24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Leghálskrabbamein er á heimsvísu annað algengasta krabbamein í kon- um en um hálf milljón nýrra tilfella greinist á ári hverju. Að meðaltali greinast 17 ný tilfelli hér á landi og innan við fimm árum eftir greiningu látast 20% kvennanna af völdum sjúkdómsins. Í 24 stundum í gær greindi Jakob Jóhannsson, krabbameinslæknir og heilsuhagfræðingur, frá því að með notkun bóluefna gegn ákveðnum gerðum vörtuveira sem m.a. orsaka meinið, mætti fækka tilfellum legháls- krabbameina um allt að 60%. „Það er hagkvæmt að bólusetja ungar stúlkur gegn leghálskrabba- meini,“ sagði Jakob og benti á að kostnaðurinn við bólusetningu hvers ár- gangs næmi einungis 30 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirra fjár- muna sem sparast með færri meðferðum og aðgerðum vegna meinsins. Heilbrigðisráðherra hefur haft málið til skoðunar um nokkurt skeið en ákvörðun um bólusetningu liggur ekki fyrir. Spyrja má hvort lífið liggi á að ráðherra taki um það ákvörðun að bólusetja ungar stúlkur gegn mein- inu. Bóluefnið er til og foreldrar geta leitað til læknis og fengið ávísun á lyfið kjósi þeir það. Ábyrgðin er ekki síður foreldranna. Í þessu máli á ekki, frekar en í öðrum, að bíða eftir stjórnvaldsákvörð- un. Og ábyrgðin liggur víðar. Leghálskrabbamein hefur lengi verið tengt lífsstíl og kynhegðun. Þar skipta máli reykingar, aldur við fyrstu samfarir, fjöldi rekkjunauta og getnaðarvarnapillan. Allir þessir áhættuþættir vega þungt og uppeldi skiptir máli. Þótt ákvörðun yrði tekin strax í dag um bólusetningu er fjölmörgum spurningum ósvarað. Á til að mynda að bólusetja bæði drengi og stúlkur, því veiran, sem er einn orsakavaldur, smitast við kyn- mök. Þá veit enginn með vissu hve lengi bólusetn- ingin varir eða hvort gefa þarf viðbótarskammt. Og það sem ef til vill skiptir mestu máli, bólusetningin yrði einungis viðbót við skipulagða leit að legháls- krabbameini. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur annast leit- ina í rúma fjóra áratugi, eða frá árinu 1964. Árang- urinn er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins hefur fallið um 65% og dánartíðnin um 80-90%. Umræðan um bólusetningu gegn meininu má ekki leiða til þess að ungar konur fyllist falskri öryggis- kennd. Sprautan má ekki verða til þess að dragi úr komum á leitarstöðina. Eigin ábyrgð SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Makalaust er að horfa á talsmenn flokks sem kennir sig við vinstri- mennsku berjast með oddi og egg gegn öllum breyt- ingum á dýrasta og óhagkvæmasta landbúnaðarkerfi í heimi. Innflutn- ingur á landbún- aðarvörum skal í huga þeirra jafn- gilda því að kerf- ið verði lagt í rúst. Svo lítils meta þeir landbún- aðinn. Þannig standa þeir vörð um fámenna stétt – eða telja sig gera það – gegn hagsmunum fjöldans sem er að borga óheyri- legt verð fyrir matvöruna. Í greininni sem bent er á hér að ofan er þetta líka eins og hjá kommunum í gamla daga. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Óhagkvæmt Í borginni er reyndar athygl- isverð þróun í gangi á vinstri vængnum. Þar hafa tekist mjög traust tengsl með upprennandi for- ystumönnum Samfylkingar og Vinstri grænna, Degi og Svandísi Svavarsdóttur. Þau hafa teflt þannig skákina að í núverandi stöðu er líklegt að flokkarnir myndi saman meirihluta ef Sam- fylkingin nær ekki hreinum meirihluta. Þó ólíklegt sé á þess- ari stundu að það hafi beinlínis áhrif á landsmálin, gæti sú sam- vinna þeirra tveggja hins vegar leitt til uppstokkunar í meiri- hlutum víðs vegar um landið … Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur Traust tengsl Jón Ársæll hringdi í mig í gær. Ég var farinn að undirbúa ræðuna um að ég væri ekkert merkilegur, líf mitt væri alveg glamúrlaust og að ég ætti ekkert að vera í þætt- inum hans, þegar ég komst að því að hann var bara að spyrja mig út í næsta viðfangs- efni sitt. Ég varð aðeins sár að hann skyldi ekki ætla að gera þátt um mig en líka feginn. Var farinn að sjá hann fyrir mér sofandi á stofugólfinu með myndatökumanninum inn- an um barnaleikföngin í þrjá daga. Leist ekkert á það að þurfa að svara „Hver ertu?“-spurn- ingum í þrjá daga samfleytt. Gunnar Hjálmarsson eyjan.is/goto/drgunni Hver ertu? Þröstur Emilsson the@24stundir.is Ég álít að rétt sé að bólusetja stúlkur gegn leghálskrabbameini. Í vetur fékk ég áskorun um að bætast í hóp þeirra sem hvetja til bólusetninga og það tók mig örskamma stund að sannfærast um réttmæti þess. Ég byrjaði á að athuga hvað Leitarstöð Krabbameinsfélagsins telur rétt og einnig kynnti ég mér upplýsingar hjá evrópskum samtökum sem heita ECCA (European Cervical Cancer Association: http://www.ecca.info) og berjast fyrir því að allar evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegra forvarna gegn þessum sjúkdómi. Vísindamenn eru lengi og mikið búnir að leita að orsökum krabbameina og við þekkjum marga þætti sem hafa áhrif á hvort einstaklingur er líklegur til að fá tiltekna tegund krabbameins. Í fáum tilvikum er eins augljóst samband milli orsakavalds og mein- semdar eins og vírusa sem berast í leghálsslímhúð hjá konum og sjúkdómsins leghálskrabbameins. Leghálskrabbamein var eitt algengasta banamein ís- lenskra kvenna og náði að granda bráðungum kon- um, áður en reglubundið var farið að leita með strokprófi frá leghálsinum. Miklu betra er hins veg- ar að geta hindrað sýkingu af völdum vírusa, eins og við gerum til dæmis gegn ýmsum öðrum mjög skæðum sóttum svo sem mislingum, rauðum hund- um, stífkrampa og barnaveiki. Það er hægt að bólu- setja fyrir 2 af algengustu vírusunum sem valda um 2/3 af leghálskrabbameinunum ef það er gert nógu snemma. Það þarf að bólusetja áður en vírusinn berst í leggöng stúlkna og þess vegna er mælt með að 12 ára stúlkubörn sem við væntum að ekki séu farnar að stunda kynlíf séu bólusettar og nái að mynda mótefni í tæka tíð. Engu að síður verðum við að halda áfram að leita að leghálskrabbameini því bóluefnið dugar ekki á alla vírusana og bóluefnið gerir ekki gagn hjá þeim konum sem þegar hafa smit- ast. Því fyrr sem við byrjum þessa bólusetningu, því betra. Bólusetning er alvöru forvörn. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Bólusetning er alvöru forvörn ÁLIT Birna Jónsdóttir birna@lis.is www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 Sumarið er tíminn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.