24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 15 Ínýjasta hefti vikuritsins Timeer heil opna lögð undir efna-hagsástandið á Íslandi undir fyr- irsögninni Cracks in the Ice en það útleggst sem Brestur í ísnum. Í greininni er fjallað um ótrú- legan vöxt íslenskra banka und- anfarin ár, sem juku umsvif sín sí- fellt með erlendu lánsfé. Þegar að kreppti á þeim markaði lokuðust þeir skyndilega, fjárfestar drógu sig út af markaðnum og krónan féll um 27%. Vakin er á því at- hygli að Ísland sé fimmta ríkasta þjóðin í OECD. Þrátt fyrir að metverð fáist fyrir helstu útflutn- ingsafurðirnar, fisk og ál, kreppi að meðal almennings og fyr- irtækja. Venjulega hefði það þóttflott að fá umfjöllun umÍsland í þessu virta tíma- riti en það getur varla talist gott núna þegar um okkur er fjallað á þessum nótum. Breski hagfræð- ingurinn Richard Portes bendir þó á í greininni að með- altekjur Íslendinga séu hærri en Breta og íslensku bankarnir standi í raun og veru vel. Portes greinir frá því að eftir að hann birti tiltölulega hagstæða úttekt á íslensku efnahagslífi hafi mikils- virtur stjórnandi í vogunarsjóði hringt í sig og eytt hálfri klukku- stund í að reyna að sannfæra sig um að staða íslensku bankanna væri hræðileg og Ísland sjálft væri í raun og veru efnahagslegt ham- farasvæði. Þetta telur Portes styðja full-yrðingar íslenskra efna-hagssérfræðinga um að vogunarsjóðir hafi gert atlögu að krónunni og það sé höfuðskýringin á því hvernig er kom- ið sé fyrir íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Einnig er minnst á frægan „drykkjufund“ fjárfesta á 101 bar í Reykjavík sem töluvert var fjallað um í íslenskum fjöl- miðlum fyrr á þessu ári. Og blaðið segir að Íslendingar hafi verið varaðir við þótt þeir hafi áfram flogið í einkaþotum og ekið á Range Rover – þessi litla 308 þúsund manna þjóð þarf nú að draga saman seglin. Litla þjóð- in sem vildi kaupa upp „heim- inn“. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Til hvers ættu konur að sitja í stjórnum fyrirtækja? Á að setja konur í stjórnir bara af því að þær eru konur? Á að ráða konur bara út frá kynferði þeirra? Þetta eru spurningar sem velta upp á yfirborðið þegar jafnrétt- ismál eru rædd. Þegar umræða um skarðan hlut kvenna í stjórn- um og yfirmannsstöðum fer fram heyrast ávallt þessi rök að það sé fáránlegt að ráða konu „bara af því að hún er kona“. Helmingur kvenmannslaus Samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var við Rannsóknasetur vinnuréttar við Háskólann á Bif- röst er hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja 13%. Í fyrra skipuðu konur 8% stjórnarsæta svo að vissulega hefur þeim fjölgað þó lítið sé. Fyrirtæki sem hafa enga konu í stjórn eru líka færri í dag en í fyrra. Nú eru „bara“ 57% fyr- irtækja með enga konu í stjórn. Rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi í dag hefur enga stjórn- arkonu. Ekki eina einustu. Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem skráð eru á aðallista Kauphallar- innar hefur konu í stjórnarfor- mannsstöðu. Er þetta eðlilegt? Er eðlilegt að helmingur mannkyns sitji í nærri 90% stjórnunarsæta? Má ekki segja sem svo að þarna séu íslensk fyrirtæki að missa af stórkostlegu tækifæri til að vera nútímaleg og framsækin með öfluga stjórnun? Ég efast ekki um að öll fyrirtæki heimsins væru betur sett með bæði kynin við stjórnvölinn. Hvernig get ég sett þetta fram si svona? Jú, vegna þess að ég hef rekið heimili og fyrirtæki er í stórum dráttum ekki frábrugðið heimilinu. Það eru margvíslegir þættir sem sinna þarf á einu góðu heimili rétt eins og í einu góðu fyrirtæki og samvinna er þar lyk- ilatriði. Reynsla og viðhorf