24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Hauk Johnson
haukurj@24stundir.is
„Ég á ekki rafmagnsbíl sjálfur. Það
eiga fáir. Ástæðan er líklega sú að
þeir rafmagnsbílar sem eru í boði
hér á landi eru annað hvort of dýrir
eða ekki nægilega hentugir. Þeir
komast flestir einungis upp í um 70
km hraða og ná bara 80 km akstri á
hverri hleðslu. Og það er bara allt
of lítið. En tæknin er fyrir hendi
Árið 2000 voru sett lög í Kali-
forníu um að öll bílafyrirtæki ættu
að framleiða að minnsta kosti einn
umhverfisvænan bíl. Öll helstu fyr-
irtækin komu þá með rafmagnsbíla
sem komust um 160 km á hleðsl-
unni og náðu þjóðvegahraða. Lög-
in voru seinna dregin til baka,
meðal annars vegna þrýstings frá
bifreiðafyrirtækjum, og bílarnir
hurfu af markaðnum. Í dag er svo
fjöldaframleiddur rafmagnssport-
bíll sem heitir Tesla og hann kemst
um 400 km á hverri hleðslu og nær
allt að 220 km hraða á klukku-
stund. Þetta er því vel hægt. Ég
held að vandamálið sé að stóru
bílaframleiðendurnir sjái sér ekki
hag í þessari framleiðslu. Hvers
vegna skyldu þeir fara út í þá dýru
þróunar- og hönnunarvinnu sem
fylgir því að búa til nýjan bíl sem
myndi svo jafnvel minnka söluna á
öðrum tegundum þeirra?“
Mikill sparnaður
Birgir telur enga fyrirstöðu fyrir
því að rafmagnsbílar nái útbreiðslu
hérlendis. Ekki sé flókið að koma
upp hleðslustöðvum við bensín-
stöðvar og fjölbýlishús. Einnig geti
sparnaðurinn verið mikill.
„Ég held að það verði sparnað-
urinn sem hvetji fólk til að fá sér
rafmagnsbíl, frekar en umhverfis-
sjónarmið. Við hugsum fyrst og
fremst út frá buddunni. Og ég tel
að rafmagnsbílarnir séu raunhæfur
kostur, sérstaklega ef bensínverð
heldur áfram að hækka. Ekki þarf
sérstakar dælustöðvar, líkt og fyrir
metan- og vetnisbíla. Bílana er
hægt að hlaða víða, ekki bara
heima, og ætti ekki að vera dýrt.
T.d. er rafmagnskostnaðurinn ein-
ungis um 18.000 krónur á meðalári
fyrir einn indverskan bíl sem þegar
er í boði hérlendis.“
Birgir bætir við að líklega vilji
margir eiga bensínbíl áfram til
langferða en telur þó að með
breyttri skipulagningu geti raf-
magnsbíllinn vel nýst til þeirra.
Rafmagnsbílum hefur fjölgað hægar en margir vonuðust til
Tæknin er nú
þegar fyrir hendi
Birgir Freyr Birgisson er
mikill áhugamaður um
rafmagnsbíla og hefur
kynnt sér mögulegan
innflutning og hvort slík-
ar bifreiðir eru raunhæfur
kostur fyrir íslenska
neytendur. Niðurstaða
hans er að þeir séu það
og að þeir geti náð út-
breiðslu hérlendis.
Trúir á rafmagnið Birgir
vonast til þess að sjá
meira úrval af rafmagns-
bílum á Íslandi síðar.
➤ Hægt er að láta breyta venju-legum bílum í rafmagnsbíla
með tiltölulega einföldum
hætti.
➤ Bílar með lithium-rafhlöðuhafa gefið besta raun og ná
þeir um 80% hleðslu á 2 klst.
➤ Hleðslustandar gætu veriðmeð sama sniði og rafmagns-
innstungur við hjólhýsa-
stæði.
RAFMAGNSBÍLAR
„Ég hef alltaf keyrt Volvo. Ég
byrjaði á gömlum sem var ’92 eða
’93 árgerð og er kominn á 2000 ár-
gerð núna. Maður færir sig svona
hægt og rólega upp á við. Ætli
draumurinn sé því ekki bara að
eignast einn beint úr kassanum,“
segir Ingólfur Þórarinsson, betur
þekktur sem Ingó úr hljómsveit-
inni Veðurguðirnir, þegar hann er
spurður um draumabílinn sinn.
„S40 væri örugglega alveg málið.
Ég sá einn helvíti flottan svartan í
Brimborg um daginn og hann
kæmi vel til greina. En aðalmálið er
náttúrlega að komast á milli staða.
