24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Stjórnvöld í Kína hafa dregið úr frelsi fjölmiðla til að bera fréttir af eftirmálum jarðskjálftans sem reið yfir Sichuan-hérað í síðasta mán- uði. Meðal þess sem áróðursmála- ráðuneytið hefur bannað ríkisfjöl- miðlum að fjalla um er uppbygging skóla, tafir á björgunarstarfi og hvort stjórnvöld hafi getað varað við skjálftanum fyrirfram. Fyrstu dagana eftir skjálftann var létt á reglum um ritskoðun og erlendum fjölmiðlum veittur auk- inn aðgangur að Kína. Telja fjölmiðlafræðingar það hafa nýst stjórnvöldum til að hrista saman þjóðina og bæta ímynd landsins út á við. Nú, þegar lengra er liðið frá skjálftanum, finni stjórnvöld sig knúin til að draga úr gagnrýni á spillingu, seinagang og þann fjölda skólabygginga sem hrundu. Í gær varð eftirskjálfti á svæðinu sem mældist 5,3 Richter-stig, en ekki hefur frést af slysum á fólki. aij Kína bregst við umfjöllun um jarðskjálfta Skrúfa fyrir fréttir Réttur var í gær settur í máli fimm manna sem sak- aðir eru um að hafa lagt á ráðin um árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001. Fimmmenning- arnir hafa setið í haldi í fangabúðum Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa á Kúbu undanfarin ár. Þeirra á meðal er Khalid Sheikh Mohammed, sem saksóknarar segja vera þriðja hæst setta foringja al-Kaída. Litið er á réttarhaldið sem prófmál fyrir þá sem haldið er í Guantanamo, en mál þeirra hafa til þessa ekki ratað fyrir dómstóla. Sérstökum tjaldbúðum, þar sem réttarhaldið fer fram, hefur verið komið upp á Guantanamo – og hafa þær hlotið nafnið Camp Jus- tice. Segjast stjórnvöld hafa gætt þess í hvívetna við undirbúninginn að réttindi sakborninganna séu tryggð. „Meðan á réttarhaldi stendur gefst þeim færi á að tala máli sínu, hvernig sem þeir vilja koma því á fram- færi, svo fremi það er í samræmi við starfsreglur rétt- arins,“ segir Tom Hartmann herforingi við AP-frétta- stofuna. „Við veitum þeim mikið frelsi og mikla réttarvernd. Okkur þykir það vera bandaríska leiðin.“ Mannréttindasamtök segja trúverðugleika réttarins ekki vera mikinn. „Að dæma einhvern mögulega til dauða vegna sönnunargagna sem fengin eru með pyntingum er ekki svarið,“ segir Jennifer Daskal, lög- fræðingur Human Rights Watch. andresingi@24stundir.is Réttarhöld að hefjast yfir föngum í Guantanamo-búðunum Sóst eftir dauðadómi Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ábyrgð á sprengjuárás á sendiráð Danmerkur í Pakistan hefur verið lýst á hendur al-Qaeda. Segir í yf- irlýsingu hryðjuverkasamtakanna að árásin á mánudag sé viðbrögð við birtingu mynda af spámann- inum Múhameð í dönskum fjöl- miðlum. Varað er við að fleiri árás- ir séu ráðgerðar gegn löndum sem birt hafa Múhameðsteikningar. Sex létust í árásinni og 25 særð- ust. Einn hinna látnu hafði danskt ríkisfang og tveir pakistanskir starfsmenn sendiráðsins létust. Skilaboð frá al-Qaeda Mustafa Abu al-Yazid, talsmað- ur al-Qaeda í Afganistan, segir í skilaboðum sem dreift var á netinu að sá sem framkvæmdi spreng- inguna við danska sendiráðið hafi dáið píslarvættisdauða fyrir sam- tökin. „Árásin var hefnd gegn trúlausa ríkinu Damörku, sem birti teikn- ingar sem voru fjandsamlegar sendiboða Allah,“ segir al-Yazid. „Aðgerðin er viðvörun til trúlausa ríkisins og til allra þeirra sem standa með því, svo þau geti snúið frá villu síns vegar og beðist afsök- unar á því sem þau gerðu.“ Þeir sem standa að rannsókn á árásinni hafa ekki enn staðfest að al-Qaeda hafi verið að verki, en dönsk yfirvöld ganga út frá því að svo sé. Þau hafa sent tíu manna lið til að aðstoða Pakistana við rann- sókn málsins. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, ítrekar að stjórnvöld muni ekki biðjast afsök- unar á birtingu skopmyndanna. „Afstaða stjórnarinnar er ofur skýr. Það eru ekki hryðjuverka- menn sem fá að ráða því hvernig danskt samfélag verður.