24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 17
24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 17
Fjöldi farþega í innanlandsflugi sem fóru um
flugvelli Flugstoða ohf. fór í fyrsta sinn yfir eina
milljón í fyrra eða í 1.005.036 miðað við
920.9881 árið 2006, að því er kemur fram í yf-
irliti á fréttavef félagsins.
„Hver farþegi er reyndar talinn tvisvar, við
brottför og komu á ákvörðunarstað, þannig að
fjöldinn er í raun hálf milljón,“ segir Hrafn-
hildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsinga- og
kynningarfulltrúi Flugstoða.
Umferð flugvéla í millilandaflugi um íslenska
flugstjórnarsvæðið jókst einnig mikið í fyrra.
Fjöldi flugvéla fór þá í fyrsta sinn yfir 100 þús-
und en af þeim voru tveir þriðju hlutar í yf-
irflugi. „Þær vélar voru á leið frá Evrópu til
Bandaríkjanna og til baka sem höfðu enga við-
komu á Íslandi,“ greinir Hrafnhildur frá. Í fyrra
var fjöldinn rúmlega 105 þúsund en tæp 98
þúsund 2006.
Á aðalfundi Flugstoða nú í vikunni sagði
Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, vaxandi teikn á lofti um að Reykja-
víkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.
Flugstoðir gætu í þeirri þróun tekið að sér lyk-
ilhlutverk við að varpa ljósi á hvaða stefnu
bæri að taka í málefnum flugvallarins.
„Hér er fjöldi starfsfólks sem býr yfir mikilli
þekkingu og er með áratugareynslu,“ bendir
Hrafnhildur á.
Á aðalfundinum kom fram að nokkur halli
hefði verið á hefðbundnum rekstri í fyrra.
Afkoma samsteypunnar var hins vegar sögð
hafa verið jákvæð, einkum vegna hagnaðar af
sölu eigna. ingibjorg@24stundir.is
Innanlandsflug um flugvelli Flugstoða
Farþegarnir í fyrsta sinn yfir 1 milljón
Reykjavíkurflugvöllur
Farþegum hefur fjölgað.
3.000 manns verður sagt upp
og 67 flugvélum lagt sam-
kvæmt niðurskurðaráætlun
bandaríska flugfélagsins
Continental Airlines sem
kynnt var í gær. Gert er ráð
fyrir að áætluninni ljúki fyrir
lok næsta árs. Hjá félaginu,
sem er fjórða stærsta flugfélag
Bandaríkjanna, starfa nú um
það bil 45 þúsund manns.
Miklar hækkanir á eldsneyti
og samdráttur í hagkerfum
heimsins hafa komið illa nið-
ur á rekstri flugfélaga sem
hafa í kjölfarið neyðst til þess
að grípa til niðurskurðar líkt
og Continental.
Áður en gengið var frá áætl-
unum um sameiningu flug-
félaganna Delta og Northwest
fyrr á þessu ári var 3.000
starfsmönnum sagt upp störf-
um hjá því fyrrnefnda. Þá hafa
bæði flugfélögin United og
American kynnt svipaðar nið-
urskurðaráætlanir og Cont-
inental kynnti í gær. ejg
Continental Airlines
Það kreppir að
flugfélögum
Eignarhaldsfélög sem eru
hluthafar í Nýsi hafa selt 66%
hlut í Sæblómi ehf., sem rekur
útgerð og fiskvinnslu í Mar-
okkó. Kaupandinn er BP-skip
ehf. Halda seljendur 34%
hlutafjárins, að sögn Hösk-
uldar Ásgeirssonar, forstjóra
Nýsis.
Kaupunum fylgja fimm fisk-
vinnslur í landi og ráðstöfun á
90.000 tonna árskvóta af mak-
ríl og sardínu.
Jafnframt skipta þrjú uppsjáv-
arveiðiskip um eigendur en
það eru skipin Carpe Diem
(sem hét Álsey VE), Quo Vadis
(sem var Örn KE) auk skipsins
Que Sera Sera frá Skotlandi.
þkþ
Sæblóm ehf. selt
Til BP-Skipa
Ríkisaðstoð á Íslandi var árið
2006 0,18% af landsfram-
leiðslu og er það í lægri kant-
inum miðað við önnur EES-
lönd samkvæmt nýrri athug-
un Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA).
Liechtenstein er langlægst
með 0,03% en ríkisaðstoð í
Noregi var á hinn bóginn
0,37% af landsframleiðslu. Í
heild var ríkisaðstoð í ESB-
ríkjunum ívið meiri, eða
0,42%, en í EFTA-ríkjunum,
0,36%. Samanburðurinn und-
anskilur ríkisaðstoð til land-
búnaðar og sjávarútvegs, þar
sem það fellur ekki undir eft-
irlitshlutverk ESA. aak
Samanburður ESA
Aðstoð lítil hér