24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 4
NEYTENDAVAKTIN
Þóknun vegna útborgana af gjaldeyrisreikningum í erlendum seðlum
Viðskiptabanki Hlutfall af út-
tektarupphæð
Byr sparisjóður 0,0 %
Spron 1,5 %
Kaupþing 1,5 %
Landsbankinn 1,5 %
Glitnir 1,5 %
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
Á milli tvö og þrjú hundruð störf
í fiskvinnslu tapast ef farið verður
að öllu leyti eftir tillögum Haf-
rannsóknastofnunar við ákvörðun
aflamarka næsta fiskveiðiárs, að
mati Arnars Sigurmundssonar, for-
manns Samtaka fiskvinnslustöðva.
„Jafnvel þó farið verði aðeins að
tillögunum að hálfu leyti gæti
störfum fækkað um 150-200. Það
má ekki heldur gleyma því að þó
aðeins vinni um 4000 manns í
sjálfri fiskvinnslunni er gríðarlegur
fjöldi fólks sem vinnur í kringum
sjávarútveg, til dæmis í þjónustu-
störfum, svo uppsagnir í fisk-
vinnslu leiða til enn frekari fækk-
unar starfa,“ segir hann.
Þó telur Arnar að ekki verði eins
mikið um hópuppsagnir á næsta
fiskveiðiári og því sem er að ljúka.
„Ég hugsa að fyrirtæki fækki frekar
starfsmönnum með því að ráða fátt
nýtt starfsfólk.
Svo verður eitthvað um samruna
fiskvinnslufyrirtækja eins og alltaf
er undir svona kringumstæðum
auk þess sem einhver leggja upp
laupana.“
Munar um 150 þúsund tonnum
Hafrannsóknastofnun leggur til
að dregið verði úr veiðum á flest-
um fisktegundum sem veiddar eru,
svo sem þorski, ýsu, ufsa, karfa,
grálúðu og síld.
Séu þessar tillögur bornar saman
við þann afla sem leyfilegur er á yf-
irstandandi fiskveiðiári er Haf-
rannsóknastofnun að leggja til á
bilinu 100-150 þúsund tonna nið-
urskurð í aflamarki á næsta ári.
thorakristin@24stundir.is
Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva er uggandi yfir tillögum Hafró um hámarkskvóta á næsta fiskveiðiári
Störfum í fiskvinnslu fækkar um allt að 300
➤ Samkvæmt tölum Hagstof-unnar unnu 14200 manns við
fiskveiðar og -vinnslu árið
1991.
➤ Á seinasta ári unnu um 7400manns við þessi störf.
FÆKKUN Í SJÁVARÚTVEGI Fiskvinnsla
Störfum fækkar
ár frá ári.
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Frumvarp heilbrigðisráðherra um
sjúkratryggingar mætti andstöðu á
Alþingi í vor og svo fór að því var
frestað til hausts, þegar þing heldur
áfram. Benedikt Jóhannesson var
kosinn stjórnarformaður Sjúkra-
trygginga í vetur, þótt ekki væru
komin lög um stofnunina.
Frumvarp um stofnunina var
lagt fram á Alþingi skömmu fyrir
þinglok. Benedikt vinnur nú að
stofnun fyrirtækisins í trausti þess
að lög verði samþykkt í haust.
„Þetta verður mikið starf, það
þarf að stjórna undirbúningi,
skipuleggja starfsemina, gera fjár-
hagsáætlanir og teikna skipurit,“
segir Benedikt, sem hitti starfsfólk
TR á fundi í gær. „Það bjóst við að
taka til starfa í nýrri stofnun, undir
nýrri stjórn 1. september, nú er
ljóst að svo verður ekki og það
veldur óvissu,“ segir Benedikt. Þá
stóð til að skilja sjúkratryggingar
frá almannatryggingum og færa
undir heilbrigðisráðuneyti. Töfin
veldur því sjúkratryggðir leita
áfram til Tryggingastofnunar sem
bíður eftir því að losna við þann
þátt starfseminnar. Stofnanirnar
tvær verða í fyrstu undir sama þaki
á Laugavegi við Hlemm en þegar
fram líða stundir má búast við að
leiðir skilji.