“ Friðarviðræður á sama tíma Sprengingin varð á sama tíma og stjórnvöld áttu í viðræðum við leiðtoga úr Suður-Waziristan-hér- aði, sem liggur að landamærum Afganistans. Illa hefur reynst að festa ríkisvaldið í sessi þar um slóð- ir, svo talið er að hryðjuverkamenn hafi getað starfað þar óáreittir. Ríkisstjórn Pakistans er undir forystu PPP-flokks Benazir Bhutto, en morðið á henni er talið tengt hópum í Suður-Waziristan. Eru vonir bundnar við að viðræður stjórnvalda geti bundið enda á lög- leysuna í héraðinu og þar með minnkað ofbeldi bæði í Pakistan og Afganistan. Óttast frekari árásir Í yfirlýsingu al-Yazid segir að sprengingin við danska sendiráðið sé aðeins „fyrsti regndropinn“. Segir hann að sjónum verði beint að sendiráðum og diplómötum landa sem birt hafa skopmyndir af Múhameð. Al-Qaeda varar við fleiri árásum  Al-Qaeda hefur lýst ábyrgð á árásinni á danska sendiráðið í Pakistan á hendur sér  Ástæðan sögð Múhameðsmyndamálið  Al-Qaeda varar við frekari árásum Vettvangurinn Lög- reglumaður skoðar um- merki í Islamabad.➤ Bíl hlöðnum sprengiefni varekið greitt að danska sendi- ráðinu í Islamabad í Pakistan á mánudag. ➤ Sprengingin skildi eftir sigdjúpan gíg og þeytti sprengi- brotum í allt að 700 metra fjarlægð. ➤ Þrír menn eru í haldi lögregluí Pakistan vegna tengsla við bifreiðina. SPRENGJUÁRÁSIN Vísindamenn hafa notað far- síma 100.000 einstaklinga til að fylgjast með ferðum þeirra í hálft ár. Helstu niðurstöður eru þær, að meðaljóninn heldur sig að mestu innan 30 kílómetra radíuss frá heimili sínu, að því er fram kemur í nýjasta hefti Nature. Aðferðir rannsakenda hafa vakið gagnrýni, þar sem enginn hinna 100.000 einstaklinga sem fylgst var með vissi að hann væri þátttakandi í tilraun. Cesar Hidalgo, eðlisfræð- ingur og einn skýrsluhöfunda, seg- ir þess hafa verið gætt að ekki væri hægt að rekja persónuupplýsingar. Ekki fæst uppgefið hvar rannsókn- in var framkvæmd, aðeins að hún hafi farið fram í iðnríki. „Í röngum höndum mætti mis- nota gögnin,“ segir Hidalgo. „En í höndum vísindamanna eru þau notuð til að skoða almennt hegð- unarmynstur. Við erum ekki að reyna að vinna til ills. Við erum að reyna að gera heiminn aðeins betri.“ Aukna vitneskju um ferðahegð- un fólks mætti að sögn Hidalgos nota til dæmis við hönnun sam- göngukerfa og í baráttu við út- breiðslu smitsjúkdóma. Niður- stöðurnar segja sitthvað um mannskepnuna, til dæmis að hún sækir gjarnan sömu staði, segir Hi- dalgo. „Þrátt fyrir að við teljum okkur vera hvatvís og ófyrirsjáanleg, þá eru skýr mynstur í ferðum okkar og í flestum tilvikum er vegalengd- in stutt,“ segir Hidalgo. Könnunin leiddi í ljós að helm- ingur fólksins hélt sig að mestu innan 10 kílómetra radíuss frá heimili sínu það hálfa ár sem litið var til. 83% fóru lítið út fyrir 60 kílómetra radíus. Hidalgo telur skýringuna á niðurstöðunum vera ljósa. „Það er fullt af fólki sem kýs ekki erilsamt líferni. Það er svo mikið vesen að ferðast.“ andresingi@24stundir.is Ferðir farsímanotenda rannsakaðar leynilega Nútímamaðurinn heimakær Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, hefur hvatt lögreglu og saksóknara til að ganga harðar gegn ungmenn- um sem ganga með hnífa á sér. Undanfarnar vikur hafa fjöl- margir verið stungnir með hnífi á Bretlandseyjum. Síðast var 15 ára stúlka stungin til bana á mánudag, en und- anfarna 6 mánuði hafa 16 tán- ingar verið stungnir til bana í Lundúnum. „Hnífaburður hefur komist í tísku. Það sem við viljum að fólk átti sig á er að það setur sjálft sig í hættu með því að bera þessi vopn,“ segir Ken Macdonald saksóknari. aij Brown leggur línurnar Taka harðar á hnífaburði Sjómönnum og lögreglu lenti saman fyrir utan höf- uðstöðvar Evrópusambands- ins í Brussel í gær. Voru sjómenn- irnir að mótmæla háu elds- neyt- isverði, sem þeir segja við það að leggja stéttina að velli. Krefjast þeir þess að ESB leyfi ríkisstjórnum að veita sjómönnum fjárstuðning og niðurgreiða eldsneyti til flotans. aij Hátt eldsneytisverð Sjómenn mót- mæla í Brussel

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.