítalía
„Það hefur verið mikill upp-
gangur í rúmenskri knattspyrnu
á undanförnum árum. Ég hef að
sjálfsögðu góða tilfinningu fyrir
mínum mönnum
og ef þeir halda
einbeitingu verða
þeir okkur til
sóma. Það verður
þó erfitt að kom-
ast upp úr þess-
um riðli. Við eig-
um marga góða
leikmenn en ég
held að það verði mikilvægt að
Adrian Mutu og Christian Chivu
eigi gott mót.“
Hinn rúmenski Florin Páun er yfirþjálfari
Fimleikafélags Akureyrar.
Florin Páun
Rúmenía
„Ég held að það verði erfitt fyrir
þá að ná sömu stemningu í liðið
og var á HM á þeirra eigin heima-
velli. Ég hef samt ágætis tilfinn-
ingu fyrir
mótinu og Þjóð-
verjarnir hafa
sýnt að þeir eru
með gott lið, eru
farnir að spila
meiri sókn-
arbolta og byrj-
aðir að keyra upp
hraðann. Vænt-
ingarnar heima fyrir eru jafnvel
of miklar en það skiptir miklu
máli að fyrirliðinn Ballack eigi
gott mót.“
Ásgeir Sigurvinsson var um árabil einn besti
leikmaðurinn í þýsku Bundesligunni.
Ásgeir Sigurvinsson
Þýskaland
„Það eru margir á því að þetta sé
lélegasta landslið sem við höfum
átt í nokkur ár, en það hefur verið
mikil uppstokkun í hópnum. Ég
er þó bjartsýnn.
Þjálfarinn, Leo
Beenhakker, er
góður og nýtur
mikils trausts.
Markmiðið er að
komast upp úr
riðlinum, sem er
ekki sá sterkasti á
mótinu, og allt
meira en það er bónus. Lyk-
ilmenn liðsins verða Maciej Zu-
rawski og Ebi Smolarek og einnig
Artur Boruc í markinu.“
Pólverjinn Tomasz Stolpa leikur með
Grindavík í Landsbankadeildinni.
Tomasz Stolpa
Pólland
„Þeir eru nú ekki með neitt sér-
stak lið og þetta verður mjög erf-
itt fyrir þá. Riðillinn er sterkur en
þeir munu gera sér vonir um að
geta komið á
óvart á heima-
velli með stuðn-
ingi áhorfenda.
Væntingarnar
heima fyrir eru
ekki miklar og öll
hin liðin í riðl-
inum munu van-
meta þá. Mik-
ilvægasti leikmaðurinn er
Andreas Ivanschitz sem spilar
með Panathinaikos á Grikk-
landi.“
Helgi Kolviðsson spilaði með austurrísku
liðunum Kärnten og Lustenau í mörg ár.
Helgi Kolviðsson
Austurríki
„Það er mikil samheldni hjá kró-
atísku þjóðinni og allir hafa trú á
landsliðinu. Það er pressa á lið-
inu, enda vann það England í
tveimur leikjum í
undankeppninni,
en króatíska
landsliðið er
þekkt fyrir að
leika best á móti
stóru þjóðunum.
Ég tel að við eig-
um möguleika á
því að fara alla
leið, en þá má ekki gera nein mis-
tök og heppnin þarf að vera með
okkur. Luka Modric og Niko
Kranjcar verða í lykilhlutverki.“
Króatíski bakvörðurinn Igor Bilokapic gekk
til liðs við ÍA fyrir þetta tímabil.
Igor Bilokapic
Króatía
B - RIÐILL
Veðbankar heims velta millj-
örðum á meðan EM stendur yfir,
enda hægt að veðja á allt milli him-
ins og jarðar sem tengist mótinu.
24 stundir könnuðu hvaða líkur
hinir ýmsu veðbankar gefa og voru
nær allir sammála um hvaða lið
séu sigurstranglegust.
Þjóðverjar, sem eru sigursælasta
þjóð í sögu Evrópukeppninnar, eru
taldir líklegastir til að standa uppi
sem sigurvegarar. Skammt á eftir
þeim koma Spánverjar, en þá er
farið að lengja eftir titli enda 44 ár
frá því að þeir urðu Evrópumeist-
arar í fyrsta og eina sinn. Ítalía,
Portúgal og Frakkland eru í sætum
3-5 hjá flestum, því næst koma
Hollendingar og loks Króatar.
Aldrei hefur verið eins lítil trú á
gestgjöfum mótsins. Svisslend-
ingar eru reyndar taldir eiga fjar-
lægan möguleika á að fara alla leið,
en enginn á von á því að Austur-
ríkismenn komist einu sinni upp
úr riðlinum sínum. Flestir veð-
bankar eru tilbúnir að greiða þeim
sem veðja á Austurríki hundraðfalt
til baka ef þeir verða meistarar.
Einnig er hægt að veðja á
markakóng mótsins og eru Fern-
ando Torres, Cristiano Ronaldo og
Miroslav Klose efstir á listum veð-
banka í þeim flokki.
Veðbankar á einu máli um hvaða lið eru líklegust til að fara alla leið
Þjóðverjar sigurstranglegastir
Þýski foringinn Veðbankar spá því að
Michael Ballack muni lyfta bikarnum.
EM-SPÁ WILLIAM HILL
Þýskaland 4/1
Spánn 5/1
Ítalía 13/2
Portúgal 7/1
Frakkland 8/1
Holland 12/1
Króatía 12/1
Tékkland 20/1
Rússland 22/1
Grikkland 22/1
Sviss 25/1
Tyrkland 40/1
Svíþjóð 40/1
Rúmenía 40/1
Pólland 66/1
Austurríki 100/1
„Það er búið að mynda gífurlega
pressu á liðið í fjölmiðlum hérna.
Þeir eiga bara að verða Evr-
ópumeistarar, það er ekkert
flóknara en það.
Þeim finnst þeir
eiga bestu leik-
menn í heimi og
allt annað en
gullið er bara
skandall í þeirra
augum. Ég per-
sónulega hef ekk-
ert sérstaklega
mikla trú á þeim. Frank Ribery
verður mikilvægur og ég er alltaf
að bíða eftir að Thierry Henry
stígi upp.“
Ragnar Óskarsson hefur verið atvinnumað-
ur í handbolta í Frakklandi til fjölda ára.
Ragnar Óskarsson
Frakkland
C - RIÐILL