24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir.is Ágúst hefur sniðið búðir sínar hér að amerískri fyrirmynd enda vann hann í nokkur sumur við slíkar búðir vestanhafs. Ágúst er ekki gamall, verður þrí- tugur í janúar á næsta ári, en hann hefur verið með svona búðir hér á landi síðan hann var rúmlega tví- tugur. Fjölmennustu búðirnar „Að þessu sinni eru ríflega 150 krakkar á skrá en þeir skila sér ekki alveg allir þannig að fyrsta daginn voru um 140 krakkar í salnum,“ segir Ágúst um búðirnar sem haldnar eru í DHL-höll þeirra KR- inga og í báðum sölunum þar og veitir varla af. „Þetta er áttunda árið sem ég er með þetta og þetta er það fjöl- mennasta. Stundum hef ég verið með fleiri en eitt námskeið yfir sumarið, en núna hef ég stílað á eitt á sumri og þá fyrstu vikuna í júní. Með flestar drottningarnar Ég legg mikla áherslu á að vera með marga góða þjálfara og það hefur tekist vel enda sækjast krakk- arnir eftir að hafa góða þjálfara. Það skemmir heldur ekkert fyrir að vera með flestar drottningarnar í íslenskum körfubolta,“ segir Ágúst en með honum eru meðal annars þær María Ben Erlingsdóttir og Helena Sverrisdóttir en þær leika báðar í háskólaboltanum í Banda- ríkjunum. „Þegar ég var aðeins yngri tók ég sumrin í að fara til Bandaríkjanna og vinna í æfingabúðum þar, að- allega hjá Duke-háskólanum, og einu sinni var ég í Five Star-körfu- boltabúðunum, sem eru þær stærstu og virtustu. Síðari ár hef ég alltaf farið en verið í mun styttri tíma og ofast verið með hópa með mér. Ég er til dæmis að fara út í næstu viku með átta stráka. Dýrmæt reynsla frá USA En búðirnar mínar hérna byggi ég á þeirri reynslu sem ég fékk af því að vinna við þetta í Bandaríkj- unum og laga þetta auðvitað að ís- lenskum aðstæðum. Núna er ég með tíu stöðvar sem krakkarnir fara á og læra grunn- atriðin í körfubolta. Hver hópur vinnur hjá hverjum þjálfara á hverri stöð í 10-12 mínútur á hverjum degi og skiptir síðan á næstu stöð. Þessi æfingahringur tekur rúma tvo klukkutíma og þegar þetta er búið er sett upp mót, og það er raðað í lið í lok fyrsta dags. Þetta er NBA- mót og hópnum skipt upp í fjórar deildir og síðan kemur úrslitaleikur í lokin,“ segir Ágúst. Beint ofan í Helena Sverr- isdóttir sýnir efnilegum leik- manni hvernig á að skjóta á körfuna. Það er mikilvægt að láta olnbogann vísa beint á skotmarkið. Sumarvinnan var í æfingabúðum  Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna, miðlar reynslu sinni í fjölmennum körfu- boltabúðum  Körfuboltadrottningar landsins eru hluti af þjálfarateyminu Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik og þjálfari karlaliðs Ham- ars, hefur undanfarin átta ár verið með æf- ingabúðir í körfuknatt- leik í byrjun júní. Í ár taka um 150 krakkar þátt í búðunum og koma fjölmargir þjálf- arar að þeim. Skyggni Sérstök gleraugu eru sett á leikmenn til þess að hindra að þeir geti séð gólfið á meðan þeir rekja boltann. Þjálfarar Milijan Max Gvozdenovic frá Serbíu og Ágúst Björgvinsson. Körfuboltakonurnar ungu,María Ben Erlings-dóttir og Helena Sverrisdóttir, sem báðar leika með há- skólaliðum í Bandaríkj- unum, verða með körfuboltabúðir fyrir stelp- ur helgina 20. til 22. júní. Búð- irnar eru fyrir stelpur 10 til 15 ára og verða á Ásvöllum. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakar búðir eru fyrir stelpur og segja þær stöllur að þær hafi rætt þetta í vetur og ákveðið að slá til enda hafi ekkert svona verið þegar þær voru yngri. Margir færir þjálfarar oglandsliðsfólk í körfu-knattleik leiðbeinir í æfingabúð- unum hjá Ágústi. Sá sem er lengst að kominn er Mi- lijan Max Gvozdenovic en Ágúst fékk hann sérstaklega frá Serbíu til að leiðbeina krökkunum í sókn- arleik og er Margrét Kara Sturludóttir honum til aðstoðar. Stöðvarnar eru tíu talsins oger einn til tveir þjálfarar áhverri stöð. Á einni stöð- inni fer Guð- mundur Daði Kristjánsson, snerpu- og styrktarþjálfari A-landsliðs kvenna, yfir slíkar æfingar. Stefán Arnarson og Pálína Gunnlaugsdóttir sjá um varn- arleikinn. Pálína er leikmaður Íslands og bikarmeistaraliðs Keflavíkur og er hún leikmaður ársins í Iceland Express deild- inni. Helena Sverrisdóttir og Brynjar Björnsson sýna krökkunum hvernig á að skjóta á körfuna og Rob Hodgson og María Ben Er- lingsdóttir fara yfir hreyfingar með bakið að körfunni og aðra þætti fyrir stóra leikmenn. Finnur Freyr Stefánssonstjórnar stöð þar sem far-ið er yfir hreyfingar bakv- arða og Sveinbjörn Claessen leiðbeinir krökkunum í að rekja knött og jafnvel knetti. Svein- björn er A- landsliðs- maður og leik- ur með úrvalsdeildarliði ÍR úr Breiðholtinu. Það getur verið nóg að gerahjá krökkum sem eruáhugasamir um körfu- bolta því þessa dagana, 4. til 8. júní, eru líka Superhoops- körfuboltabúðir hjá Stjörnunni. Þessar búðir koma frá Kanada og er Ryan Leier yfir þeim en með honum komu þrír atvinnu- þjálfarar. Í þessum búðum eru í mesta lagi 40 krakkar til að hver og einn fái nægilega athygli. Fyrri hluti hinna árlegu úr-valsbúða KKÍ verður síð-an 14. og 15. júní en þar eru stelpur og strákar, fædd 1995, 96 og 97, sem félagslið til- nefna, við æfingar. Seinni hluti búðanna verður síðan í ágúst. KÖRFUBOLTI ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég legg mikla áherslu á að vera með marga góða þjálfara og það hefur tekist vel enda sækjast krakkarnir eftir að hafa góða þjálf- ara. Það skemmir heldur ekkert fyrir að vera með flestar drottning- arnar í íslenskum körfubolta,“ segir Ágúst.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.