24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 41

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 41
24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 41 Snillingarnir hjá EA Sports hafa nýtt sér tölvuleikinn NBA Live 09 til að spá fyrir um úrslit úr- slitarimmunnar á milli L.A. La- kers og Boston Celtics. Sam- kvæmt spekingum EA mun Lakers sigra í einvíginu með því að vinna fjóra leiki gegn þremur hjá Boston. Sjöundi og síðasti leikurinn mun enda 106-101, Los Angeles Lakers í vil. vij EA spáir Lakers sigri í NBA Mikils spennings gætir vegna hins væntanlega Ghostbusters- tölvuleiks. Nú hefur Ernie Hud- son, leikari úr Ghostbusters- myndunum, sagt að handritið fyrir tölvuleikinn sé um 480 blað- síður að lengd. Til samanburðar má geta að handrit fyrir meðal- kvikmynd er um 120-180 blaðsíð- ur. Allir leikararnir sem komu við sögu í Ghostbusters-myndunum hafa staðfest þátttöku sína í tölvuleiknum. vij Draugabanar gera sig klára Nýjasti Metal Gear Solid- leikurinn, Guns of the Patriots, fær frábærar viðtökur hjá leikjarýnum víða um heim. Nýverið gaf japanska leikjaritið Famitsu leiknum fullt hús stiga en leikurinn er áttundi leik- urinn til að fá fullt hús stiga hjá blaðinu. Metal Gear Solid 4, Guns of the Patriots kemur út á Íslandi 13. júní, eingöngu fyrir Playstation 3-leikjatölv- una. vij Metal Gear með fullt hús stiga Tölvuleikir viggo@24stundir.is Eflaust er einhvers staðar í heim- inum, líklega í Danmörku, til spak- mæli sem segir: „Allt verður betra ef þú gerir það úr Lego.“ Það er að minnsta kosti tilfellið með Lego In- diana Jones: The Original Advent- ures. Í þessum leik er sama form- úlan og gerði Lego Star Wars-leikina svo vinsæla nýtt til hins ýtrasta og afraksturinn er leikur sem er bæði heillandi og skemmtilegur. Leikmenn spila sig í gegnum söguþráð hinna þriggja klassísku Indiana Jones-kvikmynda en leik- urinn er allur í hinu ómótstæðilega Lego-formi. Hvort sem það er byrjunaratriðið úr Raiders of the Lost Ark eða loka- atriðið í Temple of Doom nær andi Indiana Jones-myndanna að halda sér vel og líkt og venjan er með Lego-leikina er bætt við góðum skammti af aulahúmor. Í Lego Star Wars var hægt að velja á milli gríðarlega margra mismun- andi persóna en margar þeirra voru vita gagnslausar. Í Lego Indiana Jones hefur verið bætt úr þessu og nú má segja að svo gott sem allar persónurnar geri eitthvert gagn. Kvenpersónur geta hoppað hærra en karlpungarnir og sumar þeirra geta meira að segja brotið gler með öskrum sínum. Þær persónur sem bera skóflur geta róið flekum og grafið upp fjársjóði. Bókaormarnir geta ráðið í myndletur og vélvirkjar, gaurar sem halda á skiptilyklum, geta lagað hvers konar vélbúnað. Þessi aukni fjölbreytileiki í hæfi- leikum persónanna gerir það að verkum að maður fær það á tilfinn- inguna að allar persónurnar séu gagnlegar, hvort sem það er Indy sjálfur, pabbi hans eða óþolandi ljóskan úr Temple of Doom. Lego Indiana Jones: The Original Adventures er stórgóð viðbót í safn hinna frábæru Lego-leikja. Lego-Indy mun betri en nýjasta bíómyndin Ótrúlega heillandi leikur Lego Indiana Jones nær að fanga anda mynd- anna mun betur en nýjasta Hollywood-ruslið. Grafík: 83% Ending: 80% Spilun: 92% Hljóð: 86% Lego Indiana Jones NIÐURSTAÐA: 85%

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.