beggja aðila skipta sköpum. Minna hæfir karlar Af hverju skiptir máli að bæði kynin sitji í stjórnum fyrirtækja? Hefur þetta eitthvað með kynin að gera? Það er ljóst að menn og konur eru ekki eins. Það er eitt- hvað í grunninn sem gerir það að verkum að við hugsum ekki eins og af þessu eru fyrirtæki á Íslandi að missa. Þau eru að missa af kröftum og sýn fjölmargra öfl- ugra kvenna sem eru að minnsta kosti jafn hæfar þeim mönnum sem í stjórnunum sitja og sumar þeirra án efa hæfari. Hvernig get ég fullyrt þetta? Jú, það er hróp- andi staðreynd að ef gengið er framhjá svona ótal mörgum kon- um og menn teknir fram fyrir, bara vegna kynferðis síns, þá hlýt- ur að vera að margar hverjar séu hæfari en þeir fjölmörgu menn sem fram fyrir þær eru teknir. Enn hefur engin rannsókn sýnt fram á meiri stjórnunarhæfileika manna eða meiri gáfur. Þess vegna getum við í raun fullyrt að íslensk fyrirtæki séu að lappa upp á fjölmarga minna hæfa karla í stjórnum fyrirtækja í stað þess að skipa hæfari konur í stjórnirnar. Þetta hlýtur að koma niður á fyr- irtækjunum. Það hlýtur að vera vilji eigenda fyrirtækjanna að þau séu rekin af úrvalsfólki. Þess vegna er enn óskiljanlegra að svona margir kjósi að skipa ein- göngu karlmenn í stjórnir fyrir- tækjanna. Fyrirtækið líður fyrir þessa vanhugsun. Kraftar kvenna Það hafa fjölmargar konur boð- ið fram krafta sína þegar kemur að því að skipa í stjórnir, nefndir og ráð. Listar hafa verið útbúnir og heimasíður settar upp með nöfnum kvenna sem eru gríðar- lega reynslumiklar, menntaðar og hæfileikaríkar. Nýtum þennan auð. Eflum íslensk fyrirtæki með kröftum kvenna. Ekki veitir af. Höfundur er áhugakona um vel rekin fyrirtæki Á að ráða konu bara af því að hún er kona? VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Þau eru að missa af kröftum og sýn fjöl- margra öfl- ugra kvenna sem eru að minnsta kosti jafn hæfar þeim mönnum sem í stjórnunum sitja og sum- ar þeirra án efa hæfari. Það er ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum ef þetta verður ekki gert. Kostn- aður við þetta er vel ásættanlegur miðað við afleiðingar þess að gera þetta ekki. Gissur Örn á blog.is Það er hreint frábært ef hægt er að bægja frá þessum ægilega vágesti. Líkur aukast til muna á að konan sleppi við hættuna á að fá leghálskrabbamein. Slíkt verður ekki metið til fjár þegar kemur að ómældum óþægindum sem konan verður fyrir við lækningu og eftirmeðferð. Þrymur Sveinsson á blog.is Það er ekki spurning um 1,8 milljónir til að lengja lífið um eitt ár. Held- ur aðallega að gera líf þeirra kvenna sem annars hefðu fengið legháls- krabbamein betra og með auknum gæðum. Þetta er ekkert til að grínast með. Sigurbjörn Friðriksson á blog.is Púkinn vill ekki sjá stöðuna hér á Íslandi þróast í þá átt að þeir foreldrar sem telja sig hafa efni á, kaupi bólusetningar handa dætrum sínum, en aðrar stúlkur séu óvarðar. Er einhver ástæða til að bíða? Púkinn á blog.is Af hverju er ekki strax byrjað að bólusetja allar stúlkur? Allur tími sem fólk fær að lifa er ómetanlegur. Hver vill ekki eyða 17 árum lengur með sínum nánustu? Stjórnvöld á Íslandi eiga að hætta að eyða hundruðum milljóna í stríðsleiki, utanlandsferðir og annað eins bruðl sem viðgengst og nota fjármagnið í svona góða hluti. Jóhannes Baldur Guðmundsson á blog.is Með því að borga 1,8 milljónir í þessa bólusetningu þá þurfa ráðamenn bara að sleppa einni ferð með einkavél. Anna Heiða Stefánsdóttir á blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Ekki metið til fjár 24stundir 5. júní 4 Eftir Hlyn Orra Stefánssonhlynur@24stundir.is Hvert ár sem áynnist með því að allar 12 ára túlkur á landinu væru bólusettar gegn leg- álskrabbameini kostar 1,8 milljónir. Meðíkri bólusetningu væri hægt að lengja heild- rlífaldur hvers árgangs um tæp 17 ár.