24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 13 vinbudin.is E N N E M M / S ÍA / N M 33 16 1 Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra segir forsíðu- frétt DV frá í gær, um að hann hefði brotið lög með því að þiggja greiðslur frá ríkinu vegna lögheimilis síns á Þykkvabæ, vera ranga og heimtar afsökunarbeiðni. Í blaði DV í gær kom fram að skráð heimili Árna í Þykkva- bæ væri í útleigu til Pólverja og hann væri búinn að þiggja tæpa milljón í styrki vegna þess. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, segjast standa við umfjöllunina og vilja ekki biðja Árna afsök- unar. mh „Það er ekkert grín að keyra inn í svona hóp,“ segir Árni Björgvinsson, verkstjóri hjá Kópavogsbæ, en sex hross sluppu úr hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi í gærmorgun og út á Reykjanesbraut. „Þetta var klukkan 9 þegar all- ir voru á leið í vinnuna. Það var bara tillitssemi bílstjóra sem varð til þess að enginn slasaðist,“ segir Árni. Lögreglan hjálpaði Árna svo við að smala saman hross- unum og tókst að króa þau af hjá Á. Guðmundssyni þar sem þau biðu þess að eigandi þeirra vitjaði þeirra. aak Það var heppinn áskrifandi að Lottó sem vann 29,3 millj- ónir í Lottóinu síðasta laug- ardag. Íslensk getspá hefur þó ekki náð í vinningshafann til að tilkynna honum um vinn- inginn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að því er fram kem- ur á vef Getspár. Hún mun þó halda áfram að reyna að ná sambandi við vinningshaf- ann til að tilkynna honum gleðifréttirnar. Vinningar af þessari stærð eru þó ekki greiddir út fyrr en mánuði eftir útdrátt. Lottótölurnar sem gáfu þennan vinning eru 2, 13, 24, 31 og 37. aak Forsíðufrétt DV Árni heimtar leiðréttingu Sex hross sluppu laus Brokkuðu um brautina 2, 13, 24, 31 og 37 Lottóvinnings- hafi óskast „Ungmennahúsið skapar sumarstörf fyrir ungmenni í átta vikur á sumrin. Bæði hópar og einstaklingar geta sótt um með hugmyndir að verkefnum,“ segir Andri Þór Lefever, forstöðu- maður Molans. Listrænir vinnuhópar Í sumar verða 16 manns á aldrinum 18-23 ára að vinna, annað hvort í hópum eða í einstak- lingsverkefnum. „Það er til dæmis leiklistarhóp- ur sem semur barnaleikrit og ætlar að sýna á 17. júní hátíðinni og í leikskólum bæjarins. Síðan eru tónlistarhópar sem setja upp atriði og þau munu sýna bæði í leikskólum og fyrir eldri borgara,“ segir hann. Einstaklingar sem vinna við verkefnið stefna m.a. að því að gefa út myndrænt bókverk um Kópavog og halda tón- leika. Ungir listamenn fá með starfseminni tækifæri til að koma sér á framfæri. Tómstundahús fyrir ungmenni Andri segir að verkefnið sé að hluta til að fyr- irmynd Hins hússins í Reykjavík en sé þó ætlað ungmennum 16 ára og eldri. „Svona hús eru að ryðja sér til rúms á landinu núna, til dæmis á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjanesi og víðar.“ Í húsinu verður aðstaða fyrir tónleika, kaffihús og myndlistargallerí. „Við leggjum áherslu á að þetta verði sam- komustaður ungmenna í framtíðinni, en til að byrja með verðum við með opið á miðvikudags- kvöldum en stefnum á að hafa opið fjögur kvöld í viku með haustinu,“ segir Andri. Molinn var opnaður á menningardögum í Kópavogi í byrj- un maí við hátíðlega athöfn. asab@24stundir.is Molinn í Kópavogi hefur starfsemi sína í sumar Skapandi sumarstörf fyrir ungmenni Molinn stendur við Hábraut 2, beint á móti Salnum og Gerðarsafni í Kópavogi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.