En það er ekki verra að hann sé
öruggur því ég ferðast mikið á milli
Reykjavíkur og Selfoss og það er
gott að bíllinn fari ekki í döðlur ef
maður keyrir út af.“
Ingó segir að þrátt fyrir að hann
hafi ekki sérstaka bíladellu hafi
áhugi hans á bílum aukist jafnt og
þétt með árunum. „Maður er far-
inn að taka betur eftir flottum bíl-
um. Ég er frekar gamaldags þegar
kemur að bílum. Er frekar fyrir
gamla klassíska bíla en einhverja
svakalega sportbíla,“ segir hann og
kveðst ágætlega fær þegar kemur
að viðhaldi á bílnum. „Ég hef nú
alveg skipt um dekk og olíu og
þetta einfalda. En ef það kemur
upp vesen með blöndunginn eða
alternatorinn þá er málið orðið
flóknara.“
Ingó hefur oftar en ekki þurft að
keyra hljómsveitarrútu Veðurguð-
anna en tvennum sögum fer af ár-
angri hans undir stýri hennar. „Ég
er yfirleitt látinn keyra vegna þess
að hinir eru kannski búnir að fá sér
tvo eða þrjá. En ég er búinn að
klessa bílinn tvisvar. Ég veit ekki af
hverju mér gengur svona illa að
keyra rútuna. Kannski er ég bara
ennþá á ballinu í huganum.“ bba
Ingó vill umfram allt komast á leiðarenda, heill á húfi
Volvo beint úr kassanum
Á bílaverkstæði Heklu við
Laugaveg hefur þeirri staðalímynd
að bifvélavirkjar séu karlkyns verið
skákað. Þar starfa nú fimm hressar
stelpur og blaðamaður hitti þrjár
þeirra fyrir. Var ekki annað að sjá
en að þær gerðu mikið fyrir stemn-
inguna á vinnustaðnum.
Sigrún Agatha Árnadóttir segir
að áhuginn hafi kviknað snemma.
„Afi minn er bifvélavirki, átti
verkstæði, og ég var alltaf þar um
sjö ára aldur. Eiginlega í pössun.“
Stelpurnar segjast ekki vera
neinar sérstakar pjattrófur, en
vissulega fylgi vinnunni ákveðin
óhreinindi.
„Maður hefur alveg gleymt að
þvo almennilega á sér hendurnar
og svona,“ segir Helga Björg Skarp-
héðinsdóttir. „Við förum samt
stundum í fínu fötin líka, en við er-
um kannski ekki alveg alltaf með
gervineglur eða eitthvað slíkt.“
Stelpurnar þrjár eru allar að læra
bifvélavirkjun og stefna þær Sigrún
og Helga á útskrift á næsta ári. Sú
þriðja, Stefanía Gunnarsdóttir,
mun hins vegar ljúka sveinsprófi
um helgina.
Fínt að hafa strákana líka
Segir hún að þær vinkonurnar
fái enga sérmeðferð hjá strákun-
um. „Okkur er bara sparkað út í
djúpu laugina. En reynsluboltarnir
eru fljótir að koma að hjálpa ef eitt-
hvað er að.“ En þó þær geti stund-
um nýtt sér hjálp frá körlunum
geta þær líka ýmislegt sem þeir geta
ekki. „Þeir þurfa okkur vegna litlu
handanna. Þeir ná ekki á alla staði
sjálfir.“
Þær segjast oft grínast með að
þær muni stofna sitt eigið kvenna-
verkstæði í framtíðinni, en telja
ekki líklegt að svo fari. Enda ekki
annað að sjá en að samstarf
kynjanna sé stórgott á verkstæðinu.
Og þær þurftu ekki að fara fram á
að nein óviðeigandi dagatöl væru
tekin niður þegar þær komu til
vinnu. „Við hengdum bara upp
okkar eigin plaköt með strákum.“
hj
Fimm hressar stelpur á sama verkstæðinu
Ekkert karlaveldi
Hressar Stelpurnar
njóta sín á verkstæðinu
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Ég held að það verði sparnaðurinn
sem hvetji fólk til að fá sér rafmagns-
bíl, frekar en umhverfissjónarmið.
bílar
Bandarískir bíla-
framleiðendur
eru nú í öngum
sínum vegna
frétta af dræmri
sölu í síðasta
mánuði. Þá gerð-
ist það í fyrsta
sinn í sögunni að
Bandaríkjamenn keyptu fleiri as-
íska bíla en innlenda og er ein
helsta ástæða þess talin vera
hækkandi eldsneytisverð og jafn-
vel aukin umhverfisvitund.
hj
Asískir bílar
seldust mest