„Að mínu mati er það forsvaranlegurstnaður, og kostnaður ætti því ekki aðma í veg fyrir að stjórnvöld tækju þetta aðr,“ segir Jakob Jóhannsson, krabbameins-knir og heilsuhagfræðingur.akob, sem starfar sem læknir á Landspít-num, rannsakaði í meistaraprófsritgerð sinni í heilsuhagfræði kostnaðinn við að bólusetja allar 12 ára stelpur á Íslandi gegn leghálskrabbameini.Jakob segir að heildarkostnaður við að bólusetja hvern árgang yrði 47 milljónir króna, en 30 milljónir eftir að búið er að taka tillit til þess sem sparast með færri með- ferðum og aðgerðum vegna leghálskrabba- meins. Eftir að búið er að taka tillit til þess kostn- aðar sem sparast heilbrigðisyfirvöldum vegna færri leghálskrabbameinstilfella, kostar hvert ár sem ávinnst með bólusetningunni 1,8 milljónir, eins og áður sagði.Til er bólusetningarlyf gegn ákveðnum gerðum af vörtuveirum, sem að sögn Jakobs orsaka um 60% tilfella leghálskrabbameins. Lyfið er hægt að kaupa í apótekum og kostar hver skammtur um 19 þúsund krónur. Geta lifað aukaárfyrir 1,8 milljónir BÓLUSETNING BORGAR SIG»10 Kostnaður við bólusetningu Að bólusetja heilan árgang12 ára stúlkna kostar ríkið47 milljónir. Keypt í apóteki kostarhver bólusetning um 19 þúsund krónur.  Hægt væri að koma í veg fyrir 60% tilfella leghálskrabbameins með bólusetningu  30 milljóna viðbótarkostnaður fyrir heilbrigðiskerfið að bólusetja einn árgang   1 Það er óhætt að taka undir þetta. Tuggan verð- ur dýr í ár. En þetta kemur misjafnlega við bændur. Ég hugsa að afkoma kúabænda verði þó skömminni skárri en hjá sauðfjárbændum, því að hjá sauðfjárbændum er kostnaður við áburðarkaup svo stór hluti af heildinni. Það er afar ólíklegt að þeir nái öllum kostnaðarhækk- unum fram í hærra afurðaverði í haust. Lyngbrekka á blog.is Dýr tugga 24stundir 4. júní Eftir Frey Rögnvaldssonfreyr@24stundir.is Heyskapur gæti orðið þrjátíu pró-sentum dýrari í sumar en í fyrra-sumar. Þetta er mat Gunnars Guð-mundssonar sviðsstjóra hjááðgjafarsviði Bændasamtakanna.Ástæður kostnaðaraukningarinnarru fyrst og fremst verðhækkanir áðföngum, einkum áburði, olíu ogúlluplasti. burður 70 prósentum dýrariGunnar segir að erfitt sé að metakvæmlega hvernig hækkanir áföngum snerti hvert bú fyrir sig.ær tölur sem við erum að rýna í eru engan veginn endanlegar envið áætlum að verðhækkun ááburði á milli ára sé nálægt sjötíuprósent. Hækkun á olíu teljum viðað sé nálægt fimmtíu prósentumVarð di spá en við teljum þó að það gætiorðið á milli 25 og 30 prósentumdýrara í ár heldur en í fyrra.“Gunnar leggur áherslu á aðkostnaðaraukningin komi misjafn-lega við bændur. „Ef við reynumhins vegar að miða við meðal-kúabú þá gætu þessir breytilegukostnaðarþættir sem við köllumorðið allt að þrjátíu prósent dýrari íár heldur en í fyrra. Þá er auðvitaðverið að miða við óbreytt ástandfrá fyrra ári. Bændur eru þó vænt-anlega byrjaðir að gera allar þærráðstafanir sem hægt er til að dragaúr kostnaði, það hlýtur b Þriðjungi dýraraað heyja í sumar Bændur eru uggandi vegna mikilla hækkana á aðföngumHÆKKUN 2007-2008 Áburðahækkun 70% Olíuverðhækkun 50% Plasthækkun 25-30% Hvellur ● Smiðjuvegi 30 ● Kópavogi Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Börnin í Mjanmar (Búrma) þurfa hjálp Þinn stuðningur skiptir máli Hringdu í síma 904-1000 og gefðu 1000 krónur Hringdu í síma 904-3000 og gefðu 3000 krónur Hringdu í síma 904-5000 og gefðu 5000 krónur Deildu alvöru ljósmyndum á Fujicolor ljósmyndapappír – Endingarbesta ljósmyndapappír í heimi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.