24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 2
„Foreldrar verða að ganga úr
skugga um það að börn þeirra séu
örugg. Mót af þessum toga tilheyra
ekki æskulýðsstarfsemi eða skóla
og því væri æskilegast að foreldrar
færu með börnum sínum á mótið,“
segir Steinunn.
„Það eru ýmis dæmi þess að
börn séu að heyja maraþon eða
keppnir og fái að gista í skólanum
til að vinna að fjáröflun fyrir ein-
hverju, ferðalagi“ segir hún og
bendir á að slíkt sé þá í samvinnu
við foreldra og forráðamenn.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Börnin verða að komast að sam-
komulagi við foreldra sína svo það
þurfi ekki að sækja þau með valdi
um miðja nótt,“ segir Guðberg K.
Jónsson, verkefnastjóri SAFT, sam-
félag, fjölskylda og tækni.
Tölvuleikjamótið í Egilshöll er
auglýst á heimasíðu mótshaldara
en þar er tekið fram að „ … kepp-
endum sé frjálst að sofa við sætið
sitt“. Guðberg segir mjög óábyrgt
af mótshöldurum að hvetja til þess
að spilarar vaki alla nóttina.
Ábyrgðin er foreldranna
„Það er fyrst og fremst á ábyrgð
foreldra að fylgjast með því hvað
börn þeirra gera. Leyfisbréf móts-
ins ætti þó að gilda um börn yngri
en 18 ára,“ segir Steinunn Berg-
mann, félagsráðgjafi hjá Barna-
verndarstofu.
„Við teljum það mjög mikilvægt
að foreldrar kynni sér starfsemina
og taki síðan meðvitaða ákvörðun
um það hvort börnin fái leyfi til að
fara,“ segir hún.
„Þeim sem halda skemmtanir,
sem börn eru líkleg til að sækja, ber
að veita barnaverndaryfirvöldum
tækifæri til að kynna sér starfsem-
ina, áður en að þær hefjast,“ segir
Steinunn. Hún nefnir að börn á
aldrinum 13-16 ára hafi ekki leyfi
til þess að vera á almannafæri eftir
kl. 12 á miðnætti á sumartíma.
Ekki æskulýðsstarfsemi
„Það er foreldranna að sjá til
þess að börnin fari að sofa á nótt-
unni,“ segir hún.
Tölvuleikja-
mót í 52 tíma
Búist er við að um 350 manns taki þátt Mótið er öllum opið
Spilarar Algengast er
að unglingsstrákar sæki
tölvuleikjamót
➤ Mótið verður haldið í Egils-höll frá föstudegi yfir á
sunnudag þar sem búist er
við fjölda ungmenna.
➤ Upplýsingar um reglur ogleyfisbréf ætluð börnum
yngri en 16 ára er að finna á
síðunni www.lanmot.is.
LAN-MÓTIÐ Í EGILSHÖLL
STUTT
● Einn á ferð Það þótti tilefni til
þess að ganga úr skugga um að
fleiri bjarndýr gengju ekki laus í
Skagafirði. Leitað var úr lofti á
þyrlu Landhelgisgæslunnar í
gær. Niðurstaðan var sú að lík-
lega hefði umrætt bjarndýr ver-
ið eitt á ferð.
● Leiðrétt Röng mynd birtist
við viðtal við Salbjörgu Guð-
mundsdóttur í sérblaði 24
stunda. Með henni stóð Myrra
Leifsdóttir sem tengdist grein-
inni ekki heldur er hún hönn-
uður bókarinnar Konur eiga
orðið sem styrkir verkefnið
Þjóð gegn þunglyndi sem Sal-
björg stjórnar. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
Nýjung
Ómissandi
með grillmatnum!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
VÍÐA UM HEIM
Algarve 26
Amsterdam 26
Alicante 22
Barcelona 23
Berlín 24
Las Palmas 23
Dublin 10
Frankfurt 24
Glasgow 15
Brussel 14
Hamborg 24
Helsinki 26
Kaupmannahöfn 22
London 20
Madrid 20
Mílanó 19
Montreal 14
Lúxemborg 16
New York 17
Nuuk 1
Orlando 24
Osló 27
Genf 16
París 20
Mallorca 21
Stokkhólmur 23
Þórshöfn 11
Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað
með köflum. Úrkomulítið síðdegis. Hiti 8 til 18
stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.
VEÐRIÐ Í DAG
8
10
11
10 10
Allt að 18 stiga hiti
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna S- og V-
lands, víða 10-18 m/s síðdegis. Mun hægari
vindur og þykknar upp á N- og A-landi. Hiti
10 til 18 stig, hlýjast N-lands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
9
11
12
10 11
Fer að rigna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra
og samgönguráðherra hafa áhygg-
ur af háu eldsneytisverði. Einar K.