Í fyrsta lagi í september
Benedikt reiknar með því að
starfsemi sjúkratrygginga fari vax-
andi næstu ár, þegar stofnun fer að
sjá um samninga við sjúkrastofn-
anir um kaup á þjónustu. „Fjölgun
starfsfólks verður lítil á þessu ári,
hugsanlega verða ráðnir 3-5 starfs-
menn í ár verði lögin samþykkt fyr-
ir þingfrestun í september.“
Auglýst hefur verið eftir for-
stjóra, en umsóknarfrestur um
starfið hefur verið lengdur til 15.
september. Stjórnarandstæðingar
með Ögmund Jónasson fremstan í
ætla að berjast gegn samþykkt lag-
anna í sumar. Hann kallar stofn-
unin sé verslunarmiðstöð í heil-
brigðiskerfinu og telur
hugmyndina byggða á mistökum
frá öðrum löndum.
Stjórnarformaður á
fullu án stofnunar
Auglýst hefur verið eftir forstjóra Sjúkratryggingastofnunar Lagafrumvarp um hana
komst ekki í gegn á vorþingi Stjórnarformaður reiknar með annasömu sumri
Kvíðir engu Benedikt
heldur ótrauður áfram
undirbúningi og býst
ekki við að vera stofn-
unarlaus lengi.
➤ Um tvö hundruð mannsstarfa nú við Tryggingastofn-
un ríkisins.
➤ Hluti verður hjá Sjúkratrygg-ingastofnun sem einnig mun
annast saminga um kaup á
þjónustu heilbrigðisstofnana.
VERKEFNUM FJÖLGAR
Eitt af húsum starfsstöðvar
Landbúnaðarháskólans á
Reykjum í Ölfusi er illa
sprungið eftir skjálftahrinuna,
að sögn Guðríðar Helgadóttur
staðarhaldara. Ákveðið hefur
verið að leyfa ekki starfsemi í
húsinu þar til ástand þess hef-
ur verið metið betur. Þá er
bananahúsið, sem hýsir ban-
anaplöntur skólans, illa farið
en önnur hús virðast hafa
sloppið. Býst Guðríður ekki
við að þetta hafi áhrif á skóla-
hald í vetur en óvíst sé með
áhrifin á aðra starfsemi. þkþ
Landbúnaðarháskólinn
Skemmdur
eftir skjálftana
Fyrirsagnir norrænna dag-
blaða af afdrifum hvítabjarn-
arins sem felldur var í Skaga-
firði hafa verið dramatískar.
„Boðinn velkominn með
kúlu“ var til dæmis fyrirsögn
á vefútgáfu norska blaðsins
Dagbladet. Umsagnir um
fréttina á síðunni voru í gær á
fjórða hundrað. Myndskeið
um björninn er meðal þeirra
sem mest hefur verið horft á á
vefsíðu Aftonbladet í Svíþjóð.
Hvítabjörninn
Dramatískar
fréttir erlendis
Íslandspóstur hf. ber að mati
Héraðsdóms Reykjavíkur skaða-
bótaábyrgð á lík-
amstjóni sem þá-
verandi
starfsmaður
hlaut í slysi á lóð
Íslandspóst
haustið 2004.
Starfsmaðurinn
fótbrotnaði þeg-
ar hann fór með
fulla póstburðarkerru úr dreif-
ingarmiðstöð póstsins. Kerran
rann fram af hálfs metra háum
palli og starfsmaðurinn á eftir.
Handrið á pallinum hafði verið
fjarlægt og mat dómurinn það
svo að vinnuaðstæður hefðu ekki
verið forsvaranlegar og Íslands-
póstur beri því bótaábyrgð. þe
Slys á lóð Íslandspósts
Bótaskylda
viðurkennd
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu kostnað viðskiptabanka
vegna útborgana af gjaldeyrisreikningum í erlendum
seðlum. Kom í ljós að einungis Byr sparisjóður tekur
ekki sérstaka þóknun þegar viðskiptavinur tekur út
gjaldeyri af eigin reikningi.
Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum.
Engin þóknun hjá Byr
Halldór
Oddsson