24 stundir - 19.06.2008, Page 25
Starfsmaður á afgreiðslukassa í
Tesco-stórmarkaði á Bretlands-
eyjum neitaði að selja hinni 25
ára gömlu Claire Birchell Jack
Danieĺs grillsósu. Ástæðan fyrir
því var sú að grillsósan inniheld-
ur tveggja prósenta alkóhólmagn
og Birchell var ekki með per-
sónuskilríki meðferðis. Þegar 27
ára mágur hennar sem hafði skil-
ríki á sér ætlaði að koma henni til
bjargar fékk hann sömu meðferð,
og var gefin sú ástæða að hann
væri augljóslega að kaupa sósuna
fyrir mágkonu sína og myndi af-
henda henni fenginn eftir á.
Það er ljóst að hin 25 ára gamla
Birchell mun hugsa sig tvisvar
um áður en hún fer á „grill-
sósufyllirí“ aftur, en það er
reyndar ekki loku fyrir það skotið
að hún hafi í sakleysi sínu aðeins
ætlað að bragðbæta steikina sína
með þessari góðkunnu grillsósu
og viðbrögð starfsmanns Tesco
hafi verið í ýktari kantinum. hh
Of ung til að
kaupa grillsósu
24stundir FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 29
Á sumrin er algengast að grilla hamborg-
ara og steikur en það getur verið gaman að
brjóta hefðirnar stöku sinnum og setja sjáv-
arrétti á grillið. Hægt er að búa til gómsæta
sjávarréttaveislu á innan við klukkutíma.
Fyrir 2-3
Hráefni:
2 stórir ferskir humrar
u.þ.b. 1 kg ferskur skelfiskur
u.þ.b. 1 kg ferskar rækjur (stórar)
3 ferskir maísstönglar
smjör
hvítlaukur
Aðferð:
Byrjið á því að leggja humarinn og skelfisk-
inn í þar til gerða grillpönnu úr áli og
dreifið rækjunum ofan á. Leggið svo maís-
stönglana ofan á allt saman. Allt verður
þetta „gufugrillað“ og því er gott að hella
næst smá vatni í botninn á álpönnunni. Að
því búnu er allt komið ofan í pönnuna sem
á að fara þangað og tími kominn á að loka
henni. Það er gert með álpappír og til að
tryggja það að gufan haldast innan í pönn-
unni er best að nota nokkur lög af álpappír.
Nú má setja pönnuna á grillið. Eftir að hafa
grillast í tíu til fimmtán mínútur er gott að
snúa bakkanum á punktinum (ekki á hvolf)
í hálfhring. Þetta er gert til að hitinn dreif-
ist sem best innan í bakkanum. Þetta á að
endurtaka nokkrum sinnum og þegar
pannan hefur verið á grillinu í alls 30 mín-
útur má taka hana af. Athugið að fara gríð-
arlega varlega þegar álpappírinn er tekinn
af því hann er mjög heitur. Það er kjörið að
drekka kalt hvítvín með máltíð sem þessari
og þá ekki síst þegar sólin skín og borðað
er úti.
haukurh@24stundir.is
Það er hægt að grilla humar og annað sjávarfang eins og skelfisk og rækjur á einfaldan hátt
Gufugrilluð sjávarréttaveisla
Grillaður humar Þarf ekki
endilega að vera flókinn.
Sniðugur
kolastrompur
Mörgum líkar illa við að nota ol-
íur til að kveikja upp í kolagrill-
um. Þá er tilvalið að nota „kola-
stromp“ sem virkar þannig að þú
kemur kolunum fyrir í strompn-
um og
kveikir svo
í dag-
blöðum
fyrir neðan
hann. Við
þetta næst
náttúrulegt
bragð sem
margir
kjósa. hh
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–14
www.mirale.is
30% afsláttur
þriggja daga veisla
aðeins fimmtudag,
föstudag og laugardag
af öllum vörum húsgögn
gjafavara
ljós
4ára
Verslunin Mirale var stofnuð árið 2004
og á því fjögura ára afmæli. Einnig
fögnum við að eitt ár er síðan verslunin
flutti í 800m2 húsnæði að Síðumúla 33.