Guðfinnsson segir á heimasíðu
sinni: „Hækkun aðfanga þar með
talið olíu mun hafa afleiðingar fyrir
sjávarútveginn. Við þær aðstæður
er ekki óeðlilegt að menn leiti allra
leiða til þess að stuðla að verðlækk-
unum og horfi til opinberrar skatt-
lagningar. Þetta sé þó flókið vegna
útblásturs og umhverfismála. Það
verður líka dýrara að fljúga, ef flug-
félög þurfa að kaupa losunarheim-
ildir, eins ESB undirbýr, en búast
má við undanþáguumsókn héðan
vegna sérstöðu landsins. Kristján
Möller, samgönguráðherra, vill
jafna flutningskostnað og hann tel-
ur GPS-tækni gefa möguleika á
ólíkum gjöldum eftir því hvar og
hvenær er ekið. „Meiri hækkanir
þola menn ekki.“ beva@24stundir.is
Ráðherrar hugsi yfir háu eldsneytisverði
Vilja létta byrðarnar
GPS Tæki í bílinn gefa möguleika
Alls seldu 53 prósent sölustaða í
Hafnarfirði, eða 10 af 19, ung-
lingum úr 10. bekk tóbak í könn-
un sem gerð var í vor á vegum
forvarnarnefndar Hafnarfjarðar.
Í fyrra seldu 29 prósent sölustaða
unglingum tóbak. „Þetta var far-
ið að ganga vel en þróunin nú er í
öfuga átt. Flestir vissu að könnun
yrði gerð nú í vor,“ segir Geir
Bjarnason forvarnarfulltrúi. ibs
Meirihluti selur unglingum tóbak
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
„Aðsóknin hing-
að hefur aukist ár
frá ári og nú
stefnir í enn eitt
metárið,“ segir
Birna Mjöll Atla-
dóttir sem rekur
Ferðaþjónustuna
í Breiðavík ásamt
manni sínum. Nýlega fjölguðu
þau herbergjum í gistihúsinu um
ellefu svo að þar eru nú 24 her-
bergi með baði og 10 herbergi
með svefnpokaplássi, alls gisti-
rými fyrir níutíu manns. Áætlar
Birna að þau fjölgi herbergjum
um annað eins innan tveggja ára.
Aðspurð um áhrif Breiðavík-
urmálsins á starfsemina segir
Birna Mjöll það hafa fælt íslenska
gesti frá staðnum. þkþ
Bjart framundan
í Breiðavík
Atvinnulausir Svíar verða að sætta sig við störf annars staðar á Norð-
urlöndum vilji þeir ekki að atvinnuleysisbætur þeirra verði lækkaðar.
Þetta verða að öllum líkindum afleiðingar úrskurðar æðsta stjórnlaga-
dómstóls Svíþjóðar, Regeringsrätten, frá því í gær, að því er greint er
frá á fréttavefnum e24.se. Atvinnulaus smiður í Svíþjóð neitaði að
sækja vinnu til Noregs. Í kjölfarið voru atvinnuleysisbætur hans lækk-
aðar um 25 prósent. Málinu var áfrýjað til tveggja dómstiga sem bæði
úrskurðuðu á sama veg og æðsti stjórnlagadómstóllinn, nefnilega að
rétt hafi verið að lækka bæturnar. ibs
Bótamissir vilji menn ekki utan
Hæstiréttur sýknaði í gær tvo ein-
staklinga sem ákærðir voru fyrir
umboðssvik með því að hafa í
ágúst 2006 misnotað aðgang sinn
að gjaldeyrisviðskiptakerfi í net-
banka Glitnis banka hf. Hinir
ákærðu, sem dæmdir voru í 2 og
3 mánaða fangelsi í Héraðsdómi
Norðurlands, höfðu keypt dollara
fyrir evrur, selt þær og keypt doll-
ara á ný. ibs
Tveir sýknaðir í
gjaldeyrismáli
Verð á hráolíu á heimsmarkaði
hefur verið að lækka. Hér á landi
hefur eldsneytið víða hækkað í vik-
unni um tvær krónur á lítrann.
Magnús Ásgeirsson hjá N1 segir
áhrif gengis miklu sterkari en áhrif
heimsmarkaðsverðs, veiking krónu
gagnvart dollar skýri hækkun nú.
Magnús sér ekki tilefni til að lækka
verð, þrátt fyrir töluverða lækkun á
heimsmarkaði. Þótt verð á bensíni
hafi lækkað vegna birgðastöðu í
Bandaríkjunum, gangi slíkt fljótt til
baka, að minnsta kosti til hálfs.
Magnús telur engar horfur á að
dísilverð lækki. Aukin eftirspurn
og Ólympíuleikarnir í Kína eru
meðal skýringa á dýrum dísil. Nú
er tonn af dísil 110 dollurum dýr-
ara en tonn af bensíni, fyrir ári var
tonnið af bensíni 155 dollurum
dýrara en dísillinn. Ég hef ekki trú
á að þróunin snúist við,“ segir
Magnús. beva@24stundir.is
Lækkun á heimsmarkaði hefur ekki áhrif hér
Dropinn dýr áfram
Nýsjálenskir vísindamenn
segjast vera á þröskuldi þess
að koma í veg fyrir eina
stærstu uppsprettu gróð-
urhúsalofttegunda. Telja þeir
sig hafa fundið erfðavísinn
sem stýrir metangasmyndun í
iðrum jórturdýra.
Til stendur að nýta uppgötv-
unina til að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda. aij
Tímamót í dýrarækt
Gaslaus dýr
SKONDIÐ